Fréttatilkynning forsætisráðuneytisins er full af rangfærslum. A.m.k. þarfnast hún útskýringa.

Ekki fæ ég betur séð en að fréttaskýring forsætisráðuneytisins sé krökk af rangfærslum. A.m.k. vil ég gjarnan fá skýringar á mörgum atriðum í henni.

Í fréttatilkynningunni segir orðrétt: 

"Forsætisráðherra og utanríkisráðherra sátu leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Búkarest 2. til 4. apríl. Til fararinnar var leigð þota af gerðinni Dornier 328-310ER af flugfélaginu IceJet. Upphaflega stóð til að úr forsætisráðuneyti færi forsætisráðherra, eiginkona hans, aðstoðarmaður og tveir embættismenn. Frá utanríkisráðuneyti stóð til að færu utanríkisráðherra, aðstoðarmaður og þrír embættismenn. Alls 10 manns. Búið var að bóka flug til Búkarest í gegnum London með gistingu þar.

Dagskráin í Búkarest hófst það snemma þriðjudaginn 2. apríl að ekki var hægt að komast þangað með áætlunarflugi á einum degi."

2. apríl var miðvikudagur. Þetta er smáatriði, en klaufalegt að sjá svona staðreyndavillu í tilkynningu frá æðstu valdastofnun þjóðarinnar. Var ferðin svona dýr að þeir hafa ekki efni á að láta prófarkalesa fréttatilkynningar?

"Kostnaður við áætlunarflug, hótel og öryggismál var um 3,7 milljónir króna.
IceJet bauð leigu á þotunni á einstöku kynningarverði, 4,2 millj. króna. Með því að nýta þann kost var hægt að leggja af stað 2. apríl og komast heim þann 4."

Í fyrsta lagi þá er engin sundurliðun á þessari tölu upp á 3, 7 milljónir króna. Er ég svona vitlaus, en eru ekki dagpeningar ráðamanna ætlaðir til að mæta kostnaði þeirra við hóteldvöl? Þegar ég er að fara á námskeið í bænum sem ríkisstarfsmaður fæ ég dagpeninga (að vísu bara brot af dagpeningum ráðherra), en ég fæ ekki fría gistingu á hóteli.

Í öðru lagi var enginn kostnaður við hótel og öryggismál fyrst ráðherrar og fylgdarlið þeirra tók einkaþotu? Gistu þau í þotunni og var engin öryggisgæsla fyrir hópinn?

"Þá spöruðust um 5 vinnudagar alls sem reikna má á u.þ.b. 200 þúsund kr. og dagpeningar upp á um 100 þúsund kr. Þetta fyrirkomulag gerði mögulegt að nýta mánudaginn 1. apríl til fundahalda, m.a. funduðu forsætisráðherra og utanríkisráðherra með bankastjórn Seðlabankans síðdegis 1. apríl."

Í þriðja lagi veit ég ekki betur en ráðherrar og undirsátar þeirra séu á föstu kaupi, hvort sem þau eru í svokölluðum opinberum erindagjörðum í útlöndum, eða rífast í þinginu og úti í bæ. Hvernig sparaðist launakostnaður í þessari ferð? Auk þess er hægt að vinna ýmislegt í gegnum tölvu og fjarskipti, semja ræður sem enginn nennir að hlusta á, afgreiða skrifleg erindi o.m.fl.


Hér á eftir fylgja útreikningar mínir, þar sem borinn er saman kostnaður við ferð ráðherranna á NATO-fundinn miðað við að taka Saga Class, dýrasta almenna farrýmið sem til er, eða einkaþotu.

Inn í þetta vantar kostnað við hótel eða öryggismál, en eins og ég rek hér að framan ætti hann að vera svipaður og líklega bar ungverska ríkinu að standa straum af öryggiskostnaði, án þess að ég geti fullyrt það.

Fyrst vil ég nefna að ég notaði bókunarvél Flugleiða á vefnum og fann út að far til London miðað við 6.-10. maí væri rúmar 91.000 kr. Til einföldunar reikna ég með far frá London til Búkarest á viðskiptafarrými kosti svipað, en líklega væri sá leggur ódýrari. Flugleiðir eru ekki ódýrasta flugfélag í heimi, það vita allir.

Dagpeningar eru reiknaðir út frá fréttatilkynningunni, 40.000 á mann í einn dag. Þá er eflaust reiknað með gistingu og fæði, samkvæmt tilkynningu ferðakostnaðarnefndar. Miðað við dæmið mitt ættu dagpeningar ekki að greiðast nema í 4 daga, þ.e. hálfan þriðjudaginn og hálfan laugardaginn. Ég reikna samt með 5 dögum, sem minnkar muninn einkaþotunni í hag.

Utreikningar

Það munar sem sagt 1.600.000 miðað við ofangreindar forsendur.

Gaman væri að fá viðhlítandi skýringar á þessu frá málsvörum ríkisstjórnarinnar. 


mbl.is Þotuleigan var 4,2 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir spöruðu dagar eru fyrir 10 manns og eru því 20 manndagar ef svo má segja.  Þó svo að launakostnaður sé sá sami græðir ríkið í raun 20 daga í vinnu hjá þessum mönnum (þeir geta unnið í stað þess að láta sér leiðast á flugvöllum og á hótelum) og til að meta þessa daga til fjár hljótum við að miða við laun þeirra.  20 dagar í vinnu eru í raun ca. einn mánuður og því sparast u.þ.b. ein mánaðarlaun við þetta.  Nú er ég alls ekki viss um hver meðalmánaðarlaun þessarra manna eru... en 1,6M er örugglega ekki fáránlega langt þar í frá.

Gunnar 8.4.2008 kl. 21:54

2 identicon

Kostnaður við ferðina er í samhengi við bruðl ríkisstjórnarinnar (báknið burt Geir!) er bara krækiber í helvíti.

Í blaðaviðtali við Íslenskan framkvæmdamann sem er að byggja verslunarmiðstöðvar í   Rússlandi kom fram að hann ferðast alltaf "afturí" þ.e. á ódýrustu fargjöldunum. Með þessu er hann að senda öllum starfsmönnum fyrirtækisins ákveðin skilaboð sem eru að fyrst forstórinn ferðast á ódyrasta fargjaldi, þá get ég ekki farið á fyrsta farrými.

Hrokagikkurinn Geir er að fara í hina áttina og er þar að auki með rök sem ekki halda vatni, með því að telja Saga class fargjöld, gistingu og dagpeninga fyrir eiginkonuna og ráðuneitisstarfsmenn sem ekki fóru til Búkarest, þá verður samanburðurinn hagstæðari. Hann er einnig að reyna að segja fullorðnu fólki að ef hann hefði ekki farið með einkaþotu til Svíþjóðar, þá hefiði hann verið 2 sólahringa að farahvora leið.

Kjósedur eru fífl og ég má bruðla með peningana þeirra!!!

GJ 

Garðar 8.4.2008 kl. 22:07

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gunnar: Þú sást að ég benti á að þeir í mesta lagi 2 viðbótardagar sem fólkið þarf að híma á hóteli eða flugstöðvum, ef tekið hefði verið áætlunarflug þurfa ekki að vera dauðir dagar. Það er hægt að vinna eitthvað í tölvunni, sérstaklega á Saga Class, þar sem er toppinternetaðgangur og öll vinnuaðstaða sem þarf fyrir fólk í æðstu stöðum. Vinnutapið þarf þannig alls ekki að vera 20 dagar, þ.e. 2 á hvern þessara 10. Reyndar er a.m.k. einn maki í hópnum (þarf kona Haarde dagpeninga?) Ég er auk þess á því að alveg hefði að ósekju mátt fækka í hópnum. Persónulega stórefa ég að starf og tími þessara embættismanna sé svona dýrmætur.

Garðar: Góð og þörf ábending. Þessir menn hafa enga afsökun og yfirklór þeirra er aumt.

Theódór Norðkvist, 8.4.2008 kl. 22:35

4 identicon

Takk fyrir útskýringarnar :) ekki vanþörf á þeim fyrir mig !  Þetta eru bara bruðlarar af versta tagi sem geta verið að spreða á meðan þeir segja fólkinu í landinu að herða sultarólina, alveg ótrúlegt lið .

Harpa 8.4.2008 kl. 23:23

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nákvæmlega.

Theódór Norðkvist, 8.4.2008 kl. 23:27

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Erlingur, það skiptir ekki öllu hvort munurinn er ein eða tvær milljón á þessum tveimur ferðamátum. Aðalatriðið er að forsvallsráðuneytið fullyrðir að munurinn sé 200.000 og eins og ég hef sýnt fram á bendir flest til að þeir séu að ljúga.

Ef forsætisráðherra þjóðarinnar bregst ókvæða við þegar ráðuneyti hans er sakað um bruðl og beinlínis lýgur að þjóðinni um málið á hann að segja af sér á stundinni.

Theódór Norðkvist, 9.4.2008 kl. 13:17

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gott innlegg Theódór. Mér sýnist að samfélagið sé alltaf að færast nær því að sætta sig við blákaldan lygaþvættingin úr ráðamönnum við öll möguleg og ómöguleg tilefni.

Haukur Nikulásson, 9.4.2008 kl. 17:05

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Góður Theódór. Láttu ekki deigann síga.

Með kveðju,

Baldur F.

Baldur Fjölnisson, 9.4.2008 kl. 22:27

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir góða kveðju, Baldur. Margt gott hjá þér líka á þinni síðu. Þarf að vera duglegri að kíkja þangað.

Theódór Norðkvist, 9.4.2008 kl. 23:09

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, og takk fyrir þitt innlegg, Haukur N.

Theódór Norðkvist, 9.4.2008 kl. 23:09

11 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Stattu vaktina Teddi ekki er vanþörf á svo mikið er víst.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 10.4.2008 kl. 07:13

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég held það veiti ekkert af, Úlli. Sjáum hvort einhver geti hrakið þessar tölur. Spurning hvort ég sendi þetta til ráðuneytisins og biðji þá um að svara formlega.

Theódór Norðkvist, 10.4.2008 kl. 10:37

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Flott hjá þér. Skora á þig að senda þetta í ráðuneytin og einnig í dagblöðin.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.4.2008 kl. 12:41

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir hlýjar kveðjur Rósa. Viltu vera svo væn að opna fyrir athugasemdir mínar á síðunni þinni. Ég skal vera stilltur strákur.

Theódór Norðkvist, 15.4.2008 kl. 15:54

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur.

Hvað ætlar þú að gera þegar ég kannski birti grein um Ísrael um miðjan maí?

Ég skal vera stilltur strákur Ég tek séns. Guð hjálpi mér.

Mundu að Jesús elskar þig. Þú er dýrmætur í hans augum.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.4.2008 kl. 01:16

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka þér fyrir Rósa. Ég get sýnt sjónarmiðum annarra skilning. Þú ert að gera mjög góða hluti á síðunni þinni.

Theódór Norðkvist, 16.4.2008 kl. 09:21

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn.

Yndislegt að við höfum náð sáttum. Ég lifði í voninni að það yrði og ég ætlaði að opna fyrir þig einhvern tímann og ætlaði bara að leyfa þér að komast að því sjálfur en fallega bónin þín flýtti fyrir þeirri ákvörðun sem ég var búin að taka fyrir löngu. Ég ætlaði bara að gefa þessu tíma og leyfa Guði að lækna þetta allt í rólegheitum. Takk fyrir hólið. Ég viðurkenni að ég hugsa bara þegar fólk er að hæla mér svona að þau þekkja mig ekkert og hvort sé ekki í lagi heima hjá þeim fyrst þau láta svona.  

Úff ég er ekkert hrifin af þessu með allt þetta hól.

Verum í bandi og ég vona að tölvupósturinn sem ég sendi hafi komist til þín. Sátt

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.4.2008 kl. 11:27

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þar sem við erum bæði Orðsins fólk, er gott orð um þetta í Orðskviðunum 25:27:

Það er ekki gott að eta of mikið hunang, ver því spar á hólið.

Theódór Norðkvist, 16.4.2008 kl. 11:56

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur. Einmitt ver því spar á hólið. Og svo er ekki gott að borða of mikið hunang svo að við fáum ekki fleiri björgunarhringi. Ég vil ekki fleiri. Á nógu marga.

Guð blessi þig. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.4.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 104698

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband