Nýja klukkið

Bloggvinur minn, Guðsteinn Haukur, klukkaði mig fyrir nokkrum dögum og þó seint sé ætla ég nú loks að taka áskoruninni. Linda bloggvinkona mín fann upp þetta nýja klukk, sem felst í að nefna 10 atriði sem maður er þakklátur fyrir. Kann ég henni bestu þakkir fyrir gott framtak.

Tíu atriði sem ég er þakklátur fyrir:

  1. Að ég sé á lífi (hefur nokkrum sinnum munað mjóu.)
  2. Að vera við góða heilsu.
  3. Að eiga trú á Drottin Jesú Krist.
  4. Að hafa atvinnu.
  5. Að eiga þak yfir höfuðið.
  6. Að eiga góða bloggvini.
  7. Að eiga góða ættingja.
  8. Að búa úti á landi.
  9. Að ég búi samt frekar nálægt höfuðborginni.
  10. Að ég búi á landi þar sem auðvelt er að komast í ósnortna náttúrufegurð.
  11. Að ég eigi (eða skuldi) þokkalegan jeppa sem ég kemst á upp á fjöll og ýmsa áhugaverða staði.

Ég sem hélt að ég fyndi aldrei tíu atriði, en tókst að finna ellefu. Ég klukka bara hvern sem þetta les, það er hvort eð er búið að klukka flesta sem ég ætlaði að klukka sjálfur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Innlitskvitt

Drottinn blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.10.2008 kl. 18:53

2 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Frábært að telja blessanir og ég sé að náttúran er þér ofarlega í huga eins og hjá mér. Bið að heilsa og Guð blessi þig.

Bryndís Böðvarsdóttir, 27.10.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sömuleiðis, Bryndís og takk fyrir innlitið.

Theódór Norðkvist, 27.10.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband