Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Frá því árið 2000 hafa 14 ísraelsmenn látist vegna eldflaugasendinga frá Gaza. Á sama tíma hafa um 5000 palestínumenn verið líflátnir af ísraelsher, menn konur og börn. Án dóms og laga. Á sama tíma er allri palestínsku þjóðinni haldið í gíslingu og varðhaldi, heimili eyðilögð, raforkan fjarlægð, aðgangur að heilsugæslu stórlega skertur, aðgangur að atvinnu og menntun stórlega takmarkaður.

Með fullri virðingu fyrir þeim þjáningum sem ísraelsmenn búa við og því tapi sem þeir hafa orðið fyrir, finnst mér ákaflega erfitt að skilja hvernig þeir geta réttlætt þann hörmulega veruleik sem sem þeir hafa skapað fyrir bræður sína palestínumenn. Ég get ekki trúað því að þeir hafi nokkurn tíman haft raunverulegan áhuga á friði og að lifa í sátt með palestínumönnum. Þeir hafa haft alla möguleika á því að skapa rými fyrir þann frið. Það verður ljósara með hverjum deginum sem líður, með hverju hundraði af palestínumönnum sem liggja í valnum, að hið eiginlega markmið ísraelsmanna er að losna algerlega við palestínumenn og sölsa gervalt land þeirra undir sig.

Því meir sem ég veit um allt þetta mál, því meir sem ég les um þetta og því fleiri vitnisburði sem ég heyri, þeim mun vissari verð ég í minni sök.

Palestínumenn eru engir englar heldur. Þeirra hlutskipti er hins vegar það sama og gyðinganna í seinni heimstyrjöld; hinir ofsóttu. Kannski þeim verði úthlutað landi einhverstaðar í framtíðinni þar sem þeir geta velt þessum hörmungum yfir á einhverja enn aðra og haldið þannig sögunni gangandi?

Jonni, 10.3.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mikið til í þessu, Jonni. Af hverju er þessi frétt, eða svona fréttir ekki í íslenskum fjölmiðlum, eða hjá stærstu ensku fréttastofunum?

Er það kannski vegna þess að Ísraelsmenn sigta slæmu fréttirnar út, sem koma þeim illa? Eða er það vegna þess að það þykir ekki lengur frétt að Ísraelsher myrði óbreytta varnarlausa borgara?

Ég las á öðrum fréttavef að leyniskyttan hafi ætlað að drepa vígamann, sem forðaði sér og hann skaut óvart stúlkuna. Þetta væri fyndið ef ekki væri um að ræða líf 12 ára stúlku. Ísraelskar leyniskyttur eru þær nákvæmustu í heimi og hitta þann sem þeir ætla sér að hitta.

Theódór Norðkvist, 11.3.2008 kl. 09:47

3 Smámynd: Jonni

Íslenskir fjölmiðar láta greinilega mata sig og nenna ekki að bera sig eftir upplýsingum. Þeir eru því auðveld bráð fyrir þá bjöguðu upplýsingamiðlun sem ísraelsmenn matreiða. Ísrael hefur komið á laggirnar ótal samtökum og stofnunum sem hafa það eitt að markmiði að miðla sjónarhorni ísrael. Ísraelsmenn eru greindir menn og gáfaðir og vita að þetta stríð vinnst ekki á vígvellinum heldur í fjölmiðlum og almenningsáliti heimsins.

Halló mbl!!! Hvað varð um þessa frétt?

Jonni, 11.3.2008 kl. 10:22

4 Smámynd: Jonni

Nú er ég búinn að senda þessa frétt á þá og svo er bara að sjá hvort þeim finnst þetta vera frétt eða ekki. Kannski er það góð hugmynd, fyrst þeir eru svona latir, að senda svona fréttir á þá þegar við finnum þær?

Jonni, 11.3.2008 kl. 10:27

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tvímælalaust. Ég fann þessa frétt á heimasíðu Ísland-Palestína samtakanna. Þeir standa vaktina á þeim bænum.

Theódór Norðkvist, 11.3.2008 kl. 10:30

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

..leyniskyttur gerðu það sama í júgóslaviu stríðinu. Það tapa allir á stríði nema vopnasalar...það er ekki hægt að standa með neinum í stríðsátökum, þau eru bara allt of ógeðsleg til þess...

Óskar Arnórsson, 11.3.2008 kl. 16:06

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Óskar, málið snýst um að fá Ísraela til að fara að samþykktum Sameinuðu þjóðanna, Genfarsáttmálanum og alþjóðlegum lögum. Það hafa þeir ekki gert og Bandaríkin hafa staðið eins og varðhundur í veg fyrir að þeir hafi verið þvingaðir til að gera eitthvað í sínum málum.

Í fordæmingu á stríðsglæpum Ísraela felst engin viðurkenning á hryðjuverkum araba. Munurinn á þessum tveim aðilum er samt sá að Ísrael er hersetuþjóðin og sem slík ber hún ábyrgð á hinum herteknu. Þeirr ábyrgð hafa þeir brugðist og þeir hafa gert allt til að gera tilveru fanga sinna að helvíti á jörðu.

Theódór Norðkvist, 11.3.2008 kl. 16:22

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er síður en svo að verja hryðjuverk Ísraelsmanna! Þeir eru bara með kverkatak á fátæki fólki sem hvorki á ofan í sig eða á, né vopn til að verja sig..en persónulega fordæmi ég öll stríð og ofbeldi...svelti og matarleysi fyllir fólk örvæntingu og  Ísraelsríki væri nær að rétta fram aðstoð og sína meiri mannúð en þeir hafa gert hingað til...og fá kannski stuðningsmenn sína eins og USA að gera slíkt hið sama...

Óskar Arnórsson, 11.3.2008 kl. 19:27

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég átti við að þegar ég fordæmi stríðsglæpi Ísraela þá er ég ekki að viðurkenna að hryðjuverk araba séu réttlætanleg. Ísrael ætti að sjálfsögðu að veita Palestínuaröbum aðstoð og ber skylda til þess samkvæmt alþjóðalögum.

Jonni, ætlaði mbl.is að birta fréttina?

Theódór Norðkvist, 11.3.2008 kl. 19:45

10 Smámynd: Jonni

Nei, þeir nenntu því greinilega ekki. Ég ætla samt að halda áfram að senda á þá fréttir sem ég finn.

Jonni, 12.3.2008 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 104770

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband