14.2.2008 | 17:29
Litlir strákar að leika sér með eldspýtur
Mikið hefur verið rætt og ritað um dönsku óvitana í hægri öfgasinnuðum rasista- og mannhatursflokki, sem birtu skopmyndir af Múhammeð spámanni og uppskáru reiði milljóna morðóðra múslima. Árangurinn af þessu fikti dananna er sá að tólf teiknarar eru í lífshættu hvar sem þeir eru staddir á jarðkringlunni og geta hvergi um frjálst höfuð strokið af ótta við morðtilræði einhverra brjálæðinga úr heimi Íslams.
Það sem veldur mér mestum áhyggjum er að þessir kjánar eiga sér skoðanabræður hér á landi. Það virðist aðallega vera ungir menn úr hópi öfgasinnaðra frjálshyggjumanna, eflaust allir heilaþvegnir af Valhöll, auk nokkurra kristinna (að eigin áliti) öfgamanna, sem styðja ríkisrekin hryðjuverk Bandaríkjanna í Írak og Ísraela í Palestínu.
Þessir aðilar eru greinilega staðráðnir í að kveikja fleiri elda haturs og morðæðis í múslimaheiminum. Þeir hafa verið að birta þessar myndir sem gerðu allt brjálað í Danmörku, á vefsíðum sínum.
Þeir eru í raun ekkert annað en hræddir litlir strákar að leika sér með eldspýtur. Geta mömmur þeirra ekki tekið þá og flengt þá, a.m.k. tekið af þeim tölvurnar?
Líklega ekki, því margir af þessum strákum eru komnir á fertugsaldurinn, sumir á sextugsaldur. Þroskast sumir aldrei?
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Loksins einhver sem hefur sömu skoðun og ég á þessari þráhyggjufullu túlkun á málfrelsinu! Frelsi eins má ekki vera á kostnað einhvers annars. Og vissa hluti þarf að umgangast með virðingu. Trúarskoðanir meðal annars. Þetta minnir eiginlega mest á suma af okkur Íslendingum sem æðum uppá heiðar þó allt sé ófært. Ég skal samt! Ekki ætla ég að verja öfgafulla Islamista og ekki heldur öfgafulla kristna. Það stendur mér hinsvegar nær að gagnrýna hina kristnu. Manni finnst oft á tíðum kristið fólk engan veginn hafa skoðanir í samræmi við boðskap Jésú Krists. Núna sér maður hlakka í ýmsum sem þykjast rétttrúaðir. En eru í raun með hugarfar fótboltabullunnar!
Auðun Gíslason, 14.2.2008 kl. 18:03
Sæll Teddi minn. Mögnuð grein, sérstaklega þetta: Það sem veldur mér mestum áhyggjum er að þessir kjánar eiga sér skoðanabræður hér á landi. Það virðist aðallega vera ungir menn úr hópi öfgasinnaðra frjálshyggjumanna, eflaust allir heilaþvegnir af Valhöll, auk nokkurra kristinna (að eigin áliti) öfgamanna, sem styðja ríkisrekin hryðjuverk Bandaríkjanna í Írak og Ísraela í Palestínu." EKKERT VERIÐ AÐ SKAFA AF ÞVÍ.
Þetta er auðvita heimskulegt að hella olíu á eld eins og í þessu tilfelli. Vinkona mín sem er dönsk var úti á Spáni þegar þessar teikningar birtust í fyrsta skipti. Fólkið vissi að hún væri dönsk þó hún byggi á Íslandi. Henni var hótað lífláti, hótað að vera skorin á háls. Hún gat forðað sér heim í íbúð og leigusalinn hennar ók henni og vini hennar upp í sveit þar sem þau biðu eftir fyrsta flugi á milli Spánar og Íslands. Það var ekki flogið þangað í nokkra mánuði í kringum jólin. Hún var lengi að jafna sig eftir þetta og var mjög vör um sig í marga mánuði eftir að hún kom heim til Íslands. Friðarkveðjur
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.2.2008 kl. 18:38
John Stuart Mills (1859) segir að bann við málfrelsi sé "þjófnaður af mannkyninu" Sá sem bannar skoðun mína skaðar ekki aðeins mig heldur einnig þá sem eru ósammála mér. Þeir sem eru ósamþykkir skoðuninni ættu síður en svo að óska þess að hún sé bönnuð
ætli þetta séu ekki orð í tíma töluð læt þar við sitja
Linda, 15.2.2008 kl. 01:16
Öllu frelsi fylgir ábyrgð. Ég er ekki að mælast til að það verði bannað að setja niðrandi teikningar í blöð. Ég er einungis að kalla eftir að menn hugsi áður en þeir framkvæmi.
Engum finnst í lagi að barn í skóla sé lagt í einelti og verji það á þeim forsendum að það sé skerðing á málfrelsi að koma í veg fyrir að nemendur að eyðileggi líf annars nemanda með niðrandi orðum.
Á sama hátt er ágætt að sýna nærgætni í birtingu efnis á opinberum vettvangi, sérstaklega þegar það er vitað að það eru til brjálæðingar sem svífast einskis.
Theódór Norðkvist, 15.2.2008 kl. 01:29
Mikið til í þessu hjá Auðni. Rósa, þetta er athyglivert sem þú segir. Það er erfitt að lifa í ótta.
Theódór Norðkvist, 15.2.2008 kl. 02:28
Sæll Teddi minn. Við vitum frá því fyrir tveimur árum að það var allt brjálað vegna þessara skopmynda og það var óþarfi að endurtaka þetta. Nóg er af hatrinu gegn okkur hér í vestræna heiminum. Óþarfi að vera að æsa upp þessa brjálæðinga. Þeir eru nógu brjálaðir fyrir. Og þá er ég bara að tala um öfgahópa múslíma en ekki alla múslíma. Shalom
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.2.2008 kl. 12:35
Ég er sammála ykkur Theodóri, Rósu og Auðni. Það sýnir algjört ábyrgðarleysi að birtar þessar myndir, hvað þá tivisvar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2008 kl. 07:34
Blessaður frændi! Rosalega flott blogg hjá þér "keep it up"!!
Sigurlaug 19.2.2008 kl. 22:52
Takk fyrir innlitið og hrósið, frænka. Kíki sennilega til ykkar um næstu helgi.
Theódór Norðkvist, 19.2.2008 kl. 23:17
Mér finnst þú mála andmælendur þína svolítið sterkum litum. Þeir eru ekki allir óvitar, hægri sinnaðir, rasistar, kjánar, ungir öfgafrjálslyndir eða hræddir litlir strákar sem þroskast aldrei. Ég sé ekki hverju þú hyggst ná fram með uppnefningum á þeim sem eru þér ósammála.
Ástæðan fyrir því að þessar myndir voru upphaflega birtar var að kasta ljósi á ótta menn við að styggja múslima. Mér finnst rangt að láta öfgamenn kúga sig með hótunum um ofbeldi. Ef þeir kæmu mótmælum sínum fram á siðaðan máta, væri ég sammála því að það væri rangt að særa tilfinningar annara með þessum teikningum. En ég get ekki keypt þau rök að við ættum að forðast að styggja þá af ótta við ofbeldi þeirra.
Jeremía, 21.2.2008 kl. 23:40
Kannski málaði ég óvitana í full sterkum litum, ég skal játa það. Mér fannst bara rangt að vera að kynda undir hatur og morðæði í fjölmiðlum.
Það má alveg sýna átrúnaði manna virðingu og ekki hæðast að honum. Við sem erum trúhneigðir og trúum á Krist viljum ekki láta hæðast að trú okkar. Við eigum að koma eins fram við aðra trúarhópa, svo lengi sem það er ekki einhver rugltrú, eins og satanismi.
Ef um er að ræða ofstopafulla trú, t.d. öfgasinnaða múslima og kristna, þá eigum við að berjast við villu þeirra með upplýsingu, ekki niðrandi háði. En ég missti stjórn á mér varðandi óvitaskap dananna og skoðanabræðra þeirra, því þeir eru að leika sér að mjög hættulegum eldi.
Let sleeping dogs lie!
Theódór Norðkvist, 21.2.2008 kl. 23:47
Teddi, elsku vinur minn, mér fannst þetta skemmtilega skrifaður pistill en ég er algjörlega ósammála þér.
Er búin að svara þér á mínu bloggi varðandi Ólaf....
Halla Rut , 22.2.2008 kl. 01:49
Takk fyrir, elsku vinan. Ég sá svarið og virði þína afstöðu. Ætli við verðum þá ekki sammála um að vera ósammála.
Theódór Norðkvist, 22.2.2008 kl. 02:31
Er sammála þér Teddi. Vissulega bregðast Múhameðs-öfgahóparnir rangt við, með sínu gegndarlausa ofbeldi og hótunum um slíkt. Hinsvegar fannst mér það samt rangt og óþarfi að birta þessar myndir aftur. Góð líking af drengjunum með eldspýturnar.
Málfrelsi verður að notast af virðingu. Maður viðrar skoðanir sínar um hluti, en fer ekki í persónulegt niðurrak og trúarskoðananíð. Allavega viljum við hin kristnu meina að við sýnum öðrum trúuðum smá umburðarlyndi, kannski að undanskyldum þeim sem beita aðra kúgun og ofbeldi.
Bryndís Böðvarsdóttir, 24.2.2008 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.