Vel heppnuð ferð í Bása, Þórsmörk

Minn nýtti helgina til að fara í hina árlegu aðventuferð ferðafélagsins Útivistar. Dagsbirtan var nýtt til gönguferða báða dagana og áður en kom að laugardagskvöldvökunni snæddum við af ljúffengu jólahlaðborði.

Hér eru nokkrar myndir fyrir þá sem misstu af þessari skemmtilegu ferð og vilja fá stemminguna beint í æð sem fæst með hressandi göngum í stórbrotinni náttúrufegurð Þórsmerkursvæðisins.

Sjá má risavaxin grýlukerti efst í fjallinu ef smellt er tvisvar á myndina.

 

 

Þessar ljósakrónur, sem seytlandi vatnið og frostið hafa myndað í sameiningu, myndu sóma sér vel í hvaða höll sem er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Flott ferð hjá ykkur. Myndirnar eru virkilega skemmtilegar. Hef einu sinni komið í Bása en aldrei inní Þórsmörk.  

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.12.2008 kl. 00:01

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæl Rósa, sömuleiðis Guð blessi þig. Það er rétt til getið hjá þér að Básar tilheyra ekki Þórsmörk. Reyndar sagði fararstjórinn að það væri þó hefð fyrir því að svæðið sunnan Krossár væri líka kallað Þórsmörk, en það heitir Goðaland. Ekki mjög kristilegt nafn!

Theódór Norðkvist, 1.12.2008 kl. 00:09

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég á víst minningar frá krossá um að ég gangi ekki einn á ferð þó einn sé.Þannig var að verslunarhelgi eitt árið var ég staddur í þórsmörk í svona fremur asnalegu ástandi,nú til að gera langasögu stutta vantaði dreng víst meira söngvatn(já ég var mikið fyrir það á árum áður)nema hvað við Gunni Sig vorum auðvitað með helling af vatninu góða í bílnum sem við vorum á,en bílinn var auðvitað hinumegin krossár og ég vel í glasi þarna um 8 leitið að morgni.Legg auðvitað bara í ann og ætla mér bara að vaða létt yfir þessa sprænu,enda var í þarfaleiðangri og mikilvægum mjög.Nema hvað þegar ég er svona rétt hálfnaður og finn að straumur er fremur mikill ég missi auðvitað fótana og bang á bólakaf reyni að synda,basla og ræð ekki eitt við neitt,ég man þó var búinn að gefast upp búinn að súpa þetta líka og bara hættur.

 Næsta sem ég veit að ég vakna í þessum líka fína sumarbústað þarna einhverstaðar og lögreglan og fullt af yndislegu fólki,búið að koma mér í þurr föt,og sagt að ég mætti bara eiga þennann jogging galla sem klæddi mig.Mér var þá sagt að drengur einn hafi verið að bursta tennur sínar og ég hafi rekið niður ána og hann hreinlega bara veiddi mig upp.

Þarna var ég enn eitt skiptið heppinn og líkurnar á að þessi drengur hafi verið þarna einnmitt á þessu augnabliki svona 1.000.000/1 svo ég vil bara alltaf meina að þá hafi nú guð bara komið og reddað dreng.En það er orðið alltaf langt síðan ég fór í Þórsmörk að skömm er af.

Bestu kveðjur Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 1.12.2008 kl. 20:55

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Frábær saga, Úlli. Þú hefur marga fjöruna sopið, það er á hreinu.

Krossá er ekkert lamb að leika sér við og ég hef heyrt margar sögur af því. Þessi mynd hér sýnir það vel, af brúarsporði sem varð eftir er áin var í ham í miklum vatnavöxtum fyrir tveimur árum síðan. Hún flæddi stjórnlaust yfir bakka sína og breytti um farveg.

Við sáum restina af brúnni u.þ.b. hundrað metrum neðar við ána. Það voru tveir hnausþykkir trjádrumbar undir henni, svo hún var engin hrákasmíð. Ég er því ekki hissa þó Krossá hafi sópað þér af stað og tæki hlunk eins og mig létt.
 
Skelltu þér endilega í Mörkina við tækifæri. Ég veit þú ert hættur að sækja söngvatn yfir ár eða hvert sem er, en ef þú ættir erindi yfir Krossá þá er komin göngubrú yfir hana í Langadal.

Theódór Norðkvist, 1.12.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband