Verða Íslendingar annars flokks þegnar í eigin landi?

Sú hugsun læddist að mér skömmu eftir hrunið og nú virðist það ætla að verða raunin. Vegna verðfalls krónunnar og efnahagshrunsins geta útlendingar komið hingað og keypt það sem þá lystir, en laun venjulegs vinnandi fólks duga ekki einu sinni fyrir nauðþurftum.

Draumaríki nýfrjálshyggjunnar, til hamingju Ísland.


mbl.is Ísland á hálfvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skipta þarf strax um gjaldmiðil. Það er ekki hægt að búa við þessa tyggjókrónu lengur, hún brennir upp verðmæti landsmanna.

Rex 26.12.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn.

Þetta minnir mig á Pólland fyrir mörgum árum. Sjómennirnir okkar sigldu oft þangað og konurnar fóru oft með. Þau gátu keypt allt mögulegt fyrir lítinn pening en á meðan var ólga í landinu og kaupmátturinn hjá almenningi var lítill og sennilega minni en hér. Það var ömurlegt ástand í Póllandi á þessum árum. Sem betur fer hafa þau það betra núna.

Ég trúi því að Guð muni snúa við högum okkar.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.12.2008 kl. 22:27

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er margt að gerast núna sem fólk hefur ekki hugsað til enda. þakka þér þessa skarpskyggni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.12.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Theódór,

Því miður stefnir allt í að annar og jafnvel þriðji flokkur verði það sem Íslendigar þurfi að búa við næstu árin.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.12.2008 kl. 00:45

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er efnahagsstjórnin sem er sökudólgurinn, ekki krónan. Hún er bara málmur og bréf. Já, Rósa erum við að verða Pólland norðursins? Guð getur snúið við okkar högum, en það gerist aðeins ef tekið er á sjúkdómnum. Að öðrum kosti deyr sjúklingurinn.

Takk sömuleiðis, Jakobína og takk fyrir þín beittu skrif. Kjartan, einmitt.

Theódór Norðkvist, 27.12.2008 kl. 20:23

6 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Mikið rétt. Það lýtur út fyrir það. 

Ég vil samt óska þér gleðilegs nýs árs og friðar, með kærum þökkum fyrir árið sem nú fer að líða undir lok.  Vonum bara að Guð blessi landið okkar og hagstjórnun á næstu árum. Megi auðlindir okkar gefa af sér margfalt í þjóðarbúið. 

Bryndís Böðvarsdóttir, 29.12.2008 kl. 02:43

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk sömuleiðis, Bryndís. Ég tek undir bænir þínar.

Theódór Norðkvist, 29.12.2008 kl. 09:19

8 Smámynd: Ingólfur T Garðarsson

Þetta hefur nú riðið yfir allar þjóðir reglulega í gegnum tíðina.  Hvenær hafa erlendir aðilar ekki geta keypt það sem þeir hafa viljað hér á landi sem annarsstaðar í gegnum tíðina?. En aldrei gengur þetta upp í raun.  Kanski er stærsta málið hvernig þjóðir ætla að tækla alþjóðavæðinguna, þar sem gjörðir fyrirtækja/einstaklinga hafa áhrif heimshorna á milli,.

Ingólfur T Garðarsson, 30.12.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 104756

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband