Hvers vegna ég skrifa ekki undir þessa yfirlýsingu

Ég tel að verið sé að leiða athyglina frá hinum raunverulegu sökudólgum í málinu, sjónhverfingarmönnunum í útrásinni, sem hafa svikið milljarða út úr saklausu fólki, ríkisstjórninnni, sem hefur setið á rassinum og ekki sýnt neina viðleitni til að uppræta fjársvikastarfsemi þeirra og þvert á móti varið hana út á við og forsetanum, sem hefur verið grúppía hjá útrásarliðinu.

Ekki hef ég séð neina undirskriftarlista til að fá ríkisstjórnina til að segja af sér, eða réttað verði yfir þeim mönnum sem rökstuddur grunur eru um að hafi lagt stund á fjársvik. Það er alltaf auðvelt að finna óvin fyrir utan landsteinana en að líta í eigin barm.

Í rauninni hefur Gordon Brown gert það eina viturlega í allri þessari stöðu: Fryst eigur þeirra manna sem hafa svikið fé út úr fjölda manns. Þessir menn hafa unnið efnahagsleg hryðjuverk út um allan heim og slátrað trúverðugleika heillrar þjóðar.


mbl.is Til varnar Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Teddi.

Ég get alveg tekið 100% undir það að við eigum strax að FRYSTA EIGUR ÚTRÁSARKARLANNA og KVENNA.

1, Það bendir allt til þess að fjármunum hafi verið komið undan  úr bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum sem þau eru orðuð við, og þetta yrði gert til að minnka útlát okkar hinna sem erum SAKLAUS af þessum gjörningum.

2.. Ef að rannsókn sýnir að þau eru saklaus,þá er ekkert mál að skila þeim,því sem þeim ber.......finnst mér.

3. Svo finnst mér ekkert að því að þau haldi sig á landinu á meðan RANNSÓKN fer fram.

4. Þetta er alltof mikið alvörumál að það réttlæti það að gera ekki neitt í málinu(STJÓRNVÖLD) og hvers vegna?

5. Lalli minn  væri kominn á Hraunið ef að hann hefði nælt sér í kók hjá BÓNUS og gleymt að borga !    Ekki spurning ! 

6. Það er ekki sama JÓN og séra JÓN !

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason 23.10.2008 kl. 01:01

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þetta er rétt athugað hjá þér, Theódór. Ég vil bæta því við að svona net-undirskriftalistar eru, held ég, öðrum þræði undankomuleið svo maður þurfi ekki að gera neitt. Auðvelt að skrifa bara undir lista á netinu, en hefur slíkur net-listi einhvern tímann breytt einhverju? Ekki svo ég muni. Þetta er ekki Varið land.

Vésteinn Valgarðsson, 23.10.2008 kl. 05:11

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nákvæmlega  Þói!

Vésteinn, það virðist sem net-undirskriftalistar hafi lítil áhrif, þó veit maður aldrei, dropinn holar steininn. Verst að það er svo auðvelt að véfengja undirskriftir á netinu.

Theódór Norðkvist, 23.10.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband