3.10.2008 | 10:33
Deiglan.com eða dellan.com?
Meðan helstu postular frjálshyggjunnar ganga með veggjum þessa dagana vegna þess mikla hruns sem kenningar hennar hafa haft í för með sér er einn ungur djarfur maður, Samúel T. Pétursson, sem skrifar grein á vefsvæðinu deiglan.com og leyfir sér að fullyrða að atburðir síðustu daga sýni þvert á móti styrk frjálshyggjunnar.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við greinina aðeins tveimur dögum eftir að hún var birt, en ég get ekki orða bundist yfir fullyrðingum Samúels og langar til að spyrja hann nokkurra spurninga.
Höfundur kemur með eftirfarandi fullyrðingar í greininni:
En þvert ofan í málflutning slíkra aðila eru umbrot sem þau, sem nú ganga yfir, einmitt merki um gagnsemi frjálsra markaðskerfa og þeirrar hugsunar sem að baki þeim liggur. Þótt það hljómi mótsagnakennt er þetta í raun hennar besta stund. Fæstir sjá eitthvað jákvætt við viðlíka ósköp og þau sem nú ganga yfir. En staðreyndin er samt sú að ósköpin eru í raun ein allsherjar markaðsleiðrétting á mikilli skyssu sem hafði fengið að grassera um nokkurt skeið. Þessi skyssa fólst í of mikilli áhættusækni í fjárfestingum, ekki síst á húsnæðismarkaði, neðanmálslánum á röngum kjörum (ekki síst vegna opinbers þrýstings á slíkt), óábyrgri meðferð á ríkisábyrgð (eða hreinlega óþarfa ríkisábyrgð), ógagnsæi skuldabréfavafninga og lélegs eftirlits. Svo eitthvað sé nefnt. Fyrst og fremst í Bandarikjunum auðvitað, en önnur hagkerfi eru síður en svo saklaus.
Greinin má lesa hér í heild sinni.
Er orsök vandamálanna að mati Samúels ekki neitt af þessu:
- Endalaus stofnun nýrra pappírsyrirtækja hvert á fætur öðru, sem hafa selt hvert öðru hlut í sjálfum sér á uppsprengdu verði og búið þannig til gervihagnað sem ekkert er á bak við?
- Ofurlaun og bónusar til útrásarsnillinganna sem verðlaun fyrir þennan gervihagnað sem ekkert var á bak við og fjármagnaðir hafa verið m.a. með okurvöxtum sem eru að sliga allan heilbrigðan atvinnurekstur og húsnæðiseigendur?
- Streymi erlends lánsfjár inn í íslenska hagkerfið vegna vaxtamunarins, sem hefur fest fjölskyldur og fyrirtæki í skuldafeni og okurvöxtum, sem mönnum hefði verið stungið í fangelsi fyrir að innheimta hér áður fyrr?
- Er Samúel að saka íslenskar fjölskyldur sem vilja ekki frjósa úti á götu og vantar þak yfir höfuðið um áhættusækni í fjárfestingum?
- Gjafakvótakerfið sem fulltrúar frjálshyggjunnar hafa varið með kjafti og klóm, en orsakar það að sjávarútvegur er að drukkna í skuldum til að geta borgað kvótagreifunum fyrir að fá að veiða fiskinn í sjónum?
Ég hvet Samúel og hvern sem þorir til að svara þessum spurningum.
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 104916
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðar spurningar, Theódór! Ég bíð spennt eftir vitrænum svörum frjálshyggjupostula við þeim.
Lára Hanna Einarsdóttir, 3.10.2008 kl. 17:32
Takk fyrir Lára, vonandi sjá sér einhverjir fært að svara.
Theódór Norðkvist, 3.10.2008 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.