20.6.2008 | 00:13
Kristnir menn og lögmál Móse. Er það bindandi?
Ágætur bloggvinur minn, Halldór Magnússon (Mofi), skrifaði fyrir ekki löngu síðan færslu, þar sem hann varpaði fram þeirri spurningu hvort svínakjöt væri hollt og fullyrti að kristnir menn mættu ekki borða það vegna þess að í lögmáli Móse til Gyðinga er að finna blátt bann við neyslu svínakjöts.
Guðsteinn Haukur Barkarson, annar góður bloggvinur, skrifaði skömmu síðar færslu þar sem hann heldur fram að kristnir menn séu ekki bundnir af þessu banni við neyslu svínakjöts, sem er að finna í lögmáli Gyðinga.
Fjörugar umræður sköpuðust við báðar þessar færslur. Í stað þess að þylja upp rök með og á móti svínakjötsbanni hvet ég þá sem hafa áhuga á þessu atriði að lesa þessar færslur og athugasemdirnar.
Á hinn bóginn vil ég skoða svínakjötsmálið út frá því sjónarhorni hvort þeir sem taka við Jesú Kristi sem Drottni og frelsara í sínu lífi séu skyldugir til að halda öll ákvæði lögmáls Gyðinga, sem er ýmist kallað því nafni, en einnig lögmál Móse, eða bara lögmálið.
Almennur skilningur kristinna manna á lögmáli Móse er sá að tilgangur þess var að sýna Gyðingum fram á að maðurinn væri syndugur og ófullkominn frammi fyrir Guði og alls óhæfur til að lifa í nærveru Guðs, sem er sjálft lífið. Lögmálið var það margþætt og erfitt að halda að enginn gat haldið það að öllu leyti. Afleiðing syndafallsins var þannig aðskilnaður frá Guði og Jesús Kristur kom í heiminn til að brúa þennan aðskilnað og gera manninn hæfan til að öðlast samfélag við Guð á ný og þar með lífið.
Það skuluð þér því vita, bræður, að yður er fyrir hann [Jesú Krist] boðuð fyrirgefning syndanna og að sérhver, er trúir, réttlætist í honum af öllu því, er lögmál Móse gat ekki réttlætt yður af.
(Postulasagan 13:39)
Vér vitum, að allt sem lögmálið segir, það talar það til þeirra sem eru undir lögmálinu, til þess að sérhver munnur þagni og allur heimurinn verði sekur fyrir Guði, með því að enginn lifandi maður réttlætist fyrir honum af lögmálsverkum. En fyrir lögmál kemur þekking syndar.
En nú hefur réttlæti Guðs, sem lögmálið og spámennirnir vitna um, verið opinberað án lögmáls. Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa, sem trúa.
Hér er enginn greinarmunur: Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú. Guð setti hann fram, að hann með blóði sínu væri sáttarfórn þeim sem trúa.
Þannig sýndi Guð réttlæti sitt, því að hann hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir, til þess að auglýsa réttlæti sitt á yfirstandandi tíma, að hann sé sjálfur réttlátur og réttlæti þann, sem trúir á Jesú.
(Rómverjabréfið 3:19-26)
Þetta er í stuttu máli kjarni fagnaðarerindisins, aðalatriðið er trú, sem kemur fram í kærleika og góðum verkum.
Í 15. kafla Postulasögunnar er sagt frá því að á tímum frumkristninnar fullyrtu nokkrir menn úr hópi farísea er höfðu tekið trú á Jesú Krist enginn gæti orðið hólpinn nema með því að láta umskerast og halda lögmálið út í ystu æsar. Eftir miklar deilur um málið var ágreiningnum skotið til postulanna tólf og öldunga kirkjunnar. Þeir komust að eftirfarandi niðurstöðu:
Vér höfum heyrt, að nokkrir frá oss hafi óróað yður með orðum sínum og komið róti á hugi yðar, án þess vér hefðum þeim neitt um boðið...Það er ályktun heilags anda og vor að leggja ekki frekari byrðar á yður en þetta, sem nauðsynlegt er, að þér haldið yður frá kjöti fórnuðu skurðgoðum, blóði, kjöti af köfnuðum dýrum og saurlifnaði. Ef þér varist þetta, gjörið þér vel. Verið sælir.
(Postulasagan 15:24,28,29)
Neysla kjöts fórnuðum skurðgoðum, eða af köfnuðum dýrum er ekki algengt vandamál. Það er hinsvegar saurlifnaðurinn, fjórða atriðið í upptalningu postulanna. Hvergi eru fleiri helgarpabbar en á Íslandi, segir í kynningarmyndbandi með þekktri íslenskri bíómynd.
Það er ljóst af þessum orðum að það eru lagðar byrðar á hinn kristna. Allt blaður jakkafataklæddra sjónvarpsprédikara um að líf með Kristi sé endalaus veisla er tóm lygi. Nei, blóð, sviti og tár er það eina sem sá sem vill fylgja Jesú Kristi heilshugar getur verið öruggur um.
Það eru samt takmörk fyrir því hve miklar byrðar eru lagðar á hinn trúaða. Oft er sagt að Drottinn leggi ekki meiri byrðar á sitt fólk en það getur borið, með hjálp Hans. Og Hann veit hvar mörkin liggja.
Sumir lögmálshyggjumenn vilja leggja meiri byrðar á fólk en ástæða er til. Það er líka óhlýðni gegn Drottni. Guð sagði við Móse og Gyðingana í eyðimörkinni að þeir skyldu hvorki auka við boðorð Drottins, né heldur draga nokkuð undan. (5. Mósebók 12:32)
Það mikilvægasta í lögmálinu er tilgangur þess. Hann er sá að öðlast sigrandi líf í sátt við Guð og menn fyrir trúna á Drottinn Jesú Krist.
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svín eru alætur líkt og td. menn og rottur og snemma hafa menn vafalaust áttað sig á því að slík kvikindi væru ekki heppileg eða holl til átu. Þannig að ég held að fyrirmæli Biblíunnar og Kóransins í þessu sambandi séu mest sprottin af jarðneskum og praktískum ástæðum. Svín eiga þar að auki í ákveðnum erfiðleikum við að losa sig við eiturefni þar sem þau svitna ekki og tempra því hitann með því að velta sér í drullu.
Sjálfur forðast ég svínakjöt eftir fremsta megni, ekki þó fyrst og fremst vegna þess að ég telji kjötið sérstaklega óhollt heldur vegna siðlausrar verksmiðjuframleiðslu þessarra dýra.
Baldur Fjölnisson, 21.6.2008 kl. 23:27
Mjög góðir punktar, Baldur. Jóhannes Proppé bendir á í umræðunum hjá Hauki og Halldóri að mjög vel sé gætt að hreinlæti og mataræði hjá verksmiðjuræktuðum dýrum. Þannig að það ætti ekki að vera vandamál.
Hinsvegar tek ég undir með þér um siðlausa verksmiðjuframleiðslu. Hún lýsir sér m.a. í því að oftar en ekki er lítið vandað til fóðurins til að ná kostnaðinum við ræktunina niður og kannski meiri ástæða til að hafa áhyggjur af því en sjálfum dýrunum.
Theódór Norðkvist, 21.6.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.