1.1.2009 | 20:34
Ótíndir og týndir glæpamenn
Ari Edwald, forstjóri 365-miðla, segir að finna megi vopnaða ótínda glæpamenn meðal mótmælenda. Reyndar er talað um ótýnda glæpamenn í frétt Vísis, en það hlýtur að vera um stafsetningarvillu að ræða hjá baugsmiðlinum.
Ótýndur glæpamaður þýðir að umræddur glæpamaður sé fundinn og ekki lengur týndur. Ari Edwald ætti að tala varlega um glæpamenn, hvort sem er ótýnda, ótínda, týnda eða tínda. Hann er sjálfur að starfa í umboði tínds glæpamanns, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í þeim skilningi að hann hefur hlotið dóm fyrir bókhalds- og skattasvik.
Jón Ásgeir er þar að auki týndur glæpamaður að því leyti að hann hefur ekki verið fundinn sekur í réttarhöldum fyrir aðild sína að svikamillunni í kringum Glitni, FL-Group, Sterling og fleiri félög sem hefur kostað skattgreiðendur hundruð milljarða.
Loks má bæta við að féð sem þessir menn hafa haft af skattgreiðendum er týnt þýfi. Líklega verður það tínt upp í einhverri skattaparadís Suður-Kyrrahafseyja.Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Takk fyrir íslenskukennsluna.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.1.2009 kl. 22:15
Ekkert að þakka, Rósa. Takk fyrir kveðjuna.
Theódór Norðkvist, 1.1.2009 kl. 22:30
Já týndur, tíndur
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.1.2009 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.