Ég fer aldrei í svona tæki

Ástæðan er sú að með því að fara í svona hasartæki er maður að treysta útbúnaði og viðhaldi annarra fyrir lífi sínu. Ég stíg ekki upp í tæki sem fara lengra en nokkra metra frá jörðu, ekki nema ég neyðist til þess, t.d. ef ég þarf að ferðast í flugvél til að komast ferða minna.


mbl.is Íslendingar heilir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hasartæki?

Hundleiðinlegt tæki bara! Fór þangað 2006, var gjörsamlega engin biðröð, ég og nokkrir félagar mínir vorum einir í þessu tæki og byrjuðum að spjalla, þetta var svo óspennandi.

Leiðinlegra en parísarhjól

C 15.7.2008 kl. 21:59

2 identicon

Og þú keyrir væntanlega bíl?

C 15.7.2008 kl. 21:59

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Herra C, látum sem ekkert C. Ég átti líka við þessi hraðari tæki, eins og víkingaskipið í Tívoíinu í Kaupmannahöfn, hamarinn sem fór upp á fleygiferð í tívolíinu á Hafnarbakkanum, tæki sem er meira varið í. Að ekki sé talað um teygjustökkið.

Já, ég keyri bíl, enda sagðist ég ekki fara í tæki nema ég sé tilneyddur og ég lít svo á að ég sé tilneyddur til að keyra bíl, ef ég þarf að komast meira en 30 kílómetra á milli staða.

Theódór Norðkvist, 16.7.2008 kl. 01:02

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn.

Ég fór í þennan garð 1987. Við frænka mín fórum saman í svona hasar tæki og svo ætlaði hún með mig í annað tæki en ég var  alveg búin að fá nóg eftir eitt tryllingstæki og afþakkaði að fara í fleiri tæki. Hef aldrei farið í svona hasar tæki eftir þetta.

Ég ek bíl og fór á fjórhjóladrifnum fólksbíl uppá Skálafellsjökul. Þegar við vorum komin að mér fannst langt upp í áttina að Skálafellsjökli þá hélt ég að við værum að verða komin því mér fannst þetta hálf óhugnanlegt en þá leit ég upp og sá hótelið alveg uppá brúninni og áttum við langt eftir og pabbi sagði að við skyldum halda áfram. Pabbi hitti mann þarna sem hann hafði ekki séð síðan hann vann sem ungur maður á vertíðum á Hornafirði.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.7.2008 kl. 10:44

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka innlitið Rósa. Ég hef aldrei komið á Skálafellsjökul og veit ekki einu sinni hvar hann er! Svo er nú það.

Theódór Norðkvist, 16.7.2008 kl. 11:41

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur.

Skálafellsjökull er í Vatnajökli mitt á milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði. Við beygjum út af þjóðvegnum hjá bænum Smyrlabjörgum og þar er hægt að fá gistingu og nóg af mat. Hótelið við Skálafellsjökul heitir Jöklasel. Hægt er að fara á snjósleða uppá jökul.

Svo á ég vini í Öræfasveit sem eru með frábæra ferðaþjónustu. Þau búa á bænum Hofsnes sem er næsti bær við Fagurhólsmýri. Einar prílar og prílar með ferðamenn á Hvannadalshnjúk og Matta fer með ferðamenn út í Ingólfshöfða á dráttavél með vagn og þar eru farþegarnir. Þau eru líka með kajaka.

Ekki má nú gleyma Jökulsárlóni sem er mitt á milli Hofsnes og Smyrlabjörg. Þar höfum við pabbi farið í siglingu. Mjög skemmtilegt. dásamlegt að fara í Skaftafell og eins að skoða gömlu kirkjuna á Hofi. Ég hlýt að fá greiðslur frá þessu fólki að segja frá öllum þessum möguleikum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.7.2008 kl. 16:42

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Hippó. Kannski fullmikið að tala um 30 kílómetra, ég meinti fram og til baka a.m.k. Málið er að þar sem ég er er stysta vegalengd aðra leið 36 kílómetrar, þ.e. til Selfoss, en þangað á ég oft erindi. Ef ég hjóla eitthvert þá eru það allavega ekki meira en 10-15 kílómetrar hvora leið, það er svona viðráðanlegt.

Theódór Norðkvist, 19.7.2008 kl. 15:55

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó.

Teddi þarf oft að ganga og það rösklega. Hann er einn af sjálfboðaliðum sem vinna óeigingjarn starf við björgun á fólki sem hefur villst af leið eða farið uppá heiðar án þess að pæla í hvort þar sé fært og hvernig veðrið sé.

Skrýtið þetta þjóðfélag að byggja öll þessi störf upp á sjálfboðaliðum og nota svo peninga þjóðarinnar í eitthvert rugl sem við getum verið án. Ömurlegt að þjóðfélagið okkar skuli ekki snúast um fólkið í landinu. Meiri áhersla lögð á að bruðla með peninga til að komast í snobb eins og Öryggisráðið og margt fleira mætti benda á s.s. alla sendiherrana sem eru víða um allan heim, byggingu sendiráða og rekstur þeirra. Þarna er örugglega bruðlað.

Friðarkveðjur  Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.7.2008 kl. 18:19

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jú, rétt til getið Hippó, ég bý á Hellu. Eini gallinn við að hjóla á Suðurlandi er þessi brjálæðislega umferð, a.m.k. á þjóðveginum.

Rósa takk fyrir góða kveðju að vanda. Alveg hárrétt hjá þér. 

Theódór Norðkvist, 21.7.2008 kl. 20:18

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka þér kæri vinur, gott að heyra það. Megi góður Guð gefa þér bata í þínum veikindum.

Theódór Norðkvist, 22.7.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband