27.4.2008 | 22:41
Ég vil ekki smákökur!
Ég á við í tölvuna hjá mér. Ekki raunverulegar smákökur. Ég borða þær með bestu lyst ef ég kemst í þær.
Síðan ég lokaði fyrir cookies hjá mér, smákökur eða dúsur í íslenskri þýðingu, finna njósnaforritaleitarvélarnar hvorki njósnaforrit, trójuhesta né veirur. Þetta er allt annað líf.
Smákökur eru litlar skrár sem heimasíður setja inn á tölvur hjá gestum sínum. Stundum eru þessar skrár notaðar til að fylgjast með umferð fólks á netinu í þeim tilgangi að geta birt auglýsingar í vafra netnotenda, sem mögulega geta náð til þeirra.
Verstu smákökurnar eru í raun njósnaforrit sem geta náð tökum á tölvu netnotandans. Þá verður tölvan alveg stjórnlaus, gluggar spretta upp með alls kyns auglýsingum og í verstu tilfellunum hrynur tölvan.
Reyndar er ég með undantekningar, þar sem smákökur eru leyfðar. Það eru síður sem þarf að skrá sig inn með notendanafni og lykilorði, s.s. heimabankinn.
En að öðru leyti vil ég ekki smákökur á harða diskinn, bara matardiskinn.
Þá er tölvukennslustundinni í kvöld lokið. Góðar stundir.
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammál, þessar kökur eru leiðinlegar. Megi þær fjúka í veður og vind.
Aron Björn Kristinsson, 27.4.2008 kl. 23:28
Sæll Teddi og takk fyrir kveðjurnar um okkar stormasama samband! hehehe ... sem ég mótmæli ekki ,
En þetta er hárrétt athugað hjá þér, og eru þessar "cookies" ekki alltaf af hinu góða. En til þess að losna alfarið við svona ófögnuð (og hraða á tölvunni um leið) þá er æskilegt að nota forrit eins og Adaware, það nær því sem vírusvörnin nær ekki. Vírusvarnir eru nefnilega ekki sérstaklega hannaðar með "cookies" í huga.
Smelltu á þennan link til þess að ná í Adaware beint (þetta er innlent download) Annars er hægt að velja þetta hér, og heiti: aawsepersonal.exe - þetta er frá Hug.is sem afar góð og traust síða.
Þetta forrit skal nota að minnsta að kosti einu sinni í viku, og tekur þetta út allan laumuhugbúnað sem tölvan fær við það eitt að flakka um netið, sama hvaða síða það er. Eftir hreinsun þá verður tölvan mun viðbragðssneggri því hún þarf ekki lengur að hlaða inn þessum óvelkomnu kökum.
Ég eftirlæt yfirleitt bökurum til þess að framleiða kökur, en hafa þær samt sitt notagildi og eru ekki hættulegar hjá mbl blogginu.
Nördin hefur talað!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.4.2008 kl. 16:37
Takk fyrir nördaráðleggingarnar. Ég er reyndar með Ad-aware, en ekki með vírusvarnarforrit. Þarf ég að hafa vírusvarnarforrit líka? Önnur nördaspurning.
Nákvæmlega láta bakarana um kökurnar að mestu leyti.
Theódór Norðkvist, 28.4.2008 kl. 21:15
Já, það þarftu. AVG er t.d. gott vírusvarnarforrit sem ég hef notað í meira en tvö ár og ekki fengið vírus ennþá. Og er algjörlega FRíTT! Og meina ég frítt! "No strings attached!" Hér er hægt að ná í það, og mæli ég eindregið með að þú náir í það og notir.
Það er alls ekki nóg að hafa Ad-aware ... en með báðum þá ertu gulltryggður. Öryggið á oddinn Teddi minn! tíhí...
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.4.2008 kl. 09:59
Nákvæmlega, takk fyrir þetta Haukur.
Theódór Norðkvist, 29.4.2008 kl. 10:52
Ekki málið.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.4.2008 kl. 12:10
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.5.2008 kl. 13:42
Þessi kaka er miklu girnilegri en þær sem tölvurnar setja inn.
Theódór Norðkvist, 5.5.2008 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.