2.1.2009 | 18:05
Hvaða hrottar voru þetta?
Hverjir voru þetta sem voru að hóta ofbeldi þeim sem hóta ofbeldi? Sú saga gengur að annar þeirra sé virtur hagfræðingur í Seðlabankanum.
Ég velti fyrir mér hvötunum á bak við svona fréttir. Það er ekki ólíklegt að með þessari frétt sé verið að reyna að hræða mótmælendur frá frekari þátttöku í mótmælum. Morgunblaðsveldið hefur alltaf gengið erinda peningaaflanna í landinu fyrst og fremst og það kemur auðmönnunum sem sökkt hafa landinu, meðal annars eigendum Morgunblaðsins, mjög illa ef mótmæli og óánægja með óbreytt ástand magnast.
Slæmt er ef ófriðurinn mun magnast, eins og ég spáði reyndar fyrir nokkrum vikum að yrði, ef stjórnvöld halda áfram að draga lappirnar við að þrífa upp eftir sig skítinn, en ég vona og trúi að mótmælendur muni ekki láta þetta atvik hræða sig frá réttlátum mótmælum.
Þrátt fyrir að tveir vitleysingar séu að þykjast vera eitthvað og veitast að fólki er ekki þar með sagt að það verði að reglu að veist verði að mótmælendum með ofbeldi.
Mótmælendum ógnað á gamlársdag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Annar ku vera starfsmaður Seðlabankanns
hilmar jónsson, 2.1.2009 kl. 18:11
þetta voru týpískir sjálfstæðismenn.. þeir voru að reyna að græða og fara svo heim í grillið á eftir .. en voru truflaðir við þá iðju sína.
Óskar Þorkelsson, 2.1.2009 kl. 18:47
Nákvæmlega, Óskar. Ólafur Klemensson heitir sá eldri.
Theódór Norðkvist, 2.1.2009 kl. 18:54
Svona ykkur að segja var þetta alveg ótrúleg innkoma þessarar manna. Þeir gengu þarna um og hrintu og bæði konum (eins og sést á myndbandinu) og örðum um koll sem á vegi þeirra urðu. Annar reyndi að sparka í liggjandi mann sem var verið að hlúa að og hafði orðið fyrir piparúða. Þá spurði ég hann hvort það væri allt í lagi með kollinn á honum og þá hrinti hann mér ég snéri mér undan og horði í augun á honum og sagði "Gjörðu svo vel og gefðu mér á kjafinn ef þér líður betur með það" þá reiddi hann til höggsins (og þar hefur myndavélin náð atvikinu og sést það á stillimyndinni á undan fréttinni). Hann hins vegar hætti við að kýla mig og hrinti þess í stað konunni sem næst var. Svona gengu þeir í gegnum ca. 500 manna hóp mótmælenda og hrintu og ýttu þeim sem fyrir urðu - og í raun er ótrúlegt að þessir hrottar hafi farið í gegnum hópinn án þess að nokkur svo mikið sem ýtti til baka (og það segir e.t.v. hversu mikið mótmælendurinir voru tilbúnir að beita ofbeldi þarna fyrir framan Hótel Borg).
Þór Jóhannesson, 2.1.2009 kl. 21:20
Ljótt er að heyra. Alveg með ólíkindum að hátt settur hagfræðingur hjá Seðlabankanum skuli haga sér svona eins og versta fótboltabulla. Ekki eykur það á virðinguna fyrir þeirri stofnun.
Hún minnkar reyndar ekki hjá mér, virðingin fyrir Seðlabankanaum við þessar fréttir, því hún var engin fyrir.
Theódór Norðkvist, 2.1.2009 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.