3.12.2008 | 13:16
ESB sýndi ekki fagra hlið á sér við hrun íslensku bankanna
Þegar þeir beinlínis hótuðu Íslandi að segja upp EES-samningnum og að stöðva fyrirgreiðslu lánsins frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Fyrir utan að setja hryðujuverkalög á landið.
Við Íslendingar megum aldrei verða svo bláeyg að við gleymum þessu. Hvað sem líður afglöpum ríkisstjórnarinnar.
Grýtt leið í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Megum heldur ekki vera svo bláeygð að átta okkur ekki á því að ESB var að sjálfsögðu að ætlast til þess að Ísland færi eftir því reglukerfi sem EES er þar sem þeir eru í því bandalagi og ég tala nú ekki um að verða ekki það bláeygð að sjá hvernig hlutirnir snúa að Bretum en yfirlýsingar voru gefnar út af "okkur" að við ætluðum ekki að standa við skuldbindingar okkar.
Kreppa Alkadóttir., 3.12.2008 kl. 13:34
Og af hverju átti sambandið að taka upp hanskann fyrir einhverju þjóðskrípi sem telur sig hafið yfir alþjóðasamninga gegn sínu eigin sambandslandi? Ef Ísland hefði verið í ESB áður en bankahrunið kom hefði þetta aldrei orðið nærri því jafnalvarlegt og reyndin er núna. Seðlabanki Evrópu væri fyrir lifandislöngu búinn að kasta til okkar björgunarlínu.
En í staðinn fyrir það sitjum við uppi með gagnslausa ríkisstjórn, seðlabanka sem neitar að taka lán meðan enn var hægt af afstýra allri þessari vitleysu af því það "lúkkar svo illa að vera fyrstur með betlistafinn".
Kristinn 3.12.2008 kl. 13:34
Reyndar finnst mér það lýsa styrk EU hvernig tekið var á Íslandi - Land sem fór með strandhögg inn í Evrópu og rændi lífssparnaði fólks og félaga - Land sem nýtti sér réttindin sem fengin voru með EES aðildinni en tók ekki í mál að fylgja leikreglunum og innleiða skyldurnar. Ef EU hefði ekki staðið sameinað gegn Íslandi væri það ónýtt bandalag. Það er sárt að vera íslendingur en sannleikurinn er sá að við eigum ekki betra skilið frá EU. Og... eitt enn - Við erum ekki í EU þannig að við getum varla ætlast til að farið sé með okkur eins og innansambandsríki - VIÐ VÖLDUM að standa fyrir utan.
Guðjón Atlason 3.12.2008 kl. 13:44
Ef það er reyndin að íslenska ríkinu bar að ábyrgjast fjárskuldbindingar banka í einkaeigu af hverju voru ESB-þjóðirnar ekki tilbúnar til að fara dómstólaleiðina eins og gerist í réttarríkjum?
Af hverju kusu þeir frekar að beita íslenska ríkið hótunum og fjárkúgun? Er það löglega og siðlega leiðin?
Ég hef heyrt talað um að þýska ríkið ætli ekki að ábyrgjast sparifé landa sinna í þýskum bönkum. Verði það raunin ber ESB-þjóðunum að leysa íslenska ríkið undan skuldbindingum vegna íslensku bankanna.
Theódór Norðkvist, 3.12.2008 kl. 13:47
Gaui, landið nýtti sér ekki réttindi EES-samningsins til að hafa fé af sparifjáreigendum. Nokkrir braskarar gerðu það.
Theódór Norðkvist, 3.12.2008 kl. 13:48
"Af hverju kusu þeir frekar að beita íslenska ríkið hótunum og fjárkúgun? Er það löglega og siðlega leiðin?"
Því íslenska ríkið var búið að segja "fokk off, við borgum ekki".
"Gaui, landið nýtti sér ekki réttindi EES-samningsins til að hafa fé af sparifjáreigendum. Nokkrir braskarar gerðu það."
Og þessir nokkrir braskarar gerðu það vissulega, en þeir gerðu það án þess að vera stöðvaðir af íslenska ríkinu, íslenska seðlabankanum og íslenska fjármálaeftirlitinu. Ef þú átt krakka sem kastar grjóti í rúðu þér aðsjáandi og þú gerir ekkert til að stöðva það, þá ert þú samkvæmt öllu almennu siðferði ábyrgur fyrir öllu rúðubroti sem krakkinn veldur. Það þýðir ekkert að skýla sér bak við yfirlýsingar eins og að rúðan eigi að þola þetta, að þessi rúða sé extra brothætt vegna alþjóðlegu rúðukreppunnar.
Kristinn 3.12.2008 kl. 14:03
Kristinn, ertu þú lögfræðimenntaður? Ég veit til að færir lögfræðingar segja að íslenska ríkið sé ekki bótaskylt vegna Icesave og hliðstæðra reikninga í Evrópu.
Það þýðir lítið að tala um krakka brjótandi rúður. Við erum að tala um fullorðið fólk hér.
Theódór Norðkvist, 3.12.2008 kl. 14:22
Sérfræðingur í Evrópurétti telur breska ríkið ekki eiga bótakröfur á hendur íslenska ríkinu.
Sé þetta rétt mat bætist enn á listann yfir afglöp ríkisstjórnarinnar: að skrifa undir nauðungarsamninga fyrir hönd næstu kynslóða.
Theódór Norðkvist, 3.12.2008 kl. 14:25
"Ef Ísland hefði verið í ESB áður en bankahrunið kom hefði þetta aldrei orðið nærri því jafnalvarlegt og reyndin er núna. Seðlabanki Evrópu væri fyrir lifandislöngu búinn að kasta til okkar björgunarlínu."
Ef Ísland hefði verið innan ESB þegar bankahrunið dundi yfir þá hefðum við getað fengið fyrirgreiðslu hjá Seðlabanka Evrópu, það er rétt. En sú fyrirgreiðsla hefði verið tekin að láni rétt eins og féð frá IMF. Ef við hefðum líka verið með evru á sama tíma þá hefði neyslusamdráttur og viðsnúningur viðskiptahalla yfir í jákvæðan viðskiptajöfnuð tekið miklu lengri tíma og orðið þjóðinni dýrt. Það hefði þýtt fleiri gjaldþrot fyrirtækja, þ.e. úr grunnatvinnuvegum (vegna mikils launakostnaðar), sem svo aftur hefði leitt af sér miklu meira atvinnuleysi.
Þorgeir Ragnarsson 3.12.2008 kl. 14:31
Nákvæmlega. Ég sannfærist líka alltaf betur og betur um að ESB-ríkin komu okkur á kné viljandi til að læsa klónum í auðlindir landsins. Sem þeim er að takast í gegnum eignarhald erlendra kröfuhafa á bankana. Þessi frétt rennir stoðum undir þann grun:
"Útlendingar eiga í raun bankana"
Theódór Norðkvist, 3.12.2008 kl. 18:11
Nokkrir braskarar gerðu það, já en ríkið sinnti ekki sínu skyldubundna eftirlitshlutverki. Ég þekki og vinn með nokkrar af ervópureglugerðunum vinsælu og þær eru undantekningalaust þannig að ríkar skyldur fylgja réttindum og frelsi, skyldur aðildarríkjanna til að sinna eftirlitshlutverki á markaðnum og tryggja öryggi. Það að ríkið skyldi hafa verið í ábyrgð og ekki framfylgt leikreglunum er ríkinu að kenna, og ríkið er ekki annað en þegnarnir. Þannig er það.
Guðjón Atlason 4.12.2008 kl. 09:33
Gaui, lastu greinina sem ég vísaði til í 8. athugasemd? Eða þykistu vita betur en sérfræðingur í Evrópurétti við Háskólann í Reykjavík?
Í greininni segir orðrétt:
Fram kom í erindi Gunnars í Háskólanum í Reykjavík í gær að hann telji að ríkið hafi uppfyllt skyldur sínar gagnvart tilskipuninni með því að stuðla að stofnun tryggingasjóðsins. Í tilskipuninni hafi allsherjar hrun bankakerfis í einstöku ríki hins vegar ekki verið séð fyrir.
Hinsvegar segir sérfræðingurinn (Gunnar Þór Pétursson) að sparifjáreigendur geti sótt bótakröfu á íslenska ríkið í sínu eigin nafni. Ríki geti ekki átt kröfu á annað ríki á grunni tilskipunarinnar.
Auk þess ítreka ég að ef Ísland var að brjóta gegn leikreglunum af hverju vildu ESB-ríkin ekki fara leið réttarríkisins? Af hverju hótanir og fjárkúgun?
Theódór Norðkvist, 4.12.2008 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.