Hlegið að Íslandi á fyrirlestri í Danmörku

Egill Helgason birtir á bloggi sínu frásögn ungs hagfræðinema í Danmörku. Hann var staddur á fyrirlestri í Kaupmannahafnarháskóla. Fyrrverandi aðalhagfræðingur Danske Bank var að halda erindi. Hann sagði:

"Formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, Davíð Oddsson, er fyrrverandi forsætisráðherra. Ímyndið ykkur ef Gordon Brown eða Anders Fogh yrðu ráðnir í stöðu seðlabankastjóra þegar þeir hættu í stjórnmálum!"

Allir í salnum veltust um af hlátri.

Síðan spurði hann:

"Vitið þið um samsvarandi dæmi í hinum vestræna heimi?"

...

Talið var að ekki væri hægt að finna svipað dæmi í neinu vestrænu ríki, heldur þyrfti að leita alla leið til Afríku, til einræðisríkisins Simbabve, þar sem Gideon Gono er seðlabankastjóri, til að finna seðlabankastjóra með jafnmikil stjórnmálaleg tengsl og á Íslandi."

Þetta segir allt sem segja þarf um þá rótgrónu spillingu sem ríkir hér á landi, þar sem stjórnmál, bankakerfið og viðskiptalífið er í einum hrærigraut.

Það er hlegið að Íslandi.

Slagorð Sjálfstæðisflokksins ætti að vera á þessa leið, ef þeir vildu vera sannleikanum samkvæmir:

Þegar öllu(m) er á botninn hvolft er traust spilling það sem skiptir máli,

x-D

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Kemur mér ekki á óvart, bara enn eitt dæmið um að hlegið sé af okkur erlendis.

Með þessa ríkisstjórn og þennan seðlabankastjóra ... við hverju býst fólk.

Efnahagur landsins er í rúst, bankakerfið hrunið vegna þjófnaðar útrásarvíkinga/bankaeigenda og þetta gerðist allt beint fyrir framan nefið á eftirlitsaðilum, sbr. FME og Seðlabankanum ... sem og ríkisstjórninni ...

En enginn hefur séð neina ástæðu til að segja af sér ... allir sitja enn á sínum ofurlaunum og taka þátt í að sópa sem mestu undir teppið.

Þessir aðilar ættu að skammast sín. Ég bjóst aldrei við því að skammast mín fyrir að vera Íslendingur ... en með þessa ríkisstjórn við völd ... hvað getur maður annað gert.

Þvílík hörmung.

ThoR-E, 22.12.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þetta er ekkert nýtt. Hér er hlegið að Íslenskum stjórnvöldum í morgunsjónvarpi sænska ríkissjónvarpsins SVT1 & 2. Fólk sem er málsmentandi í fjármálaheiminum segir hér að Ísland sé kannski það land sem lærist hægast hvernig maður eigi að gera og hvernig ekki. Allir fari sínu fram og Íslendinga vanti gersamlega "heildarmynskynjun".

Baldur Gautur Baldursson, 22.12.2008 kl. 17:31

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvernig segir maður Ég er frá Finnlandi á finnsku?

Ég er annars sammála þér Baldur að almennt eru Íslendingar of miklir einstaklingshyggjumenn. Hér hefur einn stjórnmálaflokkur borið höfuð og herðar yfir aðra flokka og hann leggur mesta áherslu á einstaklinginn en litla sem enga á þjóðfélagslega ábyrgð.

Því miður hefur þriðji hver kjósandi alltaf kosið hann og restin af atkvæðunum dreifst á 3-5 sundurleita flokka. Ég veit því ekki hversu mikla sök kjósendur bera og hve mikla Sjálfstæðisflokkurinn, því ég veit að mjög margir vilja ekki að frumskógarlögmálið ríki hér á landi. Mun fleiri en kjósa helsta fulltrúa þess.

Theódór Norðkvist, 22.12.2008 kl. 17:52

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn.

Ísland er Bananalýðveldi með meiru. Held bara að það grasseri meiri spilling hér en á Sikiley.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.12.2008 kl. 18:29

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæl Rósa mín. Svei mér þá ef það er ekki rétt.

Theódór Norðkvist, 22.12.2008 kl. 18:38

6 identicon

Því miður er það ekki nýtt að Íslendingar séu hlægilegir. Það muna eflaust flestir eftir kaldastríðinu og aronskunni, sem fékk meirihluta þjóðarinnar til að trúa því að Ísland væri svo hernaðarlega mikilvægt að bandaríkin væru til í að borga svimandi háar upphæðir fyrir að fá að hafa herstöð hér. Svo sprenghlægilegt viðhorf að kaldastríðssinnar læðast núna með veggjum. Í þeim málaflokki var það spilling og baktjaldamakk sem réði ferðinni og þar fékk fólk þá flugu í höfuðið að það borgaði sig að ljúga, nokkuð sem svo sannarlega kemur okkur í koll núna. Kannski eru íslendingar bara hlægilegir í eðli sínu.

Húnbogi Valsson 23.12.2008 kl. 00:17

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef orðið vör við það að margir Íslendingar halda enn að Jóhannes í Bónus sé Jólasveinninn aðrir halda að allt reddist ef Davíð fer í ríkisstjórnÞað er of auðvelt að ljúga að almenningi. Verst að fá þessa vitleysinga yfir sig aftur og aftur út af fólki sem nennir ekki að fylgjast með.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.12.2008 kl. 06:48

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Disse molbuer, islændingerne...

Theódór Norðkvist, 23.12.2008 kl. 10:04

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nákvæmlega, Hippókrates. Óska þér og þínu fólki gleðilegra jóla og ánægjulegs komandi árs.

Theódór Norðkvist, 23.12.2008 kl. 16:00

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gleðileg jól

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.12.2008 kl. 23:11

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Teddi minn

Guð gefi þér og þínum Gleðileg Jól og farsæld um ókomin ár.

Þakka frábær kynni á blogginu.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.12.2008 kl. 02:04

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sæll Theodór! Ég var svo heppinn að rekast á þessa færslu þína áður en hún fór forgörðum. Og af því við erum nú oft sammála og ég hef dálitlar mætur á þér þá ætla ég að gera þér þann greiða að leiðrétta smávegis klaufaskap hjá þér.

Það er ekki rétt að sjálfstæðismenn leggi mesta áherslu á einstaklinginn- því miður. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem fyrirlítur einstaklinginn. Hitt er bara gamall frasi sem þeir hafa komist upp með að láta fólk trúa með þeirri klókindalegu aðferð að segja að öll ríkisafskipti og reglugerðir séu fjandsamleg aðför gegn frelsi einstaklingsins. Sjálfstæðisflokkurinn krefst þess að þeim sem fjármagnið eiga leyfist í krafti þess að ryðja úr vegi hverjum þeim einstaklingi sem vill reyna fyrir sér í frjálsri samkeppni um t.d. aðgengi að markaði og þó fyrst og fremst að nýtingu þeirra auðlinda sem allir eiga að hafa frjálsan aðgang til. Og á þeim kennisetningum keyra þeir prófessorsembætti í Háskóla Íslands meira að segja. Þar eiga þeir Hannes Hólmstein hugmyndafræðing Valhallarliðsins og Helga Ás Grétarsson sem LÍÚ kostar alfarið til að breiða út lygina um hagræðingu kvótakerfisins og framsals aflaheimildanna. Fiskistofnarnir eru nefnilega öflugasta auðlind frjálshyggjunnar á Íslandi og frá þeirri auðlind streymdi fjármagnið sem nærði útrás íslensku fésýslutittanna sem lauk með innrásinni á heimili íslenskra fjölskyldna. 

Og trúðu mér: Það var ekki umhyggja fyrir einstaklingnum sem stýrði hinum skjótu viðbrögðum ráðherranna þegar þeir breyttu bönkunum í ríkisbanka og skipuðu "skilanefndirnar" í bókhald gömlu bankanna. Trúir þú kannski einu orði af því sem þar kemur í ljós "þegar velt hefur verið við hverjum steini?"

Með jóla-og vinarkveðju!

Árni Gunnarsson, 24.12.2008 kl. 16:35

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól!

Þorsteinn Briem, 25.12.2008 kl. 10:49

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sælt veri fólkið. Ég hef ekki verið í netsambandi fyrr en nú og vil þakka ykkur innlitin.

Gleðileg jól, sömuleiðis öll. Steini takk fyrir góðar vísur. Hippókrates takk sömuleiðis.

Árni ég held þú hafi rétt fyrir þér. Ég er svo einfaldur stundum að halda að stjórnmálamenn meini það sem þeir segja. Svo ég svari spurningu þinni síðan þá trúi ég því ekki að þetta lið sem er við stjórnvölinn muni velta við steinum sem afhjúpa þeirra eigin pöddur.

Theódór Norðkvist, 26.12.2008 kl. 16:00

15 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér finnst að þú ættir að selja Sjálfstæðisflokknum þetta lýsandi slagorð

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.12.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband