Stríð Íslands

Egill Helgason spyr hvort Ísland sé í stríði. Ég fullyrði að íslensku þjóðinni hefur verið sýnt tilræði. Þar með hljótum við að vera í stríði, sem við reyndar báðum ekki um, allavega ekki sá sem hér ritar.

Staðan er sú að bankakerfið er í rúst, atvinnuvegir, heimili og sveitarfélög hafa þurft að horfa upp á lán og greiðslubyrði tvöfaldast. Þeir sem eru svo heppnir (eða þannig) að vera með verðtryggð lán skulda 30-40% hærri fjárhæð en fyrir nokkrum árum síðan. Gjaldmiðill okkar hefur hrunið gagnvart helstu viðskiptalöndum okkar.

Hvað er þetta annað en árás á efnahagslíf landsins? Ég er samt ekki alveg tilbúinn að trúa fullyrðingum Johns Perkins og Michaels Hudson um að við höfum orðið fyrir árás efnahagsböðuls. Getur þetta verið verk eins manns?

Það er mjög mikilvægt í stríði að ganga ekki í lið með óvinunum, þeim sem annaðhvort eru beinir orsakavaldar að því sem gerst hefur, eða vilja nærast á ógæfu okkar. Vörumst það.

island_stungid


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 104761

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband