Færsluflokkur: Bloggar

Hættur að blogga á þessum vettvangi

 Vegna síendurtekinna óheilbrigðra afskipta ritstjórnar blog.is af bloggsíðum, lokun fyrir fréttatengingar af litlu tilefni, handahófskenndra lokana ákveðinna bloggsíðna og fyrirvaralausrar auglýsingar á allar bloggsíður á sínum tíma hef ég ákveðið að yfirgefa þennan vettvang. Ég er búinn að stofna nýja bloggsíðu á Wordpress. 

Mér finnst nauðsynlegt að geta ráðið mínu efni sjálfur og það er óþægileg tilfinning að vita að stóri bróðir er stöðugt að kíkja yfir öxlina á manni.

Ég mun halda bloggsíðunni á blog.is opinni áfram, aðallega til að geta sent inn athugasemdir og til að athugasemdir sem ég hef sett inn á bloggsíðum hér hverfi ekki.

Ég vil þakka öllum bloggurum á blog.is, sem hafa kíkt við á minni síðu eða ég á þeirra, ánægjuleg samskipti.

Ég mun halda áfram að setja inn athugasemdir hjá mínum bloggvinum og öðrum, liggi mér eitthvað á hjarta. Ég mun aðeins nota theodorn.blog.is til þess ef ekki er boðið upp á aðra möguleika.


Frjálshyggjustefna Sjálfstæðisflokksins lét opinbert eftirlit sitja á hakanum

Það sem veldur því að Fjármálaeftirlitið var engan veginn í stakk búið til að sinna hlutverki sínu er andúð frjálshyggjuliðsins í Sjálfstæðisflokknum og reyndar innan Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar líka á öllu eftirliti með fjármálaheiminum. Stefnan var að hafa frelsið sem óheftast, markaðurinn átti að ráða og hann sjá um sig sjálfur, helst án alls eftirlits.

Afleiðingin var þjóðarhrun. Það kom fram í norska þættinum um fall íslenska efnahags(við)undursins að árlegt fjárveiting til FME væri aðeins 1/30 af þeirri fjárhæð sem Baugur eyddi í lögfræðikostnað vegna Baugsmálsins.

Það segir sig sjálft að svona fjársvelt stofnun getur ekki sinnt lögfræðilegu eftirlitshlutverki sínu þegar þeir sem á að skoða hafa heilan her af lögfræðingum og alls kyns fræðingum á ofurlaunum við að klekkja á opinberum eftirlitsstofnunum og fara í kringum lög og reglur landsins.


mbl.is „Rauðir í framan af reiði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá þessum grínistum

Greinilega tilvísun í fræga auglýsingu þegar fjárplógsstarfsemi útrásarliðsins stóð sem hæst.
mbl.is Spiluðu knattspyrnu í bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Það er sjálfsagt hjá Kaupþingi að leita réttar síns vegna ofríkis Breta. Íslensku bankarnir þyrftu líka að fara í mál við sjálfa sig þannig að öll undanskot til skattaparadísa og kennitölusvindl verði afhjúpuð og lagt á borðið.

Svikamillur þeirra hafa kostað skattgreiðendur nú þegar mörg hundruð milljarða og sér engan veginn fyrir endann á þeim byrðum. Það er lágmarkskrafa að allt verði rannsakað sem olli hruni efnahags heillrar þjóðar. Engu má sópa undir teppið.


mbl.is Kaupþing fer í mál gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn fullkomni stjórnmálamaður.

Hann býr yfir fjórum mannkostum:

Hann eða hún stelur ekki, svíkur ekki, lýgur ekki.......og finnst ekki.


Farðu nú að segja af þér, sljóa ríkisstjórn!

Geir Haarde, hvenær ætlarðu að skilja það að stjórn þinni er ótækt að sitja áfram? Það hefur aldrei gerst áður í sögu þessa lands að 8 ára barn hafi talað á mótmælafundi gegn ríkisstjórn landsins.

Ekki meir Geir! Þú verður að skilja þessi skilaboð. Þjóðarinnar vegna. Þú hefur fengið rauða spjaldið.

 


mbl.is Mótmælt á Austurvelli á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða hrottar voru þetta?

Hverjir voru þetta sem voru að hóta ofbeldi þeim sem hóta ofbeldi? Sú saga gengur að annar þeirra sé virtur hagfræðingur í Seðlabankanum.

Ég velti fyrir mér hvötunum á bak við svona fréttir. Það er ekki ólíklegt að með þessari frétt sé verið að reyna að hræða mótmælendur frá frekari þátttöku í mótmælum. Morgunblaðsveldið hefur alltaf gengið erinda peningaaflanna í landinu fyrst og fremst og það kemur auðmönnunum sem sökkt hafa landinu, meðal annars eigendum Morgunblaðsins, mjög illa ef mótmæli og óánægja með óbreytt ástand magnast.

Slæmt er ef ófriðurinn mun magnast, eins og ég spáði reyndar fyrir nokkrum vikum að yrði, ef stjórnvöld halda áfram að draga lappirnar við að þrífa upp eftir sig skítinn, en ég vona og trúi að mótmælendur muni ekki láta þetta atvik hræða sig frá réttlátum mótmælum.

Þrátt fyrir að tveir vitleysingar séu að þykjast vera eitthvað og veitast að fólki er ekki þar með sagt að það verði að reglu að veist verði að mótmælendum með ofbeldi.

 


mbl.is Mótmælendum ógnað á gamlársdag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmulegt

Þessar tölur valda mér miklum áhyggjum. Það er verulegt áhyggjuefni að Sjálfstæðisflokkurinn njóti 25% fylgis, Samfylkingin 28% og ríkisstjórnin njóti stuðnings 36% kjósenda. Miðað við þessar tölur gæti ríkisstjórnin haldið velli, væri kosið nú.

Enn og aftur vara ég kjósendur við:

Þeir sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða Samfylkinguna eru að óska eftir félagslegum ójöfnuði, skuldaþrældómi, vaxtaokri, að fjárglæframenn fái að ráðskast með eigur og líf fólksins í landinu og mannréttindi verði áfram fótum troðin.


mbl.is Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36% kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótíndir og týndir glæpamenn

Ari Edwald, forstjóri 365-miðla, segir að finna megi vopnaða ótínda glæpamenn meðal mótmælenda. Reyndar er talað um ótýnda glæpamenn í frétt Vísis, en það hlýtur að vera um stafsetningarvillu að ræða hjá baugsmiðlinum.

Ótýndur glæpamaður þýðir að umræddur glæpamaður sé fundinn og ekki lengur týndur. Ari Edwald ætti að tala varlega um glæpamenn, hvort sem er ótýnda, ótínda, týnda eða tínda. Hann er sjálfur að starfa í umboði tínds glæpamanns, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í þeim skilningi að hann hefur hlotið dóm fyrir bókhalds- og skattasvik.

Jón Ásgeir er þar að auki týndur glæpamaður að því leyti að hann hefur ekki verið fundinn sekur í réttarhöldum fyrir aðild sína að svikamillunni í kringum Glitni, FL-Group, Sterling og fleiri félög sem hefur kostað skattgreiðendur hundruð milljarða.

Loks má bæta við að féð sem þessir menn hafa haft af skattgreiðendum er týnt þýfi. Líklega verður það tínt upp í einhverri skattaparadís Suður-Kyrrahafseyja.

Hefði Sigmundur Ernir átt að rjúfa útsendingu Kryddsíldarinnar fyrr?

Ég var rétt í þessu að horfa á Kryddsíldina á vef Vísis. Það var mjög skrýtin tilfinning að sjá hina settlegu leiðtoga stjórnmálaflokkanna ásamt Sigmundi Erni við dúkað borð undir hrópum og köllum æstra mótmælenda.

Ég er ekki frá því að Sigmundur Ernir átti að rjúfa útsendingu fyrr. Þegar hálftími var liðinn af útsendingunni hafði hann tilkynnt að útbúnaður Stöðvar 2 hefði verið skemmdur og Geir Haarde kæmist ekki inn á Hótel Borg.

Sigmundur átti að vita að starfsfólk hótelsins og Stöðvar 2 væri hætta búin af æstum múgnum. Það var engu líkara en honum þætti bara spennandi að vera í miðju þessa hasars.

Hann átti að rjúfa útsendinguna fyrr til að tryggja öryggi sinna undirmanna. Hann ber ábyrgð á þeim sem yfirmaður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband