Skattar hærri hér, bara dulbúnir

Skattar eru miklu hærri á Íslandi en í Svíþjóð og Danmörku. Þeir heita bara öðrum nöfnum. Tökum dæmi:

Meðalstór íbúð kostar 20 milljónir. Miðað við 15 milljón króna íbúðarlán eru verðbætur sem leggjast á höfuðstól lánsins fyrsta árið 750 þúsund krónur í 5% verðbólgu og enn meira næstu ár.

Það er u.þ.b. 10% skattur af 7 milljón króna samanlögðum tekjum hjóna, sem bætist ofan á hefðbundna skattprósentu.

Af 2 milljón kr. bílalán eru verðbætur í 5% verðbólgu 100 þúsund krónur. 1,5% til viðbótar þar. Síðan bætast við allskyns opinber þjónustugjöld, sem frjálshyggjusinnaðar ríkisstjórnir hafa lagt á almenning hér á landi, en þekkjast ekki á hinum Norðurlöndunum.

Hærri skólagjöld og þar með hærri námslán sem hvíla á ungu fólki, lóðarkaup og margt fleira mætti tína til. Ég leyfi mér að efast um að raunverulegur skattur sé undir 60% á flesta.


mbl.is Hæstu skattarnir í Svíþjóð og Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki það að ég vilji vera að verja verðtryggingu á einn eða neinn hátt þá er tvennt ólíkt neysluskattar og tekjuskattar. Það eru aðeins tekjuskattar sem verið er að bera saman í fréttinni.

 Það má líka benda á að húsnæðisverðið hefur nokkurn vegin haldist í hendur við breytingar á vísitölunni þannig að raunskuldir sem hlutfall af verðmæti húsnæðis hafa ekki verið að aukast ef horft er yfir lengra tímabil, og það er maður tilneyddur að gera þar sem húsnæðiskaup eru langtímafjárfesting.

Verðtrygging skammtímalána eins og bílalána eru svo sérkapítuli og hreint ótrúlegt að fólk skuli yfir höfuð taka lán með verðtryggingu til fjárfestinga eins og bílakaupa.

Varðandi þjónustugjöld, námslán og annað slíkt þá er það náttúrulega ljóst að hlutirnir kosta allir eitthvað og spurningin er bara hvort við greiðum fyrir almannaþjónustu með tekjusköttum eða óbeinum sköttum í formi þjónustugjalda.

Ég bý í Danmörku og hallast æ meir að þeirri hugmynd að háir skattar (Danmörk) og ódýr eða frí almannaþjónusta sé vænlegri kostur en lágir skattar (Ísland telst þar með, miðað við aðrar norðurlandaþjóðir) og þjónustugjöld.

Hjalti Finnsson 20.9.2009 kl. 08:35

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég veit vel að fréttin fjallar um tekjuskatt fyrst og fremst. Ég vil samt benda á að það verður að taka skattlagningu í heild, eða réttara sagt álögur í hvaða formi sem er á íbúana til að fá réttan samanburð.

Ég skil ekki hvernig hlutfall skulda af verðmæti húsnæðis tengist þessu sem ég er að segja. Hjón sem skulda 30 milljónir í 60 milljóna króna eign eru alveg jafn illa sett hvað vaxtabyrði varðar og hjón sem skulda sömu fjárhæð í húsnæði sem er 20 milljón króna virði.

Theódór Norðkvist, 20.9.2009 kl. 14:23

3 identicon

Það sem ég ætlaði að reyna að benda á var að verðbætur eru ekki skattur. Ég er alveg algjörlega sammála þér í að verðtrygging lána er hörmungarfyrirkomulag en það breytir ekki því að þetta er ekki skattur.

Held reyndar líka þegar allt er tekið með þá sé skattpíningin í DK meiri en á Íslandi, þó að allt sé tekið með, bæði beinir og óbeinir skattar. Nefni í því sambandi gríðarlega gjöld á bíla og bensín og að auki ýmis umhverfisgjöld t.d. á rafmagn, vatn, frárennsli og fleira mætti nefna.

Hjalti Finnsson 20.9.2009 kl. 20:49

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Verðtrygging er í lagi, ef viðmiðunin er rétt. Vísitala neysluverðs hefur aldrei verið rétt vísitala til verðtryggingar á lánum til íbúðarkaupa, ekki frekar en að nota heimsmarkaðsverð á olíu sem vísitölu.

Ef höfuðstóll hækkar um 750 þús. kr. í 5% verðbólgu þá er viðbúið að verðgildi íbúðarinnar hækki um sömu 5 prósentin, sem myndi gera eina milljón. Þannig ÆTTI verðtryggingin að virka, ef grunnur hennar væri ekki svona galinn. Alla vega í eðlilegu árferði.

Bílalán eru í eðli sínu neyslulán og í lagi mín vegna að nota NVT vegna þeirra, en það eru hins vegar myntkörfulánin sem eru að fara verst með bílakaupendur. Þeim var ýtt að kaupendum sem langbesta kostinum og nú deila menn um hvort þau hafi verið lögleg.  Er það ekki makalaust dæmi um ruglið síðustu ár?

Kannski að maður taki saman blogg um "heilbrigða verðtryggingu" lána til íbúðarkaupa. Það er of langt mál að rappa um það hér í athugasemd.

Haraldur Hansson, 21.9.2009 kl. 18:12

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mikið rétt, Haraldur. Það sem mér finnst verst við verðtrygginguna er að hún skyldi hafa verið tekin af launum, en haldið áfram á lánsfél. Ég tel það vera hreinan og beinan þjófnað.

Já, bloggaðu endilega um verðtryggingu.

Theódór Norðkvist, 21.9.2009 kl. 18:47

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

...af lánsfé.....

átti það að vera.

Theódór Norðkvist, 21.9.2009 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 104761

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband