Nautið og nautabaninn

Spánverjar og Þjóðverjar mætast í úrslitaleik Evrópukepnninnar í knattspyrnu annað kvöld. Spánverjar hafa sýnt leiftrandi knattspyrnu á þessu móti. Þeir unnu sinn riðil með fullu húsi, slógu Ítala út í vítaspyrnukeppni og völtuðu yfir Rússa í undanúrslitum. Þjóðverjar lentu í öðru sæti síns riðils, unnu glæstan sigur á Portúgölum í 8 liða úrslitum og Tyrkjum í undanúrslitum.

Spánverjar eru fyrirfram líklegri til að fara með sigur af hólmi, en þegar Þjóðverjar eru komnir þetta langt er aldrei hægt að afskrifa þá. Joachim Löw, sem tók við þýska landsliðinu 2006, hefur sett skemmtilegan svip á liðið. Fyrirrennari hans, Jurgen Klinsmann, sem lék um skamman tíma við hlið Ásgeirs Sigurvinssonar í Stuttgart, breytti þýska landsliðinu með því að taka upp meiri áherslu á sóknarknattspyrnu.

Joachim Löw hefur haldið áfram sóknaráherslum Klinsmanns og við höfum séð þýska liðið spila meiri sóknarleik en oft áður. Þeir skoruðu ekki mikið í riðlakeppninni, gerðu það sem þurfti, en hafa skorað sex mörk í tveimur leikjum í útslattarkeppninni.

Auk þess að spila leiftrandi sóknarleik eru Spánverjar vel skipulagðir í vörn og á miðjunni. Það verður erfiðara fyrir Þjóðverja að vinna bug á þeim en vængbrotnu liði Tyrkja. Þetta gæti orðið leikur nautabanans (Spánar) gegn nautinu (Þýskalandi) og leikurinn gæti líka þróast á hinn veginn.

Ítalir sigruðu Vestur-Þjóðverja í úrslitum á HM 1982 með þremur mörkum gegn einu. Siðustu 20 mínúturnar eða svo stríddu þeir þreyttum Þjóðverjunum og létu boltann ganga manna á milli með þá þýsku í eltingarleik. Gera Spánverjarnir það sama?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn.

Ég held að Spánverjar taki þetta en ég er ekki spámannlega vaxin eins og þú

Guðs blessun og kærar kveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.6.2008 kl. 01:29

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæl Rósa, takk fyrir innlitið. Ég segi það með þér. Ef Þjóðverjar vinna verðum við víst að kenna vaxtarlag okkar við annað en spámenn.

Theódór Norðkvist, 29.6.2008 kl. 01:33

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Nú er erfitt að spá,ég skal ekki segja nema auðvitað ef Klingsman verður ekki með vinna auðvitað Spánverjar.En sé Jurgen í lagi,þá kunna þýskarar alveg að tækla lið eins og Spán.

Svo ég segi án klingsman vinna spánverjar með klingsman vinna þýskarar.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 29.6.2008 kl. 08:22

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Sorry elsku Teddi minn nú sló aldeilis hjá mér,þetta á og átti auðvitað að vera með eða án Ballack,ég festist svo í klingsman eftir lesturinn á síðunni þinni.

En ég bara leiðrétti mig hér með og bið forláts á svona bulli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 29.6.2008 kl. 13:56

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Úlli, Ballack gæti ráðið úrslitum (og Klinsmann væri hann 15 árum yngri.)

Góður, Hippó. 

Theódór Norðkvist, 29.6.2008 kl. 14:54

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Þú ert greinilega spámannlega vaxinn. Til hamingju með rétta spá.

Kær kveðja og Guðs blessun/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.6.2008 kl. 21:38

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir það, Rósa.

Theódór Norðkvist, 29.6.2008 kl. 21:48

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

PS Að öllu grínu slepptu vil ég nú ekki þakka þetta spámannshæfileikum mínum. Það sást bara á undanförnum leikjum að Spánverjar höfðu algera yfirburði meðal þeirra þjóða sem voru í undanúrslitum. Með sterkari leikmenn í öllum stöðum. Hollendingar hefðu getað stöðvað þá, en þeir brugðust gegn Rússum.

Theódór Norðkvist, 29.6.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 104727

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband