2.12.2008 | 19:27
Sveltum málgögn auðmannanna til bana
Útrásarglæpamennirnir sem ganga allir enn lausir, þökk sé máttlausri ríkisstjórn, kaupa upp stærstu fjölmiðla landsins til að geta haldið áfram að heilaþvo fólk og þjóna annarlegum hagsmunum sínum. Þeir beita sínum áhrifum á siðspillta stjórnmálamenn til að himinháar skuldir þeirra við ríkisbankana verði afskrifaðar og lendi á herðum skattgreiðenda, skuldugra upp fyrir haus.
Síðan ætla þeir að selja fjölmiðlana þessum sömu skattgreiðendum sem í vanvisku sinni sjá ekkert athugavert við að versla við sömu mennina og eyðilögðu líf þeirra.
Hættið að kaupa sorprit útrásarpakksins. Þá fjarar undan þeim. Netið er orðið alveg nógu góður vettvangur til að fylgjast með fréttum. Áskrifendur Morgunblaðsins og Stöð 2, hvernig dettur ykkur í hug að styrkja með fjármunum ykkar þá sem lögðu efnahag ykkar í rúst?
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Teddi minn,já það er erfitt að versla ekki við bófana.Eins og þú veist þá eru eignatenglst þeirra allstaðar og hvergi.Uss en mikið rétt það er enn hægt að sleppa stöð 2 versla ekki í bónus taka lýsi og vítamín og henda lyfjunum frá Aktavís í klóssettið.
Ég er sjálfur kominn á þetta ról að til að komast af og hreinsa til verður ekkert tilboð tekið og ekkert keypt nema nauðsynjar.Ég ætla að sjá hvað ég kem neyslumynstri mínu mikið niður,og ef vel tekst til get ég hent greiðslukortunum í bankann og reynt eins og ég get til að koma þeim á hausinn.
Ég er ekkert alltof hrifinn af neyðarpakka ríkisstjórnar með að leyfa lífeyrissjóður að fjárfesta í hlutabréfum fyrir 20% í stað 10% nú á sem sagt að nota lífeyrispening til að kaupa í verðlausum fyrirtækjum stór skuldugum fyrir eitt og eitt starf.
Þetta er að mínu mati örvænting og handónýtar aðgerðir sem kalla bara á verri stöðu en sitið er í.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 2.12.2008 kl. 21:03
Sæll Úlli, takk fyrir innlitið. Ég ráðlegg engum að hætta á lyfjum, en lýsið og vítamín gera mikið gagn.
Sama hér, ég leita allra leiða til að spara. Er svo sem enn háður kortinu og sé ekki fram á að geta klippt það á næstunni. En þetta með að hætta með fjölmiðla er eitthvað sem flestir geta gert.
Ég tek undir að það er mjög vafasamt að seilast í lífeyrissjóðina til að fjármagna vonlausan atvinnurekstur. Þá fer ég að íhuga alvarlega að neita að greiða í þá.
Theódór Norðkvist, 2.12.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.