Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.10.2010 | 01:40
Stjórnmálafræðingar sem þykjast vera annarskonar fræðingar.
Það hefur lengi tíðkast í þessu þjóðfélagi að stjórnmálafræðingar þykjast vera gildir álitsgjafar á sviðum sem snerta lítið þeirra eigin sérmenntun. Gott dæmi um þetta er Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en þegar Sjálfstæðisflokkurinn réði hér öllu tróð hann sér jafnan fram sem sérfræðingur um jafn ólík svið stjórnmálafræðinni og hagfræði, lögfræði og jafnvel umhverfismál.
Mér sýnist Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor og sérfræðingur í Evrópufræðum vera á sömu leið. Hann var í Silfri Egils í gær og ákærur þingmannanefndar Atla Gíslasonar voru til umræðu. Hann þóttist þess umkominn að geta dæmt Landsdóm sem ónýtt tæki.
Erfitt var að átta sig á hvar hann stendur í þessu máli, en mér sýndist hann einna helst vera á þeirri línu eins og nokkrir aðrir, að setja á stofn einhverskonar sannleiksnefnd að suður-afrískri fyrirmynd. Sú nefnd myndi kalla stjórnmála- og embættismenn lengra aftur í tímann en lög um Landsdóm leyfa og beita þá einhverjum sálfræðihernaði til að fá þá til að segja að sér þyki þetta allt voða leitt sem þeir gerðu eða gerðu ekki. Hann nefndi Davíð Oddsson og Finn Ingólfsson í þessu sambandi, nöfn sem oft eru nefnd þegar rætt er um helstu hrunkvöðlana.
Nú ætla ég ekkert að leggja neinn dóm á ákvæði stjórnarskrárinnar um Landsdóm, enda er lögfræðin ekki mitt sérsvið. En þá sem telja hann vera ónýtan vil ég spyrja hvort við höfum nokkurn annan möguleika til að láta réttvísina ná fram að ganga, en þau lög sem eru í gildi? Hvort sem þau eru illa eða vel smíðuð? Eru meintir gallar við lagasetningu virkilega rök til að gera ekki neitt til að láta þá sem grunaðir eru um eitthvað refsivert svara til saka? Spyr sá sem ekki veit.
Síðan hef ég ákveðnar efasemdir um íslensk-suðurafríska sannleiksnefnd. Fyrirgefningin er mikilvæg en undanfari hennar er sönn iðrun. Við skulum athuga að þegar sannleiksnefndin var kölluð til í kjölfar aðskilnaðarstefnunnar höfðu blökkumenn í Suður-Afríku verið kúgaðir í mörg hundruð ár með vopnavaldi og ofbeldi af hvíta bresk-hollenska minnihlutanum. Þeir voru því veikari aðilinn og ekki víst að þeir hefðu haft stuðning til að fara í harðar refsiaðgerðir gagnvart kvölurum sínum.
Auk þess held ég að ef svona nefnd væri sett á laggirnar sem myndi fyrirfram gefa út þá yfirlýsingu að ekki væri ætlunin að gera neitt við þá sem játa á sig glæpi nema klappa þeim á kinnina myndu hinir forhertu spilltu afbrotamenn úr stjórnmála-, embættismannakerfinu og fjármálaheiminum einungis hlæja að slíkum söfnuði. Þeir myndu vita að þeir gætu bara logið einhverju í nefndina og verið þar með lausir allra mála.
3.10.2010 | 01:45
Sjálfstæðismenn hafa ekkert lært
Standa vörð um hrunkvöðla sína eins og fyrri daginn. Vilja forða þeim frá réttvísinni. Sé að marka skoðanakannanir um að þriðji hver Íslendingur ætla að kjósa Hrunflokkinn kallar það á stórfellda heilarannsókn á stórum hluta þjóðarinnar.
Verst að það er sennilega ekki hægt því Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt heilbrigðiskerfið í rúst.
Harma aðför að Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2010 | 22:29
Reynt að opna eyru ráðamanna og forréttindastétta
Þótt ég hvetji til þess að fólk reyni áfram að opna eyru þeirra sem ráða í þjóðfélaginu held ég að þessi tiltekni eggjakastari hafi lagt of bókstaflegan skilning í þá hvatningu. Er þessi atburður kannski tákn um að þau neyðarhróp sem dunið hafa í eyrum ráðamanna í meira en tvö ár hafa ekki dugað til að þeir leggi við hlustirnar?
Þó vissulega megi færa rök fyrir því að þeir sem hlusta ekki þurfi ekki eyru, þá vara ég við því að grípa til ofbeldis. En það er lengi búið að vara við því að uppskeran yrði óöld af því að taka ekki á málum skatt- og skuldpínds almúgans og skuldhreinsa fjárglæframenn á sama tíma án þess að skerða hár á höfði þeirra.
Vonandi er það ekki að fara að gerast þrátt fyrir atburðina í dag. Eina góða sem getur leitt af þeim er að ráðamenn vakni, ef það er ekki orðið of seint.
Blæddi úr eyra prestsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2010 | 19:41
Þingmaður að brotna undan þunga mótmælanna
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir því í fréttum Sjónvarpsins í kvöld að hún hafi næstum brostið í grát undir mótmælunum við þingsetningu í dag.
Lengi vel taldi ég Ragnheiði vera eina ljósið í því myrkri sem þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er. Sú ljóstýra slokknaði er í ljós (eða myrkur) kom að hún varði hrunvefarann Geir H. Haarde frá því að þurfa að standa ábyrgð vegna afglapa sinna og aðgerðarleysis við stjórn landsins.
Við Ragnheiði segi ég eins og aðra þingmenn með örfáum undantekningum, að það er á hennar valdi að stöðva táraflóðið. Með því að segja af sér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2010 | 15:11
Frétt eða áróður?
Frjálslyndir krefjast þingrofs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2010 | 13:46
Jón Baldvin flengir flokkssystkini sín
Ingibjörg Sólhrun Gísladóttir fær að finna til tevatnsins í viðtali við Jón Baldvin Hannibalsson á Pressunni nú rétt áðan. Fyrrum formaður Alþýðuflokksins bendir á að hann var í svipuðu hlutverki í Viðeyjarstjórninni 1991-1995 og Ingibjörg var í ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Hann var formaður annars stjórnarflokksins og utanríkisráðherra.
Honum hefði ekki dottið í hug að firra sig ábyrgð bara vegna þess að hann var utanríkisráðherra. Jón Baldvin afhjúpar hvílíkar mannleysur það eru sem skipa þingflokk Samfylkingarinnar. Sem harður krati og að vissu leyti faðir Samfylkingarinnar hlýtur það að vera honum mjög þungbær reynsla.
Ég verð að taka undir með JBH. Þingflokki Sjálfstæðisflokksins má segja til varnar að hann elskar spillinguna svo mikið að hann er tilbúinn að skera andstæðing sinn í stjórnmálum úr snörunni til að bjarga eigin hrunverjum. Ekki er hægt að saka Samfylkinguna um að vera samkvæm sjálfri sér á sama hátt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2010 | 19:46
Eru hinir hrunráðherrarnir sloppnir?
Þrátt fyrir að Geir H. Haarde beri mestu sökina á því að hafa steypt þjóðfélaginu fram af brúninni í efnahagsmálum sem æðsti yfirmaður efnahagsmála og forvígismaður þeirrar slöku ríkisstjórnar sem þá var við völd, eru það gríðarleg vonbrigði að Samspillingin skuli fyrst nú virkja margumtalaða skjaldborg sína og þá utan um sína eigin spillingarseggi.
Auðvitað áttu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson að fara fyrir Landsdóm ásamt Geir. Eflaust verður þessi lögsókn veikari vegna meðvirkni vissra þingmanna Samfylkingarinnar með spillingunni.
Ég hinsvegar velti því fyrir mér hvort hin þrjú séu alveg sloppin. Þegar málarekstur hefst í máli Landsdóms gegn Geir H. Haarde kemur kannski ýmislegt í ljós um samstarfsráðherra hans. En ég er ekki nógu vel að mér í stjórnskipun landsins til að geta fullyrt hvort hægt verði að draga þá fyrir dóm síðar meir. Allavega er gott ef sannleikurinn kemur í ljós.
Eitt hefði átt að ná yfir alla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2010 | 13:41
Kristján Arason tekinn við FH
Það kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um lið FH. Héðan í frá munu öll leikkerfi liðsins heita 7 hægri. Verst að það er ekki hægt að gera það sama í handboltanum og í viðskiptaheiminum þegar illa gengur. Stofna nýja kennitölu.
Það væri kannski ekki svo vitlaust að lið sem liggur 6-8 mörkum undir gæti bara stofnað nýtt lið með nýju nafni í miðjum leik, með sama mannskapnum og haldið síðan leiknum áfram í stöðunni 0-0. Best væri að framkvæma nafnabreytinguna þegar fáeinar mínútur eða jafnvel sekúndur eru eftir og freista þess að skora sigurmarkið.
Að læra að vinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2010 | 14:05
Ákall um að eitthvað þurfi að gera
Það er alltaf leitt þegar flokkar sem hafa mannfjandsamlega stefnu ná fótfestu. Eftir að hafa búið í þrjá mánuði í Malmö er ég samt ekki hissa á uppgangi Svíþjóðardemókratanna.
Þegar ég var að ganga um sum hverfin í borginni var ég ekki viss hvort ég væri staddur í Sádí-Arabíu eða Svíþjóð. Hlutfall innflytjenda nær 90% í sumum hverfum að mér skilst og þar eru múslimar lang fjölmennastir. Gott dæmi um hverfi sem líkist meira Beirút en Svíþjóð er Rosengård.
Flestir, þar á meðal íslenski lektorinn í Malmö sem rætt er við í fréttinni, gera sér grein fyrir því að núverandi innflytjendastefna gengur ekki upp. Engin stjórn virðist vera á straumi innflytjenda í landið. Ljóst er að eitthvað verður að gera og það mjög fljótt. Þessi kosningaúrslit eru vísbending um að fólk sé búið að fá nóg. A.m.k. á Skáni þar sem innflytjendur eru fjölmennastir.
Mannréttindaákvæði um frelsi fólks til að flytja hvert sem það vill hamla því að hægt sé að loka landinu. Þar sem það eru alltaf skattgreiðendur í Svíþjóð sem þurfa að greiða kostnaðinn við aðlögun hvers nýs innflytjenda segir mér svo hugur að sænska þjóðin hljóti að ráða í hvað hún noti sinn eigin pening.
Væri kannski ráðið að leyfa innflutning áfram, en þeir sem vilji flytja og aðlagast til nýs lands geri það á eigin kostnað? Mér segir svo hugur að það eitt myndi fækka verulega innflytjendum.
Nýnasistar á nýjum klæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2010 | 21:27
Áskorun
Sýnið mér lánasamning gengistryggðs láns þar sem það stendur svart á hvítu að samningsvextirnir séu tengdir gengistryggingunni órjúfanlegum böndum, þannig að annað geti ekki staðist án hins.
Athugið vandlega að ég vil ekki heyra enn einu sinni blaðrið um anda samninganna, það leiði af samningunum, ágiskanir um hvað lánveitendur voru að hugsa sér eða annað álíka rugl.
Þið getið ekki fullyrt neitt um það nema þið heitið Þórhallur miðill. Með fullri virðingu fyrir honum efast ég þar að auki um að spár Þórhalls stæðust sem vitnisburður fyrir rétti í sakamáli.Höfða verður nýtt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar