Krónan orðin dýr. Illa unnin frétt.

Það vantar mjög mikið í þessa frétt. Hvað er lánið til langs tíma og hvaða vextir eru á því? Leikum okkur aðeins að tölum:

Ef við gerum ráð fyrir að vextir séu 10% að teknu tilliti til gengisáhrifa eru aðeins vaxtagreiðslurnar 3 milljarðar, u.þ.b. 10 þúsund kr. á hvern núlifandi Íslending á ári. Sé lánið til 30 ára bætist 1 milljarður við á ári.

Er ekki handónýt efnahagsstefna ríkisstjórna undanfarinna ára að verða okkur frekar dýr, þegar þessi byrði bætist ofan á hæstu vexti í hinum svokallaða siðmenntaða heimi? Á endalaust að beita hrossalækningum í stað þess að taka á meininu, okurvaxtastefnunni?


mbl.is 30 milljarða króna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það þarf að fjármagna virkjanir svo hægt sé að redda 150 manns vinnu.

Annars væri gaman að vita hvar afrakstur góðærisins er.

Villi Asgeirsson, 2.9.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn.

Þetta er algjör hneisa stjórnun fjármála í þessu Guðsvolaða landi. Hvar er afrakstur góðærisins spyr Villi. Í fyrsta lagi var ekkert góðæri að mínu mati en okkur vantaði og vantar speking eins og Jósef sem bjargaði Egyptum frá hungri eftir að hann hafði ráðið draum Farós. Hann lét taka visst magn af afurðum í sjö ár og þessar afurðir voru síðan notaðar þegar erfiðu árin komu á eftir. Því er nú ekki að heilsa hér á landi. 

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.9.2008 kl. 15:04

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er málið Villi. Alltaf er talað um að það verði að hafa atvinnu handa öllum hvað sem það kostar. Af hverju er aldrei spurt hvort störfin skili einhverjum verðmætum? Störf sem skila engum verðmætum eru bara byrði á þjóðfélaginu. Einhver verður að borga fyrir störf sem eru bara sóun á peningum. Trúðarnir sem telja peninga í glerhöllum fjármálastofnana eru ekkert annað en baggi á þjóðfélaginu.

Rósa það vantar einhvern Jósef hér á landi. Hann sýndi andlegan styrk þegar á móti blés og lét ekki stundarvinsældir stjórna sínum ákvörðunum, heldur vilja Guðs.

Nákvæmlega Valgeir, ráðamenn eru til í að segja almenningi að herða sultarólina. Við hverja var Geir að tala? Var hann að tala við ríkisbubbana, sem halda veislurnar sem hann mætir í og fjármagna sukk Sjálfstæðisflokksins? Ó nei, ég held ekki.

Theódór Norðkvist, 3.9.2008 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband