Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.8.2010 | 01:45
Börn eru látin þjást af þorsta til að skepnur fái að drekka
Ég hef lengi haft á tilfinningunni að þeir sem ráða á þessu landi séu skepnur, en átti aldrei von á því að raunverulegar skepnur (ekki aðeins hvað hjartalagið varðar) stjórni og hafi forgang framyfir íbúana. Það er einmitt að gerast í Akurholti, rétt fyrir utan nýju byggðina í Úlfarsfelli.
Samkvæmt þessari frétt er vatnsskortur að Akurholti og gruggugt vatn kemur úr krönum. Ástæðan? Ríka liðið gleypir til sín allt vatnið úr sameiginlegum brunni fyrir hrossarækt! Borgin hefur leigt landið fyrir neðan til hrossaeigenda og skepnurnar (þær ferfættu) drekka svo mikið að lítið verður eftir handa fjölskyldunni að Akurholti, sem inniheldur þrjú börn.
Þetta er svo ósvífið að maður á ekki til orð, nema þessa tilvísun í skepnur hér fyrst. Alveg er ég viss um að ferfætlingarnir sem drekka vatnið hafa ekki síðra og sennilega betra hjartalag en mennirnir sem standa á bak við þessa brenglun og spurning hvora tegundina skuli kalla skepnur.
Ég hef um alllangt skeið verið þeirrar skoðunar að hrossarækt í landinu væri komin út í hreina vitleysu. Hestamennska er forréttindi þeirra ríku, en verst er að spilltir stjórnmálamenn hafa ausið fjármunum skattborgaranna í monthallir fyrir greinina og alls kyns styrki. Þetta verður að stöðva.
Það var hrikalegt að horfa upp á það á Suðurlandinu í fyrrasumar í þurrkunum að hrossaræktendur létu krana og slöngur renna á fullu til að brynna hestunum. Sveitarstjórinn á Hellu hafði manndóm til að mótmæla þessu, en ég veit ekki hvort gripið var til aðgerða. Nú er vandamálið líka til staðar á höfuðborgarsvæðinu.
22.6.2010 | 23:19
Það eru þá til þingmenn með viti
Höskuldur Þórhallsson er ekki í hópi stjórnmálamannanna sem fá að finna til tevatnsins í færslunni hér á undan. Hann er einn af þeim fáu sem eru að vinna fyrir þjóðina. Samfylkingarþingmenn virðast enn telja að almenningur sé ekki þjóðin, þó fyrrum formaður þeirra sem mælti þau frægu orð sé horfinn á braut.
Auðvitað eigum við að reyna dómstólaleiðina, enda eiga erlendir stjórnmálamenn ekki að komast upp með að beita smáþjóðir fjárkúgun. Auk þess þyrfti helst að hafa í bandi þá þingmenn okkar sem gera ekkert nema að flækja þjóðina í enn meiri skuldafjötru með glórulausu og ábyrgðarlausu blaðri á erlendum vettvangi, eins og Magnús Orri Schram er gott dæmi um.
Kemur forsetanum til varnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2010 | 19:28
Vont er þeirra ranglæti...
...verra er þeirra réttlæti.
Mér komu þessi fleygu orð í hug er ég las þessa frétt. Það kemur svo sem ekki mikið á óvart að ráðherra í ríkisstjórn Hollands, ríkis sem hefur brotið nánast allar skráðar og óskráðar reglur í milliríkjasamskiptum með grófum fautaskap og fjárkúgun í Icesave-deilunni gagnvart íslenska ríkinu, skuli fara með svona fleipur.
Hver meðalgreindur maður sér auðvitað að ráðherrann fer með tómar fleipur. Eflaust er hann fullákafur greyið að sýna sig og fá fólk til að halda að hann sé eitthvað. Hann vill væntanlega festa sig í sessi sem fjármálaráðherra nýtekinn við embætti og má kannski virða það honum til vorkunnar.
Verst að það virðist vera einkennandi fyrir bæði hollenska og breska stjórnmálamenn að þeir telja sig vera stóra karla ef þeir sparka í þá sem geta síður varið sig, s.s. smáþjóðir með lítil sem engin áhrif. Sæjum við þennan ráðherra sýna Þýskalandi svona óvirðingu?
Samkvæmt heimasíðu fjármálaráðherrans er hann viðskiptamenntaður enda augljóslega ekki með hvolpavit á alþjóðlegri lögfræði. Það lítur út fyrir að hvorki þekking né menntun í alþjóðastjórnmálum eða -lögfræði sé skilyrði fyrir því að komast áfram í stjórnmálum í Hollandi líkt og hér heima.
Misvitrir stjórnmálamenn í Hollandi og aðrir sem þetta lesa eru hér með upplýstir um að dómstólaleiðin felur í sér málarekstur fyrir dómstólum, ekki pöntuð álit frá opinberum stofnunum kostuðum af þeim sem álitið varðar.
Dómstólaleiðin í raun farin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.6.2010 | 17:57
Er Steingrímur J. Sigfússon nýjasti útrásarvíkingurinn?
Við hér á Íslandi höfum upplifað það að 20-30 gróðafíklar lögðu efnahag landsins í rúst í spilafíkn sinni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þjónar auðvaldsins voru reknir frá völdum með skömm og þeir fengnir til að þrífa upp skítinn sem í orði kveðnu þóttust vera talsmenn hinna vinnandi stétta. Kjörnir til að taka til eftir þá sem voru og eru enn þjónar hinna þiggjandi stétta, arðræningjanna og afætnanna.
Eitt fyrsta verk stjórnmálaflokka alþýðunnar var að senda sínum bestu vinum að eigin sögn, almenningi í landinu, reikninginn fyrir ólifnaði og óreiðu forréttindastéttanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hefur vafið landið í skuldum til að borga út spilafíklana sem keyptu jöklabréfin og endurreisa bankana sem fjárglæpamennirnir rændu innan frá og skildu eftir skuldum vafna. Nú vill hún bæta gráu ofan á svart með því að senda almenningi reikninginn fyrir þjófnaði Landsbankans í Hollandi og Bretlandi í gegnum Icesave reikningana.
Ef það er eitthvað sem við getum lært af hruninu er það einna helst að óvarlegt er að safna það miklum skuldum að til að hægt verði að borga þær verði allt að fara á allra besta veg í fjármála- og viðskiptaþróun umheimsins. Það er gott að vera bjartsýnn en það verður að gera ráð fyrir áföllum og að eitthvað komi upp á sem setur áætlanir úr skorðum.
Steingrímur J. Sigfússon virðist vera jafn sneyddur þessum eiginleika og spilafíklarnir sem settu landið á hausinn. Hann hefur lagt allt kapp á að veðsetja fjölskyldur landsins, gamalmenni, sjúklinga og börn, til að borga spilaskuldir Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Til að keyra í gegn Icesave nauðasamninginn voru búnar til platáætlanir í glansumbúðum stígandi súlurita um mikinn hagvöxt sem byggði á vexti í ferðaþjónustu en einnig orkusölu, ekki til mengandi álvera sem er framför, en gagnavera og ýmiss konar iðnaðar sem er ekki eins orkufrekur.
Í frétt á vefsíðu iðnaðarráðuneytisins kemur fram að Steingrímur hafi verið sem fjármálaráðherra farinn að telja aurana í kassann því útlit hefði verið fyrir frábæra ferðamannavertíð í ár. Síðara eldgosið í Eyjafjallajökli sýnir okkur að forsendur Steingríms og ríkisstjórnarinnar voru byggðar á sandi. Eða ætti maður kannski að segja ösku?
Það er hættulegt að fara í skuldasöfnun sem byggir á óskhyggju. Ríkisstjórnin var og er enn tilbúin og bíður þess færis að veðsetja þjóðina fyrir hinni upplognu Icesave-skuldbindingu ríkisins á grunni áætlana í ríkisjfjármálum sem eru í besta falli byggðar á óskhyggju og í versta falli falsaðar til að blekkja þjóðina til fylgis við skuldahlekkina.
Er þetta hin nýja útrás? Ríkisrekin skuldasöfnun í jafnvel enn meira mæli en hjá útrásarvíkingunum, sem eru sennilega á leið í fangelsi. Og allt byggt á áætlunum sem virðast vera gerðar af fólki sem er ekki í sambandi við raunveruleikann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2010 | 10:16
Átakanlegt
Átakanlegt að horfa upp á mína gömlu sveitunga kyssa vönd kvótagreifanna. Sjálfstæðisflokkurinn, stærsta deildin í LÍÚ, hefur sprengt áður blómlegan sjávarútveg á Ísafirði í tætlur með blindri þjónkun við húsbændur og eigendur sína í LÍÚ svo þar eru aðeins rjúkandi rústir.
Þetta vita Ísfirðingar en rúmlega 40% þeirra hafa ekki manndóm til að þess að kjósa þessa óværu af öxlum sér og eru fastir við vöndinn sem lemur þá og mun halda áfram að lemja þá, verði það til hagsbóta fyrir LÍÚ-klíkuna. Hrikalegt að horfa upp á þetta.
Samkomulag á Ísafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2010 | 15:52
Tveir Bretar í heimsókn - biðja afsökunar á fautaskap stjórnvalda sinna
Tveir Englendingar eru komnir til landsins við þriðja mann, Gústaf Skúlason sem er búsettur í Svíþjóð. Þeir heita Donald A. Martin og Anthony Miller. Þeir bresku hrifust mjög af staðfestunni sem mikill meirihluti þjóðarinnar sýndi með því að hafna nauðungarsamningi Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur, þrátt fyrir úrtölulygar ráðherranna og fylgiliðs þeirra um að atkvæðagreiðslan væri marklaus.
Þremenningarnir munu halda opinn fund í Húsinu, Höfðatúni 12 kl. 20:00 í kvöld, þriðjudag 18. maí. Þess skal geta að Bretarnir munu ekki aðeins fjalla um Icesave-málið. Þeir ætla að kynna nýjar hugmyndir að fyrirkomulagi í bankamálum. Ég tek fram að ég hef ekki kynnt mér hugmyndir þeirra. Fundurinn fer að mestu fram á ensku.
Húsið er við hliðina á Fíladelfíu (nær Hlemmi.) Endilega mætið.
15.5.2010 | 23:32
Að gleðjast yfir ógæfu annarra
Ég tek eftir því að kominn er Facebook-hnappur á fréttir á mbl.is þar sem fólk getur smellt ef því líkar einhver frétt, svipað og hægt er að gera þegar ummæli eru látin falla á Facebook-síðunni sjálfri. Þegar þetta er ritað hafa 27 lýst yfir ánægju með fréttina.
Ég skil ekki hvað er ánægjulegt við það að fólk komist ekki ferða sinna og einhverjir missi jafnvel af mikilvægum fundum í viðskiptalegum tilgangi. Gleymum ekki að þeir sem ferðast um breska flugvelli eru fólk eins og við, þar á meðal eru oft margir Íslendingar.
Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að hlakka yfir því þegar aðrir verða fyrir óhöppum og iðulega kallað illgirni. Þrátt fyrir að bresk yfirvöld hafi sýnt Íslandi og íslenskum hagsmunum fádæma fautaskap í Icesave-málinu skulum við ekki láta reiði okkar bitna á venjulegum borgurum. Almenningur í Bretlandi andvarpar örugglega jafnmikið yfir sínum stjórnmálamönnum og við yfir okkar.
Annars er Facebook-væðingin á góðri leið með að eyðileggja alla frétta- og umræðumenningu á netinu, en það er efni í aðra færslu.
Breskum flugvöllum mögulega lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2010 | 00:38
Enn seilst í vasa almennings
Það eru augljóslega ekki bara bresk og hollensk stjórnvöld að viðbættum íslenskum starfssystkinum þeirra, sem telja að skattgreiðendur séu botnlaus sjálftökusjóður fyrir peningaöflin og spillta stjórnmálamenn í vasa þeirra.
Sú ranghugmynd hefur ratað inn í framkvæmdastjórn ESB, sem hefur nú leyft að almenningur sé notaður sem tryggingarfélag fyrir náttúruhamförum. Kemur ekki á óvart hjá liði sem heimtar að heillri þjóð sé refsað fyrir glæpsamlegt athæfi nokkurra gróðafíkla af þeirri sömu þjóð.
ESB leyfir stuðning vegna ösku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2010 | 17:25
Eru þá hússölumenn að brjóta gegn friðhelgi heimilisins?
Friðhelgi heimilis og fjölskyldu rofin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2010 | 17:20
Aðeins stjórnmálamenn geta skuldsett þjóðina
Orð Davíðs Oddssonar um að útrásarvíkingarnir hafi skuldsett þjóðina svo landráðum líkist endurspegla þann skort á ábyrgðartilfinningu sem hrjáir flesta íslenska stjórnmálamenn.
Hvað sem segja má um brjálæði útrásarvíkinganna gátu þeir ekki skuldsett þjóðina nema vegna þess að stjórnmálamenn leyfðu þeim að komast upp með það. Aðeins stjórnvöld landsins og sveitastjórnir geta lagt opinberar skuldir á herðar borgaranna. Það er ljóst af þessum orðum Davíðs að hann áttar sig ekki á þeirri ábyrgð sem á honum hvíldi, eða afneitar henni.
Ég vona sannarlega að útrásardólgarnir fái makleg málagjöld, en ábyrgðin er mest hjá stjórnmálamönnum. Merkilegasta og ósvífnasta niðurstaða rannsóknarskýrslunnar er að þeir eru allir saklausir (að eigin áliti.)
Uppnám vegna orða um þjóðstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar