Yfirborðsleg réttlæting

Alþjóðlega ólympíunefndin gefur mjög auma afsökun fyrir vali sínu á því landi sem fékk það hlutverk að halda þetta stærsta íþróttamót heimsins.

Það er rétt hjá forseta nefndarinnar að ólympíunefndin er stofnun helguð íþróttum og vitanlega er það ekki hlutverk nefndarinnar og ólympíuleikanna að þvinga fram breytingar í sjálfstæðum löndum, hvað þá að leysa vandamál heimsins.

Ég spyr hefur einhver haldið því fram? Það sem baráttufólk mannréttinda eru að setja út á er að land sem er þekkt fyrir að kúga, fangelsa og jafnvel drepa þegna sína skuli fá þá virðingu að vera treyst fyrir svona miklum íþróttaviðburði.

Það sendir mjög slæm skilaboð til annarra harðstjóra blóðugra upp að öxlum. Með því er verið að segja við þá að þeir skuli að halda áfram að drepa og pynta, því þá uppskeri þeir virðingu frá alþjóðlegum stofnunum.

Út frá íþróttalegu sjónarmiði kann að vera að þetta val hafi ekki verið heimskulegt. Alþjóða samfélagið þarf hinsvegar að leita leiða til að koma í veg fyrir það með lögum jafnvel að lönd sem vitað er að brjóta mannréttindi á þegnum sínum og erlendum gestum fái að hýsa alþjóðlega viðburði.

Það er stundum sagt að ekki eigi að blanda saman íþróttum og stjórnmálum. Gleymum samt ekki að harðstjórarnir í Kína nota þessa leika hiklaust til að reyna að bæta og fegra sína blóðugu ímynd. Þess vegna er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að einræðisherrar og -frúr fái að halda alþjóðlega íþróttaviðburði. Þó ekki væri nema vegna þeirra fréttamanna sem hafa verið fangelsaðir eða beittir harðræði á annan hátt. 


mbl.is Kína var rétt val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir  "Út frá íþróttalegu sjónarmiði kann að vera að þetta val hafi ekki verið heimskulegt. Alþjóða samfélagið þarf hinsvegar að leita leiða til að koma í veg fyrir það með lögum jafnvel að lönd sem vitað er að brjóta mannréttindi á þegnum sínum og erlendum gestum fái að hýsa alþjóðlega viðburði"

Semsagt lönd eins og til dæmis Bandaríkin ættu alls ekki fá að halda þessa leika aftur.

Það er ekki allt sem sýnist í þessum heimi og andstæðingar Kína hafa heldur betur reynt að maka krókinn og reyna sem þeir geta að ata kínversk stjórnvöl út í skít.

Jón Ingi 24.8.2008 kl. 15:43

2 identicon

Mannréttindi eru fyrir þá veiku og huglausu.

Siggi 24.8.2008 kl. 15:52

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég verð að taka undir orð Jóns Inga.  Það væru ekki mörg lönd eftir sem ættu rétt á að halda Ólympíuleikana ef mannréttindabrot eru höfð að leiðarljósi.  Þar yrðu Bandaríkin gjörsamlega úti vegna hryðjuverka þeirra gegn óbreyttum borgunum í Írak, Afganistan og í mörgum öðrum löndum þar sem þeir hafa "hremmt" ætlaða al- Kaídaliða og Talíbanafylgismenn og kvelja þessa gjörsamlega ólöglega í Guantanamo, Abu-Grahíb fangelsið í Írak og Bagram fangelsið í Afganistan svo og að senda fanga út um allan heim til ríkja þar sem má pynta fanga fyrir hönd BNA.  Svo ´´eg tali nú ekki um blindan stuðning við hryðjuverkastarfsemi Ísraelsmanna í Palestínu og Líbanon.  Meira að segja yrðu Bretar úti líka fyrir fylgilag við BNAmenn.  Rússarnir yrðu úti vegna t.d., Tsjetsjeníu og fleiri t.d., innrásina í Grúsíu (fyrirgefðu; Georgíu).  Jafnvel litla sæta Ísland fengi ekki þótt við gætum, af því við borðum hvalkjöt!!

Kær kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 24.8.2008 kl. 16:02

4 Smámynd: Heidi Strand

The image “http://nathblog.com/wp-content/uploads/2008/08/beijing-2008-logo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Heidi Strand, 24.8.2008 kl. 16:50

5 identicon

Þú segir: „Það sem baráttufólk mannréttinda eru að setja út á er að land sem er þekkt fyrir að kúga, fangelsa og jafnvel drepa þegna sína skuli fá þá virðingu að vera treyst fyrir svona miklum íþróttaviðburði.“

Þetta er nákvæm lýsing á Bandaríkjum Norður-Ameríku. Það væri fráleitt að hafna þeim um að halda Ólympíuleika og gæti aldrei gengið upp. Kjarni málsins er sá, að það getur aldrei farið vel á því að blanda saman íþróttum og pólitík. Mannréttindamál hvar sem er í heiminum eru pólitík og alþjóðaólympíunefndin á að forðast slík mál eins og heitan eldinn. Það verður að berjast fyrir þeim málum með oddi og egg en á allt öðrum vettvangi. Þar gætu samt verslun og viðskipti af ýmsu tagi verið kjörin. 

sleggjudómarinn 24.8.2008 kl. 17:15

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar. Best að reyna að svara þeim.

Jón Ingi segir að Bandaríkin ættu ekki að fá að halda leikana aftur og Björn bóndi tekur undir, vegna pyntinga og stríðsglæpa í Írak, Afganistan og Kúbu.

Að sjálfsögðu ber að berjast gegn mannréttindabrotum hvar sem þau tíðkast og ekki gera greinarmun á séra Jóni og Jóni. Samtök eins og Amnesty International, ásamt fleirum, fylgjast grannt með ástandi mannréttindamála í öllum löndum, líka Vesturlöndum.

Hvort álíka mótmælaalda hefði risið ef Bandaríkin hefðu sótt um að halda Ólympíuleikana 2008 skal ósagt látið. Það sem skiptir máli er að Kína sótti um og fékk leikana, þrátt fyrir mun verra ástand í mannréttindamálum en í Bandaríkjunum.

Það er frekar langsótt að líkja grófum fangelsunum, pyntingum og persónunjósnum innanlands í Kína við fangelsi Bandaríkjamanna erlendis á mönnum sem þeir eru í stríði við.

Ég bendi sleggjudómaranum, sem talar um að ekki megi blanda saman íþróttum og stjórnmálum, á síðustu málsgrein mína í upphafsgreininni. Kínversk stjórnvöld nota leikana sér til framdráttar. Stjórnmál og íþróttir eru samtvinnuð hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Valgeir sammála og takk sömuleiðis! 

Theódór Norðkvist, 25.8.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband