Getum við hafnað lánunum og lýst okkur ógreiðsluhæf vegna IceSave?

Í frægu leyniskjali ríkisstjórnarinnar til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem DV birti á vef sínum, kemur fram að lánsfjárþörf ríkisins er 3.200 milljarðar íslenskra króna á núverandi gengi bandaríkjadals til ársloka 2010.

Það eru 10 milljónir á hvern einasta núlifandi Íslending! Gera má ráð fyrir að vaxtagreiðslur einar séu um hálf milljón á hverju ári. Þetta er það sem við verðum að borga fyrir það eitt að fá að gera viðskipti við útlönd.

Hvernig væri að setja hnefann í borðið og neita að gangast undir fjárkúgun ESB að undirlagi Breta og Hollendinga? Við værum þá að lýsa yfir að við höfnum nýlenduhroka fallinna nýlenduvelda og neitum að láta kúga okkur til að setja drápsklyfjar á komandi kynslóðir, sem bera enga sök á fjárglæfrum útrásarmannanna.

Þjóðarframleiðsla okkar er um 1300 milljarðar á ári. Það er ljóst að hún myndi stórminnka, ef skrúfað yrði að mestu leyti fyrir viðskipti okkar við útlönd, en á móti kemur að við höfum möguleika á að gera viðskiptasamninga við Japan, Indland og fleiri Asíuríki.

Við höfum auðlindir, orkuna, vatnið, fiskinn og margt fleira. Á Spáni og Portúgal er orðinn svo alvarlegur vatnsskortur að íslenskum ferðalöngum er jafnvel sagt að sturta aðeins einu sinni niður úr klósettinu á dag. Verði þeim brátt í brók skuli þeir gjöra svo vel að sætta sig við eigin kúkafýlu fram á kvöld.

Sættum okkur við lakari lífskjör í nokkur ár, því við verðum hvort eð er að gera það með óbærilegan skuldabagga Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og ESB ríkjanna. Látum síðan ESB koma til okkar með þurrar kverkar. Sjáum hvort þeir verði eins ákveðnir í því þá að halda Icesave-skuldunum til streitu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

magnaður pistill hjá þér, því miður þá eigum við að hneygja okkur og beygja fyrir æðra valdi, Íslenskir ráðamenn virðast ekki vita að þetta æðra vald Englands og Hollands varð að engu um þar síðustu öld, en svona er þetta ef fólk hefur ekki lágmark kunnáttu á sögu Ætli þeir viti að fólk sé hætt að taka í nefið og heilsa ekki lengur með því að snerta hattkantinn..tíhí...sorry ég er bara í smá kaldhæðnisham..

Linda, 18.11.2008 kl. 00:26

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Aðalatriðið að við sýnum þeim að þó þeir geti sigrað okkur fjárhagslega geta þeir ekki sigrað okkur andlega.

Theódór Norðkvist, 18.11.2008 kl. 00:58

3 identicon

Sæll Teddi.

Góð frein hjá þér og við verðum að vera vakandi yfir öllu sem skiftir máli. Bæði góðu og slæmu.

Sendu mér  E-mail ég er með fréttir fyrir þig.og síman þinn ef þú getur.

thoigisla@hotmail.com

Kærleikskveðjur.

.

Þórarinn Þ Gíslason 18.11.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband