Guus Hiddink. Þjálfari með sigursælan feril.

Óhætt er að fullyrða að þjálfaraferill Guus Hiddinks, þjálfara knattspyrnulandsliðs Rússlands, eigi sér fáar hliðstæður. Guus hóf knattspyrnuþjálfun hjá hollenska liðinu De Graafschap sem aðstoðarþjálfari. Árið 1987 tók hann við PSV Eindhoven og gerði þá að Evrópumeisturum meistaraliða Evrópu, en sá árangur jafngildir sigri í þeirri keppni sem í dag er kölluð Meistaradeild Evrópu.

Eftir stutta viðkomu hjá Fenerbache og Valencia var Hiddink ráðinn þjálfari hollenska landsliðsins árið 1995. Holland hafði á þeim tímapunkti á að skipa mörgum snjöllum leikmönnum, s.s. Dennis Bergkamp, Edgar Davids og Marc Overmars. Innbyrðis deilur og agavandamál komu í veg fyrir að hollenska landsliðið næði þeim árangri sem hægt var að ætlast til af svona sterkum leikmannahóp, en Guus tókst að halda nokkrum aga á liðinu.

Undir hans stjórn komst Holland í 8 liða úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Frökkum eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Honum tókst að koma liðinu í undanúrslit á HM 1998, þar sem þeir töpuðu fyrir Brasilíu, einnig að lokinni vítaspyrnukeppni.

Að loknu heimsmeistaramótinu sneri Hiddink sér aftur að þjálfun félagsliða, að þessu sinni á Spáni, fyrst Real Madrid, síðan Real Betis. Heimsmeistarakeppnin freistaði hans aftur og Guus ákvað að taka að sér þjálfun Suður-Kóreu þann 1. janúar 2001.

Fram að HM 2002 hafði Suður-Kórea ekki unnið leik á síðustu fimm heimsmeistaramótum. Guus Hiddink tókst hinsvegar að koma gestgjöfunum alla leið í undanúrslit, þar sem þeir töpuðu naumlega fyrir Þjóðverjum.

Þessu næst lá leiðin aftur til PSV Eindhoven, en ekki hafði hann sagt skilið við landsliðsþjálfun og nú varð ástralska landsliðið fyrir valinu. Hiddink kom andfætlingum á HM 2006 í Þýskalandi, þar sem liðið tapaði naumlega fyrir Ítölum í 16 liða úrslitum, en svo langt hafði Ástralía aldrei komist á heimsmeistaramóti.

Árangur Guus Hiddink með rússneska landsliðið á yfirstandandi Evrópumóti er nú þegar orðinn glæsilegur. Rússar mæta Spánverjum í undanúrslitum á fimmtudaginn og geta þar með leikið til úrslita í keppninni. Glæstur sigur þeirra á samlöndum Hiddinks vakti gríðarlega athygli, en margir töldu að Hollendingar ættu greiða leið í úrslit Evrópukeppninnar. Ekkert varð úr því eftir að Rússar yfirspiluðu þá í 8 liða úrslitum.

Þrátt fyrir glæstan þjálfaraferil er Guus Hiddink mjög hógvær maður. Það kom vel fram í viðtali við kappann eftir sigurinn á Hollandi. Hann kallaði sigurinn kraftaverk og hrósaði rússnesku landsliðsköppunum, þrátt fyrir að hann sjálfur eigi án efa stærsta þáttinn í árangri liðsins.

Frægt er orðið þegar Hiddink rakst óvart á Kristinn Jakobsson, alþjóðadómara og var kurteisin uppmáluð við eina fulltrúa okkar Íslendinga á mótinu. Gaman verður að sjá hvort viðureign Rússa og Spánverja færi Guus Hiddink enn eina rósina í hnappagatið.

Þýtt og endursagt af Wikipedia.

 

Guus Hiddink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Rússar taka spánverjana á morgun,ég bara finn það á mér að þeir eru ekkert hættir.Þjóðverjar mega prísa sig sæla með að hafa unnið Tyrki áðan,það hefði alveg verið í lagi mín vegna að sigurinn hefði lent tyrkja megin.

En fyrst og fremst hefur þessi keppni verið hrein unun að horfa á.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 25.6.2008 kl. 20:51

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Flestir leikirnir hafa verið mjög góðir. Þjóðverjar mörðu varaliðið hjá Tyrkjum og ég velti fyrir mér hvort Þjóðverjar séu svona slakir, eða Tyrkirnir svona sterkir. Leikurinn á morgun verður væntanlega mjög jafn, þar sem tvö sterk sóknarlið mætast.

Theódór Norðkvist, 25.6.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Jæja nú er komið að því að fá frá þér Teddi,þína spá um hverjir verða Evrópu meistarar?

Ef Rússar eins og ég hef spáð vinna í dag,þá held ég að þeir klári bara Þýskara líka.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 26.6.2008 kl. 14:42

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Spánverjar. Sjáum hversu spámannlega vaxinn ég er.

Að mínu mati eru þeir með besta liðið. Þjóðverjar geta sjálfsagt unnið með því að breyta úrslitaleiknum í leðjuslag. Bestu kveðjur, T.N.

Theódór Norðkvist, 26.6.2008 kl. 14:55

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó.

Stelpurnar okkar voru flottar, tóku þær grísku í bakaríið. Fjör á eftir.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.6.2008 kl. 18:38

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

KSÍ á bara að skrúfa fyrir fjármagn til karlalandsliðsins, sem er á hælunum og setja allan fáanlegan pening í konurnar. Sambandinu ber skylda til að nýta fjármagn sitt þar sem það skilar árangri.

Spánverjar völtuðu yfir sennilega næst besta liðið á þessu móti. Þunglamalegir Þjóðverjar, sem mörðu varalið Tyrkja, ættu ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir þá.

Theódór Norðkvist, 26.6.2008 kl. 22:53

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn.

Þú ert spámannlega vaxinn. Ég var búin að spá að Rússarnir myndu vinna á bloggsíðu vinkonu minnar. Hugsa sér að Rússarnir náðu bara einu sinni að skjóta að marki. Svakalega voru Spánverjarnir góðir.

Mikið til í þessu með karlaliðið í fótbolta. Hvað er eiginlega að hjá þeim. Nú er ekki hægt að segja að Eyjólfur eigi sök. Stendur þig vel hjá bloggvini okkar þar sem þú ert að ræða við Doctor E. og fleiri.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.6.2008 kl. 23:08

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ágæta Rósa, ef við vissum hvað væri að hjá karlaliðinu yrðum við þjóðhetjur. Takk fyrir innlitið og kveðjuna.

Theódór Norðkvist, 26.6.2008 kl. 23:13

9 identicon

Já Rússarnir voru rasskeltir í gær.

 Kom í ljós gæðamunurinn á þessum liðum. Var samt óánægður með vin minn hann Guus Hiddink að fara varfærnislega inn í leikinn. Rússar hafa verið að vinna þessa leiki með hröðum og öflugum sóknarbolta þar sem bakverðirnir taka virkan þátt í sóknarleiknum o.s.frv. Fannst þeir vera full passífir. Ekki það að þeir hefðu endilega unnið leikinn þannig, munurinn á liðunum var það mikill, en þeir hefðu klárlega verið í meiri séns. Rússarnir spiluðu mun verr í þessum leik en leiknum sem þeir tpuðu 4-1 á móti Spáni í fyrstu umferð.

 En Spánverjarnir eru klárlega sigurstranglegri í úrslitaleiknum ef tekið er mið af frammistöðu liðanna í undanúrslitum.

En var það ekki Gary Lineker sem sagðí eitthvað á þessa leið: "Fótbolti er leikur þar sem 11 menn í hvoru liði berjast um bolta og Þýskaland vinnur".

Tippa á þýska stálið þó manni finnist að tíminn sé kominn að Spánverjum.

 Pís át

Teddi Frændi 27.6.2008 kl. 14:44

10 identicon

Viva Espana!

Þarna er ég sammála þér, spánverjarnir vinna þetta enda með hæsta "Liverpool stuðulinn".

En mér leikur forvitni á að vita eitt.

Hvar hef ég verið að "níða kristna trú og talsmenn hennar niður í skítinn hvað eftir annað" ?

Ég hreinlega kannast ekki við að hafa verið að slíku.

Friður,

Jesú.

Jesús Kristur 27.6.2008 kl. 15:49

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nafn þitt á blogginu er vanvirðing gagnvart kristnu fólki (ég er að tala við skrípafígúruna í athugasemd 10.) Það er gróft guðlast og dónaskapur að nefna sig nafni Guðs. Kynningin á blogginu þínu er líka háð gagnvart kristinni trú. Ef þú heldur að þú sért fyndinn þá er það misskilningur.

Teddi, gott innlegg hjá þér. Rússarnir virkuðu smeykir, virðast hafa óttast eða borið of mikla virðingu fyrir Spánverjunum, svipað og gerðist hjá Hollendingum gegn Rússum (þeir fóru á taugum vegna mikillar pressu og ákveðins leiks Rússanna.) Þjóðverjarnir eru seigir.

Theódór Norðkvist, 27.6.2008 kl. 22:31

12 Smámynd: Neddi

Teddi, Jesú var sonur Guðs en ekki guð sjálfur.

Neddi, 28.6.2008 kl. 11:11

13 identicon

:)

Gott og vel, húmor okkar mannskepnanna er sem betur fer margvíslegur og mismunandi. Þess má geta að sá allra fyrsti sem sótti af fyrra bragði um að verða bloggvinur minn er mjög kristinn einstaklingur. Þannig að það er greinilega ekki algilt að menn séu jafn nojaðir yfir þessu og þú og Guðsteinn.

Og ég get ekki sagt að það sé samansem merki milli þessa og að "níða kristna trú og talsmenn hennar niður í skítinn hvað eftir annað". Ég kannast enn ekki við að hafa staðið í slíku.

Jesús Kristur 28.6.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband