Skálmöld í Kenýa

Stöð 2 birti í kvöld viðtal við einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Kenýa. Hann hefur verið búsettur og starfað hérlendis, en er nýkominn aftur frá Kenýa, eftir að hafa verið settur á aftökulista af þarlendum stjórnvöldum.

Mikil óöld ríkir í landinu. Þessi leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Paul Ramses Odour, fór til heimalands síns á vegum ABC hjálparstarfs.

ABC hjálparstarf hefur sannarlega lyft grettistaki í hjálparstarfi í Afríku, Indlandi og víðar. Samtökin standa nú fyrir söfnun handa bágstöddum í Kenýa. ABC hefur eins og mörgum er kunnugt haft milligöngu um stuðning við grunnskólabörn í Indlandi, Úganda og Kambódíu, svo fáein verkefni þeirra séu nefnd.

Lykillinn að því að fyrirbyggja skálmöld í þriðja heiminum eins og nú ríkir í Kenýa er að stemma stigu við fátækt. Góð leið til þess er að styrkja barn mánaðarlega til skólagöngu í gegnum ABC hjálparstarf. Samtökin birta ársreikninga sína á netinu og á skrifstofu sinni og eru einu hjálparsamtökin sem ég veit til að gera það. Með því að skoða ársreikninga samtakanna er hægt að fá fullvissu um að framlög til starfsins skili sér alla leið.

Hægt er að komast á heimasíðu ABC með því að smella á tengil vinstra megin á þessari síðu, eða hér. Þitt framlag skiptir máli.

Smellið hér að horfa á umfjöllun Íslands í dag um ástandið í Kenýa, m.a. viðtal við Paul Ramses Odour.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.  Vinkona mín er að vinna í Nairobi fyrir ABC. Hún er héðan frá Vopnafirði. Það eru margir sem sækja hjálp þangað núna og þau hafa verið að fara yfir landamærin í matarkaup til að hjálpa öllu þessu fólki sem er í neyð í Nairobi. Við fengum bréf frá ABC í janúar þar sem þau báðu okkur að hjálpa þeim því það eru svo margir sem eru að sækja hjálp þangað núna. Margir heimilislausir sem áttu áður smá ruslkofa að sofa í  en nú ekkert. Vonskan er mikil og bitnar mest á þeim sem voru í vanda staddir fyrir eins og þessa skálmöld. ABC er starfandi sem neyðarskýli núna ásamt því að halda utan um öll börnin.

Kærar þakkir fyrir þennan pistil.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.1.2008 kl. 02:24

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur. Skil ekkert í bloggvinum þínum að kíkja ekki hér inn. Langar að gefa þér slóð vinkonu minnar sem er í Nairobi í Kenia að vinna hjá ABC. Slóðin er: http://draumur.bloggar.is/  Björg er héðan og bjuggum við hlið við hlið í denn. Búið að byggja tvö hús á milli hér í túninu hjá okkur síðan þá. Hægri og vinstri friðarkveðjur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.2.2008 kl. 18:35

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir góðar kveðjur, Rósa. Það er lítið um innlit núna. Það skýrist kannski að einhverju leyti af því að ég hef lítið skrifað, vegna þess að aðrar annir hafa tekið tíma minn og ég er ekki mikið að kíkja hjá öðrum.

Kærar kveðjur, austur! Guð blessi þig og Björgu í hennar óeigingjarna starfi.

Theódór Norðkvist, 2.2.2008 kl. 18:56

4 Smámynd: Linda

Já þetta er skelfilegt ástand, ég sá í gær viðtöl við fólk frá Kenía og einn þeirra talaði um að hafa spurt eiginkonu sína hvort hann ætti ekki að koma, hún sagði að slíkt væri óðsmanns æði, því það væri engin leið fyrir hann að komast til þeirra sakir aðstæðna á svæðinu. Maður getur varla ímyndað sér þá sálarkvöl sem hann og aðrir aðstandendur um heim allan hafa vegna fjölskyldna sinna sem eru miðju hörmunganna.  Ég mun styðja ABC þegar ég hef tök á því, er núverandi "Heimsforeldri" og mun halda því áfram, allt gerir þetta gott gagn.

Guð blessi þig og varðveiti.

Knús.

Linda, 2.2.2008 kl. 22:21

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sömuleiðis Linda, takk fyrir innlitið. Það er rétt sem þú segir.

Theódór Norðkvist, 3.2.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband