5.11.2012 | 21:46
Þegar ódýrt verður dýrt og dýrt ódýrt
Ég hef alltaf sagt að ef einhver er tilbúinn að forrita fyrir mig kauplaust er ég afskaplega þakklátur. Ég vantreysti samt miklu af þessum frjálsa opna hugbúnaði. Ef eitthvað fer úrskeiðis er enginn ábyrgur, vegna þess að enginn keypti hugbúnaðinn og hver sem sækir hann og notar, gerir það á eigin ábyrgð.
Þú getur allavega kallað einhvern til ábyrgðar ef keyptur hugbúnaður bilar. Fyrir utan það að opinn hugbúnaður er oft allt að því ónothæfur hugbúnaður. Gott dæmi um þetta er OpenOffice. Það er vonlaust eða óskiljanlegt hvernig á að gera marga hluti sem þú ert vanur að gera í Microsoft Office, vandræðalaust. Auk þess hefur OpenOffice ekki verið viðhaldið í mörg ár.
![]() |
Mætti spara mikið með frjálsum hugbúnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2012 | 18:19
Góður árangur hjá Skaganum
Ég byrjaði sem ungur piltur að halda með ÍA í efstu deild, þar sem þeir voru lengi vel eina landsbyggðarliðið. Það hefur breyst, en ég hélt í hefðina. Það voru litlar líkur á því að þeir myndu halda þeim dampi sem þeir byrjuðu með út allt mótið og niðurstaðan 6. sætið, er nokkurn veginn í samræmi við það sem ég bjóst við að yrði hlutskipti liðsins. Rétt er að benda á það að einungis munar fjórum stigum á ÍA í sjötta sæti og Breiðablik í öðru sæti. Á tímabili hélt ég að fallbaráttan blasti við á Skaganum, en það varð aldrei raunin.
Það má geta þess að Skaginn missir eiginlega hjartað úr sóknarlínu liðsins um mitt mót. Gary Martin til KR og Mark Donninger til Stjörnunnar. Fá lið myndu þola að missa helstu ásana sína og allra síst lið sem er ekki með mikla breidd fyrir. Eins og Þórður bendir einmitt á, var breiddin hjá liðinu ekki næg til að hafa betur í toppbaráttunni gegn fjársterkari liðum á höfuðborgarsvæðinu, sem geta lokkað til sín leikmenn með loforðum um betri kjör.
En sem sagt ágætis árangur hjá Skagamönnum og ég óska FH til hamingju með titilinn. Heilt yfir voru þeir besta liðið.
![]() |
Þórður: Þú verður að spyrja stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2012 | 01:09
Segir allt sem segja þarf um FLokkinn
Að Sjálfstæðisflokkurinn skuli rúlla hrunverja upp í eitt af æðstu embættum flokksins, er auðvitað grátlegt, en lýsir því spillingarbæli vel. Bjarni Ben, flæktur í sín Vafningsmál, búinn að kosta þjóðfélagið u.þ.b. 18 milljarða með því að sturta bótasjóð Sjóvár niður í frægu fjármálabraski, velur annan hrunverja til metorða í flokk sínum, sem kostaði skattgreiðendur að vísu ekki nema u.þ.b. helming af þeirri fjárhæð sem Vafningsbraskið kostaði almenning í landinu. Líkur sækir líkan heim.
Þennan söfnuð braskara ætla u.þ.b. 40% þjóðarinnar að lyfta til æðstu metorða, valda og áhrifa. Afsakið meðan ég æli. Er svona þjóð viðbjargandi?
![]() |
Lýsa yfir vonbrigðum með ákvörðun formannsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2012 | 13:13
Glæpahópar að spila með sofandi kerfiskarla
Eins og fram hefur komið hjá ýmsum öðrum bloggurum, er augljóst að ef þessar konur væru raunverulegir flóttamenn, hefðu þær ekki getað reitt hundruðir þúsunda fram fyrir flugmiða (með milliflugi því það er ekki flogið beint frá Nígeríu hingað) auk þess að geta keypt sér rándýr fölsuð persónuskilríki. Það er augljóst að einhver mansalssamtök eru að gera þær út og á eftir hverri þeirra fylgir sjálfsagt 100 manna ætt.
Fyrir utan að ég leggst eindregið gegn því að fylla landið af erlendum flóttamönnum, hvort sem þeir eru bara að flýja sjálfa sig, leiðindi, fátækt eða annað. Um þá sem eru raunverulega að flýja stríðsátök gegnir öðru máli, það er kannski í lagi að skoða nokkur svoleiðis tilvik á ári.
Það er svo mikið af fólki frá Asíu, Afríku og víðar, að manni finnst maður varla staddur lengur á Íslandi þegar maður gengur um götur Reykjavíkurborgar. Mér er alveg sama þó ég verði kallaður rasisti af illgjörnu liði. Við erum lítil þjóð og með lítið land, við getum ekki frelsað allan heiminn. Það eru fleiri milljarðar undir fátæktarmörkum og stór hluti þeirra vill flýja örbirgð og komast til Vesturlanda.
Ef það á að hleypa öllum inn, endar það bara með því að Íslendingar verða ekki til sem þjóð innan fárra áratuga. Við getum reynt að hjálpa þeim sem eiga erfitt, en helst að hjálpa þeim á þeim stað sem þeir eru. Margir halda að með því að flytja eitthvað annað leysast öll vandamál, en þannig er það ekki. Stundum er vandamálið hjá fólkinu sjálfu. Oft hafa fátæk lönd komið sér í sína slæmu stöðu vegna spillingar, innbyrðis átaka og ýmissa rangra ákvarðana. Ef þessar þjóðir myndu eyða orkunni í að rækta upp landið í stað þess að skjóta hausinn hver af öðrum, væri staðan allt önnur.
![]() |
Sex nígerískar konur leita hælis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2012 | 00:01
Oddný Harðardóttir fær hrós
Ekki bjóst ég við að ég ætti eftir að hrósa fjármálaráðherra Samfylkingarinnar, en ég er bara mjög ánægður með Oddnýju Harðardóttur í skuldamálum heimilanna. Íbúðalánasjóður og aðrar fjárglæfrastofnanir hafa undanfarið reynt að stela vaxtabótum af þeim lántökum sem hafa samið um skuldir sínar, s.s. með greiðslufrystingu en Oddný slær á puttana á þeim.
Hún bendir á það sem á að vera augljóst, en er ekki vegna þess að fjármagnsöflin reyna að hindra rétta sýn fólks. Það á að túlka lög um vaxtabætur (sem heita að vísu lög um tekjuskatt, en það er sérkafli um vaxtabætur) lántökum í hag, ef orðalagið er tvírætt að einhverju leyti.
Það er eins og fáir átti sig á því að þó vextir séu ekki staðgreiddir hjá þeim sem hafa samið um greiðslustöðvun að einhverju eða öllu leyti, þá leggjast þeir samt sem áður við höfuðstól lánsins. Sem leiðir auðvitað til þess að ef lántaki byrjar að greiða aftur eftir ákveðinn árafjölda í frystingu, verður höfuðstóllinn u.þ.b. hálfri milljón kr. hærri hvert ár, miðað við hvernig hann yrði ef lántakinn myndi greiða vaxtabæturnar inn á lánið.
Þar með verður vaxtabyrðin enn þyngri, en vaxtabæturnar verða þær sömu - geta ekki orðið hærri en u.þ.b. hálf milljón. Sá sem er sviptur vaxtabótum vegna greiðsluhlés, mun þannig aldrei fá skaðann bættan.
Hafi menn áhyggjur af því að lántakar noti vaxtabæturnar til að fara til útlanda eða kaupa jeppa, er einfalt að koma í veg fyrir það. Greiða vaxtabæturnar inn á höfuðstól lánsins/lánanna sem mynda(r) stofn til vaxtabóta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2012 | 17:58
Að kunna að tapa með sæmd...
...virðist vera mannkostur sem Þóra Arnórsdóttir býr ekki yfir. Í þessari frétt um það sem haft er eftir henni um kosningarnar, er ekki að finna snefil af rökstuðningi fyrir stóryrðunum. Þó svo að ég hafi ekki lesið viðtalið finnst mér ólíklegt að rökstuðningurinn komi fram, enda íslenskir fjölmiðlamenn þekktir fyrir að leyfa viðmælendum sínum að slá nánast hverju sem er fram, án þess að krafa sé gerð um að gögn, heimildir og rökstuðningur fylgi.
Þóra kvartar undan því að Ólafur hafi veist að henni nánast á sjúkrasæng vegna barnsburðar. Hún hefði kannski átt að huga að því hvaða áhrif krefjandi kosningarbarátta gegn gömlum ref af vettvangi stjórnmálanna í áratugi myndi hafa á ófætt barn hennar og alla fjölskylduna, áður en hún skellti sér í framboð. Til er orðtak sem segir efnislega, ef þú þolir ekki hitann, hvað ertu þá að þvælast í eldhúsinu? Hefði a.m.k. verið skynsamlegra hjá henni að sleppa þessu, en að koma eftir á særð og þrekuð og gráta út samúð.
Síðan segir hún að Samfylkingartengingin hafi verið ósanngjörn og lætur eins og hún hafi ekkert verið til staðar. Fyrir þá sem kunna að leita á netinu, er auðvelt að finna fljótt út að þarna er Þóra að segja ósatt. Eins og fram kemur í eftirfarandi frétt er að finna flesta helstu talsmenn og þingmenn Samfylkingarinnar og VG á lista yfir meðlimi hópsins Betri valkost á Bessastaði, sem var beinlínis stofnaður til höfuðs Ólafi Ragnari.
http://www.vb.is/frettir/71074/
Annars er merkilegt að þegar farið er á síðu hópsins, er aðeins einn meðlimur skráður. Svala Jónsdóttir, sem stofnaði hópinn. Samt kemur fram á fyrrnefndri vefslóð að meðlimir hópsins hafi verið 2.200 þegar mest var, kannski eitthvað aðeins minna ef frá eru dregnir þeir fáu sem hafa verið skráðir að sér forspurðum. Er verið að fela Samfylkingarupprunann, eins og óhreinu börnin hennar Evu?
https://www.facebook.com/groups/243243939102772/members/
Að lokum, þá er það með ólíkindum að Þóra skuli ekkert sjá athugavert við að eiginmaður hennar sé að sjá um fréttir af forsetaframboðsmálum, á sama tíma og hún sjálf er að undirbúa framboð (og þau hjónin bæði tvö.) Kemur aðeins með ásakanir um dylgjur og ómaklega framgöngu, án rökstuðnings eins og venjulega.
![]() |
Þóra: Viðbrögð RÚV léleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2012 | 23:27
Illa farið með Svavar
Þó lesendur þessarar bloggsíðu (báðir) hafi tekið eftir að ég hef ekki verið neinn aðdáandi framboðs Þóru Arnórsdóttur, verð ég að segja að mér hefur þótt leitt hvernig meðferðin á Svavari hefur verið í kosningarbaráttunni og vil taka upp hanskann fyrir hann.
Þá nefni ég auðvitað fyrst þessar sögur um líkamsárásir hans og allt ömurlega slúðrið í kringum þær. Það er allt í lagi að skoða fortíð þeirra sem munu hugsanlega taka við lyklavöldum á Bessastöðum, en þetta var of mikið. Það er mannlegt að missa stjórn á sér og það er ekki óalgengt að karlmenn á þrítugsaldri sláist, sér í lagi þegar vín hefur verið haft um hönd. Hvað varðar meint ofbeldi gagnvart tengdaömmunni, kann það að vera yfirsjón en þarf ekki að merkja að viðkomandi sé ofbeldishneigður, auk þess sem svoleiðis hneigðir rjátlast oftast af mönnum með aldrinum.
Síðan verð ég að segja að mér fannst framkoma Þóru, hans eigin konu, í hans garð í fjölmiðlum, hreinlega vera lítilsvirðing. Hún talaði um að senda Svavar á sjóinn! Það finnst mér benda til að hún telji sig vera höfuð fjölskyldunnar og að hún geti sent karlinn sinn hingað og þangað eins og heimilishundinn.
Ef þetta er jafnrétti kynjanna er ég á móti svona jafnrétti. Það er ekki jafnrétti að snúa frá því að maðurinn sé höfuð konunnar í það að konan sé höfuð mannsins.
![]() |
Svavar ekki enn kominn með pláss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2012 | 22:21
Seðlar stjórna í boltanum
Þetta virðist alltaf gerast þegar Skaginn nálgast stórveldin, þó ÍA sé stórverldi frá fornri tíð. Þeir missa bæði aðkeypta leikmenn og þá efnilegu ungu stráka sem félagið hefur lagt mikla fjármuni og vinnu í að gera að góðum leikmönnum. Tryggð ungra knattspyrnumanna við sitt eigið heimalið er að deyja út eins og risaeðlurnar og aðrar óvættir úr grárri forneskju. Ég tek fram að ég er ekki mjög trúaður á risaeðlur, en datt ekkert betra í hug til að líkja þessu tvennu saman.
Ég lýsi því yfir að sigur í Pepsi-deildinni (enn eitt merkið um að Mammon er að gleypa og hefur nánast gleypt þessa áður göfugu íþrótt) er ekki marktækur, þar sem þetta er bara spurning hver getur ausið úr stærstu sjóðunum og hefur velvild stórfyrirtækjanna.* Sem flest eru reyndar ævintýralega skuldsett og lifa á meðgjöf frá ríkinu/bönkunum, en það er önnur saga.
*Með fyrirvara um að fjársterku félögin, Kr FH eða Valur vinni deildina.
![]() |
Doninger einnig á förum frá ÍA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2012 | 20:22
Gamlir hrunverjar fá bitlinga
Manni verður óglatt að sjá þessi gömlu andlit hrunstjórnar Framsóknar og Sjalla birtast þegar verið er að úthluta bitlingum. Magnús Stefánsson er ekki einu sinni af Suðurnesjunum, hann getur ekki hafa fengið þessa stöðu í gegnum neitt annað en klíku og pólitík. Íslensk stjórnmál eru söm við sig, gegnumrotin af spillingu og einkavinahyglingu.
Síðan er ótrúlegt að laun bæjarstjóra í 1.500 manna bæjarfélagi skuli vera svipuð og hjá tífalt stærri sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Hugsið ykkur, útsvarstekjur 10-20 íbúa í Garðinum fara ekki í neitt annað en að láta bæjarstjórann safna spiki.
![]() |
Magnús verður bæjarstjóri í Garði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2012 | 01:25
Stjórnvöld, byrjið á að mæta þörfum allra Íslendinga...
![]() |
Fordómar gagnvart flóttamönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
-
zeriaph
-
eeelle
-
tbs
-
rosaadalsteinsdottir
-
baenamaer
-
ulli
-
saemi7
-
skulablogg
-
kuriguri
-
vilhjalmurarnason
-
marinogn
-
hreinn23
-
vonin
-
icekeiko
-
maeglika
-
fun
-
axelpetur
-
prakkarinn
-
rafng
-
kreppan
-
hehau
-
photo
-
sjalfbodaaron
-
mofi
-
hlynurh
-
bjarnimax
-
astromix
-
ea
-
huldumenn
-
muggi69
-
jonnnnni
-
gerdurpalma112
-
gp
-
krist
-
jonvalurjensson
-
bassinn
-
gustafskulason
-
diva73
-
jvj
-
maggiraggi
-
toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar