Ríkið að greiða niður laun atvinnulífsins

Er forsætisráðherrann orðinn hræddur við ólgu í þjóðfélaginu út af sjálftökuliðinu? Það hlýtur að vera fyrst hann ætlar að vera svo rausnarlegur að hækka persónuafslátt og taka hænuskref í þá átt að láta persónuafsláttinn vera í samræmi við verðlag ársins 2008, í stað ársins 1995. Orðalagið stefnt að þýðir þó líklega að ekkert verður gert í málinu fyrr en eftir 5-10 ár.

Enn ætlar ríkisstjórnin að lækka skatta á fyrirtæki svo hún hafi afsökun til að koma sér undan því að lækka skatta hjá launafólki.

Ég er hlynntur því að lækka skatta á lágtekju- og millitekjuhópa en mótmæli því að það sé notað sem skiptimynt til að halda laununum niðri í kjallara og greiða niður laun aumingja atvinnurekandanna, sem hljóta að vera að sligast undan þessum háu launum sem þeir neyðast til að punga út til vinnandi fólks.

 


mbl.is Lækkun skatta tengd samningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sammála.

Jóhannes Ragnarsson, 13.2.2008 kl. 21:01

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Ég líka. Spurðu Guðstein um hvaða rakspíra hann notar svo þú fáir fleiri heimsóknir af flottum stelpum og þá koma karlarnir á eftir.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 23:55

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Rósa, ég held að það sé bæði blessun og bölvun að vera með vinsælt blogg, eins og Guðsteinn. Hann þarf alltaf að vera að svara og passa að nefna örugglega alla, svo enginn fari í fýlu.

Ég skrifa bara það sem mér liggur á hjarta og ef fólk les bloggið mitt og sendir inn athugasemdir, þá er ég ánægður.

Ef fólk veitir innleggjum mínum ekki athygli þá verður bara að hafa það. Ég breyti ekki mínum skrifum til að reyna að auka aðsóknina.  En ég viðurkenni alveg að ég fylgist með umferðinni.

En hvaða rakspíra er Guðsteinn með, sem er svo sterkur að hann finnst í gegnum internetið?

Theódór Norðkvist, 14.2.2008 kl. 00:08

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn. Hann var að gefa það í skyn í dag og hefur gefið þetta í skyn áður.    

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.2.2008 kl. 00:13

5 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég á fullt af allskonar spírum sem gera nú ekki mikið gagn hjá mér,en jú ég fæ eina og eins skvísu á mitt blogg við og við.Varðandi pistil þinn Teddi þá tek ég undir með þér,og verð bara að segja ég hef enga trú á að Geir hafi bein í nefinu til að gera nokkuð af viti fyrir almúann hér á landi.Hann kann að vísu eitt og það er að styggja ekki peningamenn og sjálftökumenn.Enda má sjá það berum augum varðandi aðgerðir þegar kvóti var minnkaður þær aðgerðir hafa ekkert að gera með fólkið sem vinnur nú þau störf sem umræðir.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 14.2.2008 kl. 07:06

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég nota rakspíra sem heitir "Cool Water".  Svona ef það hjálpar e-ð !  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.2.2008 kl. 07:50

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar mínir. Þið eruð yndislegir  Svo þurfum við stelpurnar sem piparlykt er af, að spyrja Bryndísi hvaða veiðivatn hún notar  Kannski minnkar þá  piparlyktin hjá okkur Heitir veiðivatnið hennar kannski líka COOL WATER  Guð blessi ykkur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.2.2008 kl. 12:47

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hárrétt, Úlli. Takk fyrir athugasemdirnar, Rósa, Guðsteinn og Jóhannes.

Theódór Norðkvist, 15.2.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband