19.9.2009 | 17:23
Athugasemd við færslu Sigurðar Þórs Guðjónssonar
Trúmála eru yfirleitt mjög eldfimt umræðuefni hér á blogginu. Sigurður Þór Guðjónsson, sá annars ágæti bloggari, hefur lag á að kynda upp í þeim arni. Fyrir fáeinum dögum skrifaði hann færslu um að ekkert væri að marka Biblíuna. Rökin fyrir því voru að mér virðist einna helst þau að Gunnar í Krossinum er skilinn við konuna sína.
Hvernig Sigurður Þór kemst að því að ekkert er að marka eitthvað trúarrit, ef einhver sem starfar við að prédika boðskapinn fer ekki eftir honum sjálfur, er mér hulin ráðgáta. Fyrir mörgum árum síðan var dómari einn tekinn ölvaður undir stýri. Það er greinilega ekkert að marka umferðarlögin.
Ég beið greinilega of lengi með að blanda mér í umræðuna, því Sigurður Þór hefur lokað fyrir athugasemdir. Honum hefur sjálfsagt þótt nóg komið, en ég kem þá bara minni athugasemd á framfæri hérna.
Sigurður Þór vitnar í bókina sem er ekkert að marka, 19. kafla Matteusarguðspjalls, 3.-6. vers nánar tiltekið:
Þá komu til hans farísear og vildu freista hans. Þeir spurðu: "Leyfist manni að skilja við konu sína fyrir hvaða sök sem er?"
Hann svaraði: "Hafið þér eigi lesið, að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: ,Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður. Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja."
Af þessum tveimur málsgreinum dregur Sigurður Þór þá niðurstöðu að ekkert sé að marka hinar 1.200 (eða svo) blaðsíður Biblíunnar. Það er rétt að skoða hvernig þetta samtal Jesú við faríseana endaði:
Þeir segja við hann: "Hvers vegna bauð þá Móse að gefa konu skilnaðarbréf og skilja svo við hana?"
Hann svarar: "Vegna harðúðar hjartna yðar leyfði Móse yður að skilja við konur yðar, en frá upphafi var þetta eigi þannig. Ég segi yður: Sá sem skilur við konu sína nema sakir hórdóms og kvænist annarri, drýgir hór."
Þá sögðu lærisveinar hans: "Fyrst svo er háttað stöðu karls gagnvart konu, þá er ekki vænlegt að kvænast."
Hann svaraði þeim: "Þetta er ekki á allra færi, heldur þeirra einna, sem það er gefið. Sumir eru vanhæfir til hjúskapar frá móðurlífi, sumir eru vanhæfir gjörðir af manna völdum, sumir hafa sjálfir gjört sig vanhæfa vegna himnaríkis. Sá höndli, sem höndlað fær."
Frelsarinn ítrekar að hjónabandið er ekki léttvægur sáttmáli, en gerir sér grein fyrir breyskleika mannanna. Hinsvegar er ljóst af niðurlagi þessara orða að hjónaband sem heppnast er gjöf frá Guði. Það er hann sem gefur bæði konunni og karlinum hæfileika til að elskast og búa saman í sátt og samlyndi.
Eðlilega vekur athygli þegar harðir trúboðar eins og Gunnar stíga þetta óheillaskref. Við erum hinsvegar mannleg. Lög falla ekki úr gildi við það eitt að prófessorar við Háskólann brjóti þau.
Það verður síðan ekki tekið af Gunnari, þrátt fyrir harðan boðskap hans, að hann hefur prédikað fyrirgefninguna í Jesú Kristi. Hann á jafnmikinn kost á henni og aðrir.
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er svosem sammála þér með að lög falli ekki úr gildi þó einhver brjóti þau.
Gunnar er hinsvegar á leið til helvítis miðað við eigin kenningar (og biblíunnar).
Þú talar um skilnað sakir hórdóms, en guðinn þinn er nú miskunnarlausari en það :
Lúk 16:18
"Hver sem skilur við konu sína og gengur að eiga aðra drýgir hór, og hver sem gengur að eiga konu, sem skilin er við mann, drýgir hór."
Og allir vita að guð vill ekki að menn drýgi hór, ég þarf varla að kvóta ritningarstaði til að sýna fram á það.
Gunnar á ekki sama kost á fyrirgefningu og aðrir, hann hefur drýgt hór. Gunnar er því hórkarl í augum guðs héðan í frá. Hann er því á svipuðum stað og hommarnir sem sá hinn sami Gunnar hefur fordæmt hingað til :)
Björn I 19.9.2009 kl. 17:59
Sæll Björn I. Fyrir það fyrst er það ekki ég sem tala um að skilnaður sé leyfilegur sakir hórdóms. Ég var að vitna í ritningarstað í Nýja testamentinu þar sem látið er að því liggja. Auk þess er ekkert í þessum orðum í Lúkas 16:18 sem ógildir fyrri tilvitnunina. Þú verður að skýra það betur ef þú telur svo vera.
Ég er ekki að leggja neinn dóm á það sem Gunnar sagði, eða sagði ekki. Þú veist greinilega meira um það en ég. Það er sennilega rétt að mun alvarlegra þegar þeir sem hafa prédikað mikið fyrir öðrum brjóta gegn eigin boðskap, en þegar þeir sem eru fáfróðari falla í freistni.
Hinsvegar tel ég að Gunnar eigi rétt til fyrirgefningar gegn því að iðrast gjörða sinna. Munum líka að Guð er sá sem dæmir á endanum, ekki við.
Theódór Norðkvist, 19.9.2009 kl. 18:47
er virkilega einhver svo bláeygur að trúa, að prédikarar lifi eftir kenningum sínum?
Það er álíka trúanlegt eins og að halda að ekki sé stundað vændi á Goldfinger eða að Gunnar fyrrverandi bæjarstjóri hafi ekki hyglað ættingjum og vinum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.9.2009 kl. 20:40
Matthew 34 through 39 has sometimes been used to argue that divorce is permitted in the New Testament, if one spouse is not a follower of God, since there is lots of evidence that Jesus believed caring for one's soul was more important than following the rules.
37 “He who loves father or mother more than Me is not worthy of Me; and he who loves son or daughter more than Me is not worthy of Me. 38 “And he who does not take his cross and follow after Me is not worthy of Me. 39 “He who has found his life will lose it, and he who has lost his life for My sake will find it.
Lissy 19.9.2009 kl. 23:40
Thank you for your comment, Lissy. A very interesting point. You are referring to the 10th chapter of Matthew, verses 37-39. Actually Paul touches on this subject in the sevent chapter of his first letter to the Corinthians. He says clearly that a believer and a disbeliever should continue their marriage. The only exception being when the disbeliever wants divorce.
Þakka þér fyrir athugasemdina, Lissy. Þetta er mjög athygliverður punktur. Þú ert að vísa til 10. kafla Matteusar, 37.-39. vers. Páll postuli fjallar einnig um þetta efni í fyrra bréfi sínu til Korintumanna, sjöunda kafla. Hann segir þar að trúaður einstaklingur sem er giftur vantrúuðum, skuli þau ekki skilja. Nema ef hinn vantrúaði vill skilnað.
Theódór Norðkvist, 20.9.2009 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.