11.3.2008 | 22:10
Sniðgöngum bandarísk fyrirtæki sem styðja Ísrael
Bandaríkin eru það ríki sem dæla mestum peningum í Ísraelsríki og halda þannig lífi í aðskilnaðar- og kúgunarstefnu Ísraelsríkis gagnvart Palestínuaröbum. Ein ágætis leið til að berjast gegn mannréttindabrotum Ísraelsríkis er þar af leiðandi að sniðganga vörur frá fyrirtækjum sem styðja Ísrael með beinum styrkjum til ríkisins, eða með því að fjárfesta í landinu.
Hér getur að líta helstu vörumerki bandarískra fyrirtækja, sem eru hliðholl Ísrael, mörg þeirra þekkt hér á landi. Meiri upplýsingar fást með því að smella á vörumerkin.
Ég hvet þá sem vilja berjast gegn mannréttindabrotum Ísraelsmanna að sniðganga þessi vörumerki:
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 104916
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
takk
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.3.2008 kl. 22:59
Þeir dæla líka mestir manna peningum inn til Palestínu araba. Eigum við kannski lík að hætta að kaupa þessa hluti vegna þess, eða peningana sem fara til Darfur, hmmm....
Linda, 13.3.2008 kl. 14:30
Ekkert hernám hefur staðið jafnlengi og hernám Ísraela á Gaza og Vesturbakkanum. Flóttamannavandamál Palestínuaraba er það mesta í heiminum, frá engri þjóð eru jafnmargir flóttamenn.
Aðstoð við Palestínuaraba er mun minni en aðstoð við Ísraelsmenn.
Munurinn á Súdan og Ísrael, er sá að Ísrael á að heita lýðræðisríki og hefur náið viðskipta- og menningarlegt samband við Vesturlönd.
Ef þeir eru ekkert betri en verstu þriðja heims ríki í kúgun og mannréttindabrotum þá augljóslega eiga Vesturlönd ekkert að hafa saman við þá að sælda, ef við viljum halda uppi háum mannréttindastaðli.
Bandaríkin komu í kring visðkiptabanni á Írak vegna þess að Saddam Hussein notaði fé sem skapaðist af viðskiptunum í að byggja upp herinn, herða tökin á þjóð sinni og ógna nágrannaríkjum.
Eigum við þá ekki að gera það sama við Ísrael? Þeir nota gróðann af viðskiptalífinu í að efla herinn og kúgun sína á Palestínuaröbum.
Theódór Norðkvist, 13.3.2008 kl. 14:41
lestu þettaáður en þú heldur áfram svona öfgakenndu Bulli. Nú hvað um Jórdana, eigum við ekki líka að sniðganga þá fyrir framferði þeirra gegn eigin fólki "svarti september" kemur ofarlega í huga, sem og að þeir neituðu að leyfa fjölskildu fjöldamorðingjans(sem myrti 8 í Ísrael) í Jórdan að setja upp "sorgartjald" og flagga "Hamas fánum"...,hmmmm, nú hvað um Egypta eigum við þá ekki bara að fara í viðskiptabann við þá ég meina þeir eru með múr við sýn landamæri´...og þeir hleypa ekki palestínu mönnum yfir landamærin sýn í mannúðarskyni.. oh en Ísrael gerir slíkt..en þú vilt ekki að það fréttist..hmmm
Það má þess geta að Ísrael leyfði hinsvegar fjölskildu fjöldamorðingjans í Jerúsalem að setja upp sorgar tjaldið og flagga Hamas fánum og gleðjast yfir því að sonur þeirra væri nú píslavottur fyrir Allah og Hamas.. en vissulega vilt þú ekki að slíkt fréttist..hmmm.
Linda, 13.3.2008 kl. 15:36
Egyptar eru ekki hernámsþjóðin á Gaza, Ísraelar eru það. Ísrael er bandamaður Vesturlanda í mörgum skilningi, Egyptar og Jórdanir eru það ekki.
Egyptar og Jórdanir eru ekki að fremja þjóðernishreinsanir á Palestínuaröbum, það eru Ísraelar að gera, þó ekki sé hægt að neita því að mörg arabaríkin brjóta mannréttindi í stórum stíl á sínum þegnum.
Viðskipti Vesturlanda við Jórdaníu og Egyptaland eru frekar lítil. Ég er alveg til í að skoða viðskiptabann á þessar þjóðir, ef þær fara af stað með þjóðarmorð í stíl við Ísraela.
Ég tel hinsvegar að mannréttindabrot þeirra séu ekki eins alvarleg og glæpir Ísraelsmanna gegn Palestínuaröbum, þrátt fyrir að þessar þjóðir kenni sig ekki við Guð Ísraels.
Þessi lönd eru samt sennilega einhver þau mannúðlegustu í Miðausturlöndum, miklu mannúðlegri en Saudi-Arabía, helsti bandamaður Bandaríkjanna á svæðinu. En lítrinn af olíu hefur alltaf verið dýrari en lítrinn af blóði í augum Bandaríkjastjórnar.
Theódór Norðkvist, 13.3.2008 kl. 15:54
aaaaah ok, ef þú segir.."þjóðernishreinsanir " ooooook,þér er ekki alvara ..um..þú telur að mannréttindabrot þeirra séu ekki eins alvarleg" EIiiiiiiNMITT hvenær eru mannréttinda brot ekki alvarleg punktur. "Þau mannúðlegustu" ooooooooook" ekki alveg en það er önnur umræða, þínu kristnu trúbræður þar á bæ væru ekki sammála þér ..oh nei.
Hér er annað rit fyrir þig að lesa, svona til það þú hafir sögulegt samhengi þegar það kemur að samskiptum Ísraela og þeirra sem þar hafa setið áður..merkileg lesning....þ.a.s. gefur þessum deilum athyglisvert sjónarhorn..
Linda, 13.3.2008 kl. 16:40
Ég kalla það þjóðernishreinsanir þegar fólk er skipulega hrakið af lendum sínum með fjöldamorðum eða ógnunum um fjöldamorð, hús þeirra eyðilögð og allt saman brot á Genfarsáttmálanum um meðferð hertekinna svæða.
Hvað vilt þú kalla það, Linda, landhreinsun?
Theódór Norðkvist, 13.3.2008 kl. 17:16
Fólk verður að hafa átt eða verið hluti af ríki til þess að vera hrakið af landi. Þannig er það nú bara. Palestína hefur aldrei verið ríki, heldur svæði, á þessu svæði var Land og þjóð sem var og er sem heitir Ísrael. Þetta er ekki sérlega flókið. Þjóðernishreinsanir eru Rúvanda t.d. Darfur annað dæmi og já alveg rétt helför. Gyðinga í seinni heimstyrjöld, slíkt er "þjóðernishreinsanir".
Palestínu ARABAR eru beittir óréttlætti sinna eigin manna, þeir eru notaðir til að beita Ísrael, þeir eru afsökun til þess að hata hinn vestræna heim, Íran er dyggasti stuðningsmaður "Hamas" og Hezbollah í Líbanon. "Hamas" skæruliðarnir eru þeir sem misnota sitt eigið fólk þ.á m. börn, hvers konar fólk klæðir börn sín í sjálfvígs sprengju fatnað, hverskonar fólk gefur 2 ára barn vopn til að bera, hvers konar fólk sendir vangefna til að sprengja saklausa borgara..... Hvers konar fólk heldur sínu eigin fólki í Gíslingu vegna Haturs....en, þetta á víst ekki tala um..því þá er maður vondur við aumingja Pallanna sem eru litlir varnalausir skæruliðar með milljónir í bönkum víð um heim...en vissulega er það sjálfsagt líka samsæriskenning...
En ok, ég er hætt, við verðum ekki sammála og þannig er það nú bara.
Linda, 13.3.2008 kl. 17:57
Við getum deilt um hver á rétt á landinu framar öðrum, en við þurfum ekki að deila um staðreyndir. Þú ferð með nokkrar staðreyndavillur sem ég verð að leiðrétta.
Palestínuarabar hafa búið á landsvæðinu, þar sem nú er Palestína og Ísrael frá því á tímum Rómverjanna. Þar hefur reyndar verið eitthvað örlítið af Gyðingum. Ríkið Ísrael hefur ekki verið til, að undanskildum biblíulegum tímum, nema síðan 1948.
Söguleg rök fyrir rétti Gyðinga á Palestínu eru því hæpin, þá eru bara trúarlegu rökin eftir, sem margir draga í efa.
Arabaríkin gera reyndar ýmislegt til að þrýsta á að Palestínuarabar fái lausn sinna mála, t.d. hefur Arabandalagið beitt sér fyrir viðskiptabanni á fyrirtæki sem fjárfesta í Ísrael.
Hamas hefur aðeins verið við lýði í 16 ár, en Ísraelar hafa framið þjóðernishreinsanir á Palestínuaröbum í 60 ár. Það er því ekki hægt að kenna Hamas um glæpi Ísraelsríkis.
Theódór Norðkvist, 13.3.2008 kl. 18:34
Palestínu ARABAR hafa ekki búið á svæðinu frá "time immorial" þá sem þú ert að tala um er filestínar og það voru ekki arabar heldur eiga ættir sínar frekar til Sýrlands eða Egyptalands, nú fyrir utan það þá voru Tyrkir þarna líka. Þetta er al besta lygi Palestínu samsæris pressunnar.
Sögulega rök Gyðinga á svæðinu hæpin, eiiiiiiinmitt, það skiptir sjálfsagt engu mála að helstu fornleyfa fræðingar heims eru þér gjörsamlega óssammála..
Ef þú vilt draga trúarlegu rökin, þá skaltu skoða eina ferðina enn greinina sem ég setti inn hér fyrir ofan, því ef því vilt ekki taka trúarleg rök Gyðinga sem mikilvæg í þessu samhengi, þá verður þú að taka trúarleg rök Íslams sem rök í þessu samhengi..oh vá alveg rétt þau eru engin "samkv. Qur'an" og frænda sjálfs Muhamads..þetta mundir þú vita ef þú hefðir lesið greinina sem ég benti á...
Arabaríkin gera nákvæmlega ekkert fyrir palestínu menn nema halda þeim gíslingu í samræmi við eigin geðþótta og propganda vilja. .
Það er vel hægt að kenna "Hamas" um ástandið, það má segja að rótin á þeim vanda sé í PLO sem gerðu hvað Teddi? ok, eina ferðina en, höfnuðu stærra landsvæði en þeir hafa í dag, fullkomnu sjálfstæði, hvers vegna...vegna þess að það hentaði ekki Y. Arafat og hans mönnum að hafa Gyðinga í Ísrael, það hentar nefnilega engum´af nágrönum Ísraels að hafa Gyðinga í heimalandi sínu, en það hentar þeim vel að hafa vesalings palestínu arabana þar sem þeir eru í dag, sem propaganda vopn. Ömurlegt ástand sama hvernig á það er litið.
Svona er það nú.
Linda, 13.3.2008 kl. 21:31
Samkvæmt þessari heimild voru íbúa Palestínu á 1. öld aðallega Gyðingar, sem höfðu snúist til kristni eða heiðni, þjóðir sem Rómverjar fluttu inn í landið og þjóðir sem höfðu búið þar öldum saman. Arabar byrjuðu að flytjast til landsins á 7. öld e. Kr. Síðan skiptust krossfararnir og Múslimar á að hafa yfirráð yfir landinu. Það merkilega er að krossfarar leyfðu Gyðingum ekki að flytjast til landsins, en Múslimar og Arabar opnuðu yfirleitt fyrir straum Gyðinga þegar þeir höfðu yfirhöndina í landinu!
Það er enginn fótur fyrir ásökunum þínum um að arabaríkin noti flóttamannavandamál Palestínu sem áróðursvopn gegn Ísrael og geri þess vegna ekkert. Arabaríkin hafa þrisvar farið í stríð gegn Ísrael, en tapað og beitt sér fyrir viðskiptaþvingunum á ríkið.
Theódór Norðkvist, 13.3.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.