Við heimtum vinnu

Við heimtum aukavinnu segir í þekktum dægurlagatexta þeirra Jónasar og Jón Múla Árnasona um miðja síðustu öld. Nú er öldin önnur, réttara sagt tuttugasta og fyrsta og söngurinn sem kveður við er þessi: Við heimtum vinnu. Fjöldauppsagnir eru ýmist skollnar á eða vofa yfir.

Atvinnuleysi er böl. Ég hef sjálfur verið atvinnulaus og veit það af eigin reynslu. Er það hinsvegar ráðlegt að hugsa aðeins um að skapa atvinnu handa öllum? Skiptir verðmætasköpunin að baki vinnunni kannski engu máli?

Fjármálageirinn þandist gríðarlega út á árunum 2000-2008. Það var hinsvegar lítil verðmætasköpun í þeim geira, eins og komið hefur í ljós. Greinin byggðist að miklu leyti á skúffufyrirtækjum sem voru mörg hver aðeins til í skrám Hagstofunnar og í bókhaldi eigendanna. Engin starfsemi fór fram í þeim og þar með engin verðmætaaukning. Þessi sýndarveruleikafyrirtæki keyptu hvert í öðru og þöndust út af fölsku eigin fé til að blekkja lánastofnanir.

Uppbyggingin á árunum 1971-1991, framsóknaráratugnum svonefnda, var öðruvísi. Þá voru keyptir eða smíðaðir togarar og frystihús reist um allt land í kjölfar útfærslu landhelginnar í 200 mílur. Þessar fjárfestingar skiluðu miklum verðmætum inn í þjóðarbúið í formi gjaldeyris fyrir seldar sjávarafurðir, þrátt fyrir að óneitanlega fóru margir of geyst í fjárfestingum.

Það er mikill munur á þessum tveimur hagsældartímabilum. Raunveruleg verðmæti voru sköpuð í fyrra skiptið, sjónhverfingar á seinna tímabilinu.

Störf sem sköpuð eru verða að gefa af sér einhver verðmæti. Annars eru þau baggi á þjóðarbúinu og að því leytinu lítið skárri en atvinnuleysi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Er það hinsvegar ráðlegt að hugsa aðeins um að skapa atvinnu handa öllum? Skiptir verðmætasköpunin að baki vinnunni kannski engu máli?"

 Jú, vissulega skiptir verðmætasköpunin máli. En stóra málið er leyndarmál: mannauðurinn. Hver einstaklingur borgar skatta, lífeyrissjóðsgreiðslur og önnur gjöld. Þetta gerir samtals u.þ.b. helming af laununum. Helminginn af laununum er einstaklingur að greiða frá sér.

Margfaldaðu upphæðina með öllu vinnandi fólki á landinu og útkoman er skrilljónir. Það er eins og það megi aldrei tala um þetta og setja hinn vinnandi mann í öndvegi. Og svo er laununum haldið svo lágum hjá flestum. Það er líklega til þess gert að við nennum að vinna meira og meira og meira. Lfeyrissjóðirnir er stóra back-upið í fjármálakerfinu en samhengið við hið raunverulega verðmæti sem er íslenskur vinnukraftur, er ekki talað mikið um. Við gætum haldið að við værum eitthvað og gætum eitthvað – með samstöðu!

verkamaður 27.10.2008 kl. 22:19

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll verkamaður. Ég tek undir orð þín um mannauðinn og skammarlega lág laun. En þetta tvennt er bara ekki efni færslu minnar.

Ég er að tala um það sem er á bak við hvert starf. Að búa til starf bara til að hið opinbera fái skatttekjur er í raun bara færsla á fé sem er til úr einum vasa í annan. Markmiðið með sköpun starfa á að vera að búa til verðmæti.

Það urðu til störf bönkum og í Fjármálaeftirlitinu við að fylgjast með bönkunum. Þessi störf sköpuðu lítil verðmæti allavega ekki þessi í Fjármálaeftirlitinu, það er ljóst af atburðunum undanfarið.

Fiskvinnslukonan sem vinnur fiskinn og sjómaðurinn sem dregur aflann í land skapa auðæfi, þó megnið af þeim lendi í vasa kvótagreifans, en það er önnur saga.

Það er mikið falið atvinnuleysi sem felst í störfum sem skapa engin verðmæti, eða framlegð eins og ég held að það sé kallað á hagfræðimáli.

Theódór Norðkvist, 27.10.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 104769

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband