Vonbrigði að ekki skuli fleiri mæta

Fjölmiðlar, handstýrðir af auðmönnum og stjórnvöldum hafa vissulega gert í því að tala niður fjölda mótmælenda, en ef mbl.is segir þá vera mörg hundruð eru þeir eflaust ekki fleiri en 1000-1500. Það er frekar léleg mæting miðað við að 6-8000 manns mótmæltu fyrir fáeinum vikum.

Ég vara höfuðborgarbúa við því að ef þeir koma ekki á mótmælafundi eru þeir að biðja um afskriftir skulda fáeinna braskara á kostnað skattgreiðenda, ofurlaun hjá afætunum í ríkisstjórn og embættismannakerfinu, spillingu og ævilangt skuldafangelsi allra heiðarlegra vinnandi manna og kvenna.


mbl.is Vekjaraklukka fyrir stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geturðu skýrt þetta nánar? Ég skil ekkert hvað þú ert að tala um.

Hinsvegar ef við ætlum að bíða eftir því að allir sem eiga að mótmæla verði sammála um allt til að geta mætt á mótmæli getum við hætt að eyða tíma okkar og flutt strax til Spánar.

Theódór Norðkvist, 13.12.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er Einar Már Guðmundsson feministi? Er Lárus Páll Birgisson feministi? Er Vésteinn Gauti Hauksson feministi?

Annars ert þú að tala um borgarafundina í Háskólabíói. Kemur Hörður Torfa eitthvað nálægt þeim? Er ekki Gunnar Sigurðsson aðalkarlinn þar?

Það hefur margt gerst á mótmælafundum (á Austurvelli) sem ég hef verið óánægður með. Vanvirðingin á Jóni Sigurðssyni, einhverjir flögguðu ESB-fánanum og ýmislegt fleira.

Ég fagna því hinsvegar að fólk komi og tjái sig á sínum forsendum og það bendir nú til þess að enginn einn þröngur hópur hafi hertekið mótmælin, eins og þú gefur í skyn, hvorki feministar, anarkistar né aðrir.

Ég bið þig síðan um að gera mér ekki upp skoðanir varðandi samkynhneigða.

Theódór Norðkvist, 13.12.2008 kl. 16:56

3 identicon

"En hvað eru menn að styðja ef menn mæta?"

Þú ert eitthvað aðeins að misskilja, fólk mætir ekki á mótmæli til þess að vera sammála, það mætir á mótmæli til þess MÓTMÆLA einhverju ákveðnu.

"Það er að ég held, ástæðan fyrir því að fjöldi mótmælenda er ekki meiri en raun ber vitni."

Nei, ástæðan fyrir því að mótmælendur eru svona fáir er af því að Íslendingar eru sinnulausir aumingjar sem að vilja frekar sitja heima hjá sér og blogga yfir ástandinu, kvartandi yfir því að þau þurfi að borga milljón fyrir þrif á Alþingishúsinu (sem gera rúmar 3 krónur á hvert mannsbarn) en sjá sér ekki fært að drulla sínu feita rassgati út úr húsi og gera eitthvað í því að ríkisstjórnin ætlist til að við borgum 500.000 kr. á hvert mannsbarn vegna "mistaka" örfárra einstaklinga. Svo er þessum einstaklingum mjög umhugað að vera ekki kallaður skríll af sömu einstaklingum og sögðu að bankarnir væru í góðum málum nokkrum dögum áður en þeir hrundu.

Fólkið í þessu landi er svo krossþroskaheft að ég hef misst alla samúð sem að ég hafði með þeim í byrjun þessarar krísu.

"Ef þú kippir femínistunum út, þá mun mótmælendum fjölga."

Ég vona að allir með slíkan hugsunarhátt missi húsin sín.

Maynard 13.12.2008 kl. 16:57

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er búið spil... íslendingar nenna ekki að standa í svona brasi mjög lengi. Það skiptir ekki máli hvort þetta voru 900 1000 eða 1500   það fækkar stöðugt...

Það er líka gott að reyna að spila upp jákvæðni og baráttuhug ... skilaboðin eru komin frá fólkinu..

Jón Ingi Cæsarsson, 13.12.2008 kl. 17:15

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, nokkrir umhyggjusamir borgarar hafa lýst þungum áhyggjum yfir kostnaðinum sem hlýst af því að þrífa Alþingishúsið.

Ég skal létta þeim áhyggjum af þessu ágæta fólki. Látum þingmenn fara í Kraftgallana og þrífa þetta sjálf(ir). Voru þeir ekki að kvarta yfir því að þeir hefðu ekkert að gera?

Theódór Norðkvist, 13.12.2008 kl. 17:17

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nei, þetta er ekki búið spil, Jón Ingi. Það er bara uppgjöf í þorra fólks. Enginn sigur fæst án baráttu og úthalds. Jákvæðnin og baráttuhugurinn felst í því að koma neikvæðri, aðgerðalítilli og spilltri ríkisstjórn frá.

Theódór Norðkvist, 13.12.2008 kl. 17:21

7 identicon

Fólki fækkar því að það er byrjað að flýja land. Svo einfalt er það. Vonin um breytingar er að hverfa. Sjálfur er ég farinn úr landi og kem ekki aftur. Kveðja

ESÓ 13.12.2008 kl. 17:57

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það að þú teljir mig hafa verið að gera þér upp skoðanir varðandi samkynhneigða segir nú ýmislegt.

Þú sagðir:  Nú getur vel verið að þú mundir standa að baki Gunnari í Krossinum þar sem hann fordæmir samkynhneigða á mótmælafundi sem fjallar um allt annað...

Er þetta ekki að gera fólki upp skoðanir? Auk þess að vera ómerkilegar dylgjur um að ég sé stuðningsmaður ógeðfellds öfgamanns í trúmálum.

Í huga flestra er borgarafundurinn og mótmælin á austurvelli partur af sama meiði.  Annars er gaman að sjá þið prédika fyrir því gagnstæða en samt nota hið sanna til að rökstyðja þitt bull :)

Ég sagði nákvæmlega ekkert um það hvort þessir tveir hópar væru af sama meiði. Ég veit bara ekkert um það. Síðan kostar kurteisi ekki neitt, óþarfi að kalla málflutning minn bull.

Sú staðreynd að öfgahópar hafa tekið yfir þessi mótmæli, sem og að slík hegðan er studd af fólki eins og ykkur, er kannski ástæðan fyrir því að venjulegt fólk vill ekki láta sjá sig í ykkar hópi.

Lastu ekki það sem ég skrifaði? Ég sagði að ég hefði verið óánægður með margt sem gert hefur verið á Austurvelli, eins og óvirðing við Jón forseta og flöggun ESB-fánans, en ég virti rétt fólks til að tjá sig á sinn hátt.

Niðurlagið í athugasemdinni er ekki svaravert.

Theódór Norðkvist, 13.12.2008 kl. 18:20

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

ESÓ ég óttast að fólksflóttinn muni aukast vegna seinagangs og spillingar yfirvalda og að þau hreinlega þvælist fyrir björgunarstarfi, af ásettu ráði virðist vera.

Hvort það er farið að bitna á mótmælunum veit ég ekki.

Theódór Norðkvist, 13.12.2008 kl. 18:22

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er búinn að lesa færsluna þína og hvet alla til gera slíkt hið sama. Ég ætla mér að setja athugasemd við færsluna seinna í kvöld. Ég er að undirbúa nýja færslu sjálfur þar sem ég skoða málin út frá aðeins öðruvísi sjónarhorni.

Theódór Norðkvist, 13.12.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 104735

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband