Hægri halli á Kastljósi

Sigmar Guðmundsson var langt frá því að gæta hlutleysisreglu Ríkissjónvarpsins í Kastljósinu á þriðjudaginn var. Það var áberandi munur á þeirri meðhöndlun sem Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson fékk og Dagur B Eggertsson.

Vilhjálmur fékk engar erfiðar spurningar hjá Sigmari, en hann var eins og hrægammur gagnvart Degi, sem hélt samt stillingu sinni.

Sigmar hafði mestar áhyggjur af því hvað Flokkurinn hefði samið af sér til að fá Ólaf F. með sér. Hann minntist ekki einu orði á ódrengskap Vilhjálms og tindátanna sex við að grafa á bak við tjöldin undan starfandi meirihluta og lokka einstaka hlekki hans til svika við félaga sína, sem tókst síðan á endanum.  Hann hrósaði síðar Sjálfstæðisflokknum fyrir að hafa verið klókari en andstæðingar þeirra. Það er greinilegt að sumir vilja ítalska stjórnarhætti hér.

Sigmar var aftur á móti vel á tánum gagnvart Degi. Hann þjarmaði mjög hart að honum og hélt þeirri bábilju hægri manna að honum að atburðarásin fyrir 103 dögum hefði verið mjög svipuð valdaráninu í upphafi síðustu viku. Sem er alls ekki rétt, þar sem ótvíræður málefnaágreiningur kom upp í fyrra skiptið, REI-málið og handvömm þáverandi borgarstjóra, Vilhjálms Þ með verðmæti borgarinnar, orkuauðlindirnar.

Ríkissjónvarpið er ekki lengur sjónvarp allra landsmanna. Það hefur verið gert að málgagni Sjálfstæðisflokksins og hlutleysis er ekki gætt á þeim bænum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að vandamálið hjá þér sé aðallega þinn eigin vinstrihalli, sem sagt blindur í eigin sök.   Sem óflokksbundinn og frekar óháður áhorfandi get ég engan veginn verið sammála þér.  Sigmar stóð sig vel, var frekar óvæginn við báða viðmælendur sína.  Ég á því að hann sé einn skeleggasti og besti sjónvarpsmaðurinn okkar á þessu sviði.

Sigurður Jónsson 29.1.2008 kl. 01:27

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þú "hérna" verður "hérna" að "hérna" gá "hérna" að "hérna" því "hérna" að "hérna" Villi "hérna" getur "hérna" ekki "hérna" svarað "hérna" spurningum "hérna" vegna "hérna" fákunnáttu "hérna"...

Þórbergur Torfason, 29.1.2008 kl. 01:32

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

En "hérna" gáðu að því að hann Sigmar er ekki Óskarsson það var markmaðurinn hjá ÍBV í handboltanum fyrir meira en 20 árum. Þessi er Guðmundsson

Þórbergur Torfason, 29.1.2008 kl. 01:34

4 identicon

Góður Þorbergur; það var ömurlegt að hlusta á Villa.  Reyndar finnst mér málhelti Dags ekkert mikið skárra, bara aðeins auðrivísi og kannski ekki eins ýkt:

Þú "eeeehhhhhhhhh" verður "eeeeeeeh" að "hérna" gá "eeeeehhhh" að "eeeeeehhhh" því "eeeeeeh" að "eeeeehhhh"......

Bjarni 29.1.2008 kl. 01:37

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir ábendinguna, Þórbergur T. Mér finnst rangt að Sigmar Guðmundsson sé að gera það að stóru atriði að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samið af sér.

Og til hvers var verið að sýna frá þessum grátfundi D-listans á Hóteli Sögu? Haldið þið að flokksmenn hinna flokkanna hafi ekki fundað? Ekki hefur verið sýnd ein sekúnda frá þeim fundum.

Theódór Norðkvist, 29.1.2008 kl. 02:05

6 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Auðvitað verður að hafa í huga að sjónvarpið er jú Ríkissjónvarp stöð 1,og ríkinu hefur verið stjórnar af Íhaldinu í 16 ár.Nú þar með vinnur þetta fólk hjá sjónvarpinu allt fyrir ríkjandi afl.

Það er nú bara svo að það hefur aldrei mátt spyrja réttu spurninganna í sjónvarpinu svo lengi að það er ekki horfandi á þessa umræðu hvort eð er,ég man ekki eftir að pólítísk umræða í kastljósi hafi nú eitthvað varpað einhverju málefni fram sem hafandi er eftir.Hvort heldur það sé nú Sigmar eða einhver annar sem spyr.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 29.1.2008 kl. 07:09

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir drengir bæði með vinstri og hægri halla. Borgarstjórnamál hafa verið eitt klúður frá sl. kosningum. Teddi minn það er margt skrýtið þarna ekki bara núna. Hvers vegna sveik Villi, Ólaf í upphafi og þá var hann að ræða við Björn Inga. Sennilega ætlaði hann ekkert að semja við Ólaf en hélt honum volgum á meðan þeir Björn Ingi brugguðu launráð saman. Síðan sveik Björn Ingi, Villa og sagðist á sama tíma elska Villa en gaf honum hressilegan svikakoss. Skyndikynni Dags, Margrétar, Svandísar og Björns Inga var líka klikk að mínu mati. Hvernig heldur þú að hafi verið hjá þeim í einni sæng þó stór væri. Björn Ingi var í forustu spillingarmála, Rei ásamt Villa en Svandís vann ötullega á móti spillingunni og á hún heiður skilið fyrir. Spurning um valdarán núna? Var ekki hægt að segja það sama þegar Björn Ingi sveik elsku Villa sinn? Sem betur fer sá ég ekki Kastljós. Ég fór í kirkju. Það var sameiginleg samkoma hjá Lúterskukirkjunni, Hvítasunnukirkjunni og Kaþólskukirkjunni. Samkoman var haldin í Lúterskukirkjunni. Vel heppnuð samkoma og allir glaðir. Teddi minn, nú er ég með færslu sem ég held að þú hafir gaman af að lesa, sérstaklega um heimahaga þína. Þar er hvorki vinstri né hægri halli sem betur fer.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.1.2008 kl. 10:39

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir prýðisathugasemdir, góðu félagar. Þú ert dugleg í að leita Guðs, Rósa.

Ég virði öllum borgarfulltrúum það til vorkunnar að flokkarnir eru of margir.

Þar af leiðandi er mjög erfitt að ná saman og það býður upp á svona hrossakaup.

Það er bráðnauðsynlegt að fækka flokkum, stjórnmálamenn verða bara að hafa það bein í nefinu að geta lagt sjálfa sig niður! Ekki viljum við hafa stjórnarkreppu í landinu?

Theódór Norðkvist, 29.1.2008 kl. 11:29

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn. Ég sem betur fer ófokksbundin en kann ekki við að skrifa pólitísk .......  Hér á Vopnafirði er mikill galli í genum fólks en það er Framsóknargen. Sem betur fer er ég vel blönduð og slapp við það óþvera gen. Ef vinstri flokkarnir ætla að ná borginni þurfa þeir einmitt að fækka flokkum og stilla saman strengi fyrir kosningar. Skyndikynni fara oft í vaskinn.

Smá íslensk speki fyrir þig:

"Hverju því landi mun illa vegna þar sem þjóðin og stjórnin liggja í sífelldum deilum." Einar Ásmundsson bóndi í Nesi. Einars saga Ásmundssonar, 1957.

"Það yrði bókstaflega ólíft í pólitíkinni ef andstæðingar yrðu endilega hatursmenn." Hannibal Valdimarsson ráðherra. Kvistur í lífstrénu, 1982.

"Hinn gullni meðalvegur á milli ofstjórnar og stjórnleysis er vandrataður." Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Tíminn, 2. janúar 1989.

Þessi er magnaður:

"Flest atkvæði fást fyrir stærstu loforðin, hvort sem þau eru efnanleg eður ei." Friðrik Erlingsson rithöfundur. Morgunblaðið, 25. september 1999.

Hér er einn fyrir þig þar sem þú hefur líka áhuga á íþróttum:

Ég hef svipað viðhorf til stjórnmála og fótbolta, mér er alveg sama hver sparkar í hvern." Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður. Heimsmynd, 3. tbl. 1997.

"Einfaldar reglur, sem börnin okkar læra, eiga að skipta meginmáli í pólitík - eins og á leikvellinum." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagnfræðingur. Siðferði og stjórnmál, 1995.

Friðarkveðjur úr sveitinni fögru þar sem sólin skín.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.1.2008 kl. 12:26

10 identicon

Heyrði í einum góðum á Útvarpi Sögu í dag, sennilega frá frjálslynda flokknum.  En það merkilega við hans málflutning er samt svoldið sem ætti að vera augljóst.

Hann var að útskýra hvernig Guðni Á og framsóknarflokkurinn talaði með tungum tveimur, hvernig það væri óhugsandi að þeir væru með eitthvað múður gegn kvótakerfinu ef þeir væru enn í ríkisstjórn.  Það er alveg rétt hjá honum, en við erum alveg hætt að ætlast til að stjórnmálamenn standi og falli með orðum sínum, þeir bara spinna og spinna, lygar eru í lagi nú til dags.

Gullvagninn 7.2.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband