Spaugstofan axli ábyrgð

Mikið er talað um að hinir og þessir þurfi að axla ábyrgð, ríkisstjórnin, Seðlabankinn, forsetinn, Fjármálaeftirlitið, kjósendur fyrir að hafa kosið vitlaust og þannig má lengi telja.

Eftir þátt Spaugstofunnar í kvöld vil ég bæta þeim fjórmenningum í hópinn. Þeir voru hrikalega slappir og það sést á svipnum á þeim að þeir myndu miklu frekar vilja vera heima hjá konunni og börnunum (ef þau eru ekki farin að heiman.)

Ríkisgrínskútan hefur fyrir löngu siglt upp á sker, það má jafnvel segja að það séu mörg ár síðan.

Ég held að blessaðir grínistarnir í Spaugstofunni, algjörlega þurrausnir, þurfi að taka pokann sinn. Mín vegna mætti leggja sjálft Ríkissjónvarpið niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sammála

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.10.2008 kl. 00:09

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

   "ef þau eru ekki farin að heiman" Heldurðu að konurnar séu búnar að fá nóg af þeim?   

Vona að þær séu hjá köppunum og þrauki.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.10.2008 kl. 18:48

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nei Rósa, ég var ekki að draga í efa að þeir væru hamingjusamlega giftir. Ég átti við börnin, að þau væru uppkomin, eru þeir ekki allir á sextugsaldrinum?

Theódór Norðkvist, 26.10.2008 kl. 19:53

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hef ekki grænan grun en örugglega rétt hjá þér að mörg hver eru flogin úr hreiðrinu.

Ég bý enn í föðurhúsum og er orðin dálítið gömul.  

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.10.2008 kl. 20:35

5 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Hvaða hvaða. Þeir eru í reynd nauðsynleg stjórnarandstaða í þjóðfélaginu. Gengur kannski ekki alltaf vel að láta fólk veltast um af hlátri, en gott að finna að þeir eru með hjartað á réttum stað og tala oftast máli þjóðarinnar.

Bryndís Böðvarsdóttir, 27.10.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 104916

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband