Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
7.3.2010 | 15:26
75 milljarða villandi talnaleikfimi Icesave þrælasamningssinna
Skósveinar Samfylkingarinnar og þess hluta VG sem vilja selja þjóðina í skuldaþrældóm Breta og Hollendinga fara mikinn og dreifa villandi áróðursgrein Gunnlaugs nokkurs H Jónssonar.
Í grein þessari fullyrðir Gunnlaugur að þjóðarbúið tapi 75 milljörðum á mánuði með töfum á Icesave. Hann segir:
Að jafnaði vex íslenska hagkerfið um 3% á ári. Þjóðarframleiðslan er nú um 1.500 milljarðar kr. á ári. Að öðru jöfnu mætti því búast við því að þjóðarframleiðslan á næsta ári yrði 1.545 M.kr. ári síðar 1.591 M.kr. og svo framvegis eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu og línuriti. Ef kyrrstaða ríkir þá er ekki vöxtur í þjóðarframleiðslu. Standi þessi kyrrstaða í eitt ár (12 mánuði) þá verður þjóðarframleiðsla næsta árs 45 M.kr. minni en vænta mætti við venjulegar aðstæður. Sama á við um öll árin sem á eftir fylgja. Þjóðarframleiðslan er á hverju ári 3% minni en hún hefði verið ef kyrrstaða hefði ekki ríkt í eitt ár. Reiknað til núvirðis nemur töpuð framtíðarþjóðarframleiðsla af kyrrstöðu í eitt ár 900 til 2.250 M.kr. eftir því með hvaða ávöxtun er reiknað (5% til 8%). Kostnaðurinn af kyrrstöðu nemur því að lágmarki 75 M.kr. á mánuði miðað við ofangreindar einfaldar forsendur.
Þessir útreikningar eru mjög villandi. Í fyrsta lagi er ekkert öruggt að það verði 3% hagvöxtur jafnvel þó Icesave leysist strax í dag, eða hefði leystst um áramótin. Það ríkir heimskreppa og almennur ótti við að fjárfesta, auk þess sem framboð á lánsfé er takmarkað. Líka til þeirra sem bera ekki Icesave á bakinu. Auk þess má fullyrða að aukin skuldsetning þjóðarbúsins örvar ekki fjárfestingar og þar með hagvöxt. Hún er líklegri til að draga úr fjárfestingu.
Í öðru lagi gleymir Gunnlaugur eða kýs að leyna því að hinn meinti hagvöxtur færi nær allur í vaxtagreiðslur af Icesave miðað við Svavarssamninginn. Vaxtagreiðslurnar verða mun minni ef betri samningur næst, hvað þá ef dómstólaleiðin verður farin og Svavarssamningurinn verður dæmdur sem ólögleg fjárkúgun, sem hann er að mínu mati.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010 | 15:29
Helsti forsvarsmaður bankanna segir erlendu lánin ólögleg
Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, staðfesti þann 24. apríl 2001 að ekki væri löglegt að tengja lánasamninga í íslenskum krónum við erlendar myntir.
Það gerði hann með því að undirrita umsögn frá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja til Alþingis um lögin um vexti og verðtryggingu. Í umsögninni kemur fram það álit að verði frumvarpið að lögum muni það leiða til að gengistrygging lána verði óheimil.
Guðjón þessi er sonur sýslumannsins í Reykjavík og er þar með að siga pabba sínum á lántakendur er standa ekki í skilum með lán sem hann veit að eru ólögleg. Spilling,nei er það nokkuð?
Er ekki til eitthvað sem heitir einbeittur brotavilji? Er þetta dæmi um það?
Ég hvet alla til að lesa grein Guðmundar Andra Skúlasonar hjá Samtökum lánþega um þetta mál. Þar má finna nánari úttekt á siðleysinu OG lögleysinu.
Íslendingar! Stöndum saman gegn spilltum fjármagnseigendum og bröskurum sem eru með ólöglegum hætti að setja okkur á hausinn.
Gengistrygginguna burt! Verðtrygginguna burt! NEI við Icesave!
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2010 | 15:54
Bílalánsmálið – niðurstöður og ályktanir
Þegar úrskurður Héraðsdóms í bílalánsmálinu nú á dögunum er skoðaður er margt sem kemur þægilega á óvart. Málflutningurinn er mjög vel rökstuddur af Ólafi Rúnari Ólafssyni héraðsdómslögmanni fyrir hönd hinna stefndu. Það sama verður ekki sagt um lagarök Sigurmars Kristjáns Albertssonar. Þau halda sum hver ekki vatni. Sem dæmi má nefna þessa fullyrðingu stefnanda:
Þá verði lög 38/2001 ekki lesin þannig að alfarið sé lagt bann við því að binda lán við erlenda gjaldmiðla en lögin fjalli einvörðungu um að miða skuli lán í íslenskum krónum við vísitölu svonefnds neysluverðs. Ekkert sé fjallað um lán í erlendri mynt í lögunum og fullyrðing um að í athugasemdum með frumvarpi 1. 38/2001 sé lagt fortakslaust bann við verðtryggingu miðaða við gengi standist ekki.
Í fyrsta lagi lánaði Lýsing stefnda ekki erlendan gjaldeyri eins og ég kem að síðar í grein þessari. Einnig er rangt hjá Sigurmari að ekki sé lagt fortakslaust bann við gengistryggingu í athugasemdum með frumvarpinu.
Í athugasemd við 14. gr. segir orðrétt: Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbind ingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi.
Er hægt að hafa þetta skýrara? Fyrir þá sem segja að athugasemdir með lagafrumvörpum hafi ekki lagagildi, sem strangt til tekið er rétt, skulum við skoða hvernig þetta er orðað í 14. gr. laganna:
Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs...Í lánssamningi er þó heimilt að miða við hlutabréfavísitölu, innlenda eða erlenda, eða safn slíkra vísitalna, sem ekki mæla breytingar á almennu verðlagi.
Þarna er ekki sagt berum orðum að bannað sé að gengistryggja lánsfé. Sé það hinsvegar rétt hjá Sigurmari að þetta megi lesa sem svo að ekki sé lagt blátt bann við gengistryggingu útlána hver er þá tilgangurinn með því að tilgreina í lagagreininni hvaða vísitölur eru heimilar við útreikning verðbóta á lánsfé? Getur einhver svarað því?
Sú staðreynd að tilgreint sé í lögum að aðeins neysluvísitala og hlutabréfavísitölur séu heimilar sem grundvöllur verðtryggingar hlýtur að merkja að vísitölutenging lánsfjár sé almennt óheimil að öðru leyti. Þessi þáttur í málflutningi Sigurmars stenst ekki.
Nokkru síðar í úrskurðinum koma þessi rök stefnanda fram:
Stefnandi vísar einnig til þess að samningar hliðstæðir þessum hafa verið gerðir í þúsundum, ef ekki tugþúsundum, og eftirlitsaðilar s.s. Seðlabanki og Fjármálaeftirlit hafi vitað af þessum samningum og ekki gert athugasemdir, sbr. lög nr. 87/1998 um eftirlit með fjármálastarfsemi og dóm Hæstaréttar í máli nr. 224/1996.
Hér átti ég erfitt með að verjast hlátri. Eftirlitsaðilar sem sögðu að bankakerfi landsins stæði styrkum fótum aðeins viku áður en það hrundi með manni og mús eru ekki merkilegasti pappír í heimi til að veita fjármálagjörningi gæðastimpil. Tala nú ekki um Fjármálaeftirlit sem lætur nota sig sem auglýsingastofu fyrir útrásardólgana sem rændu hér öllum verðmætum þjóðarinnar er þeir gátu læst krumlunum í, spiluðu þeim öllum úr höndunum í alþjóðlegum spilavítum fjármagnsins og sendu síðan þeim sem þeir rændu reikninginn fyrir spilaskuldunum sem eftir stóðu.
Það er því engin furða að ekki er fallist á þessi rök stefnanda í málinu. Þá að úrskurðinum sjálfum. Áslaug Björgvinsdóttir, settur héraðsdómari kemst að þeirri niðurstöðu að umrætt lán Lýsingar vegna bílakaupa stefndu hafi ekki verið veitt í erlendum gjaldmiðli. Hún telur eftirtalin atriði ráða úrslitum í því sambandi:
- Samningur Lýsingar og hinna stefndu er í íslenskum krónum.
- Kaupverð bifreiðarinnar er í íslenskum krónum.
- Samkvæmt samningnum þykir einsýnt að greitt hafi verið fyrir bifreiðina í íslenskum krónum.
- Mánaðarlegar leigugreiðslur eru innheimtar í íslenskum krónum.
Með hliðsjón af framansögðu telur héraðsdómari ljóst að umræddur lánasamningur Lýsingar og hinna stefndu er skuldbinding í íslenskum krónum í skilningi 13. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.
Það er athyglivert að héraðsdómari fellst ekki á þau rök Sigurmars að lán umrætt bílalán sé ótvírætt erlent lán vegna þess að Lýsing fjármagnaði lánið með erlendu lánsfé. Um þetta atriði segir orðrétt í úrskurðinum:
Við mat á því hvort um lán í erlendri mynt hafi verið að ræða verður einungis horft til samnings aðila enda getur niðurstaðan ekki ráðist af því hvort stefnandi hafi fjármagnað lánafyrirgreiðslu sína á innlendum eða erlendum lánsfjármarkaði.
Þetta er alveg þvert á niðurstöðu setts héraðsdómara í máli SP-fjármögnunar gegn bílalánþega frá því í desember þegar fallist var á að umrætt lán væri erlent lán í skilningi laganna. Í það skiptið þótti að mati héraðsdómara gefa til kynna að bílalánið væri erlent ef lánastofnunin fjármagnaði lánið með því að taka erlendan gjaldeyri að láni.
Héraðsdómari leiðir síðan þá niðurstöðu sína fram að tenging lánsins við gengi ákveðinna erlendra gjaldmiðla telst vera verðtrygging í skilningi laga nr. 38/2001 og óheimil sem slík, þar sem hvorki er um að ræða tengingu við neysluvísitölu né nokkra tegund hlutabréfavísitalna.
Þar með hefur Héraðsdómur Reykjavíkur fallist á þau lagarök gegn gengistryggðum lánum sem margir hafa verið að halda fram undanfarin misseri. Gunnar Tómasson, Björn Þorri Viktorsson, Marinó G. Njálsson og Gunnlaugur Kristinsson, svo nokkrir séu nefndir.
Í færslu hér á undan rakti ég þau sjónarmið sem Gunnlaugur Kristinsson kom með skömmu fyrir áramót að hin svokölluðu erlendu lán til bifreiða- og húsnæðiskaupa stríða gegn lögum um gjaldmiðil Íslands og lögum um gjaldeyrismál. Það truflaði mig svolítið að héraðsdómari minntist ekkert á þessi lagarök, en á það ber að horfa að lögmaður stefndu tefldi þeim ekki heldur fram í vörninni.
Þetta er samt mikill sigur og vonandi að Hæstiréttur fallist á þessi skynsamlegu rök.
15.2.2010 | 14:18
Myntkörfulán - þrefalt lögbrot
Það eru sennilega engar fréttir að lánastofnanir brjóti lög, óskráð sem skráð. Ég vil samt benda á að með því að veita hin svonefndu erlendu lán til heimila og fyrirtækja er verið að brjóta a.m.k. þrenn lög.
Í fyrsta lagi lög um nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands. Í 1. gr. laganna kemur fram að krónan sé gjaldmiðill Íslands.
Í öðru lagi lög nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Orðrétt segir í athugasemd við við 1. gr. lagafrumvarpsins:
Rétt er að vekja athygli á því að það fer eftir búsetu útgefanda hvort verðbréf eru flokkuð sem innlend eða erlend en ekki myntinni sem verðbréfið er gefið út í
Svipað gildir um erlend lán. Í samræmi við notkun hugtaka í þessu frumvarpi er um að ræða erlent lán þegar innlendur aðili fær lán hjá erlendum aðila. Mynt lánsins ræður hér engu um.
Í þeim tilvikum, þegar innlendur aðili tekur lán hjá erlendum aðila og endurlánar lánsféð öðrum innlendum aðila, telst fyrra lánið erlent lán en hið síðara innlent.
Lesa má um frumvarpið á vef Alþingis. Gunnlaugur Kristinsson löggiltur endurskoðandi gerir þessum lagarökum nánari skil í þessari grein.
Loks brjóta myntkörfulánin gegn lögum um vexti og verðtryggingu, þar sem skýrt kemur fram að óheimilt er að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Héraðsdómur hefur staðfest þá túlkun sem frægt er orðið.
Væntir mála gegn bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 21.2.2010 kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2009 | 19:30
Greiðsluverkfall – hver er tilgangurinn?
Hugtakið greiðsluverkfall er sótt í verkalýðsbaráttuna frá því seint á 19. öld, þegar verkamenn fóru að leggja niður vinnu til að mótmæla bágum kjörum og aðbúnaði og knýja fram úrbætur í þeim málum. Réttindi eins og 40 stunda vinnuvika, framlag launagreiðenda í lífeyrissjóð, sem þykja sjálfsögð í dag, komu ekki á silfurfati. Fyrir þeim þurfti að berjast oft á tíðum mjög hatrammri baráttu. Ég vil byrja á því að rekja aðdragandann að því að ákveðið var að fara í greiðsluverkfall á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna (HH).
Þann 28. ágúst sl. sendi greiðsluverkfallsstjórn HH bréf til ríkissáttasemjara þar sem óskað var eftir að embættið tæki að sér að miðla málum milli samtakanna og viðsemjenda þeirra, Samtaka fjármálafyrtækja, Landssamband lífeyrissjóða og forsætisráðuneytisins. Jafnframt var tilkynnt um að greiðsluverkfall myndi hefjast þann 1. október. Nánar má lesa um þetta ferli á heimasíðu HH, heimilin.is.
Enn daufheyrast viðsemjendur HH við réttlátum kröfum samtakanna um leiðréttingu höfuðstóla íbúðalána og annarra neytendalána heimilanna og afnám verðtryggingar. Boði samtakanna um viðræður hefur ekki verið tekið. Ríkisstjórnin hefur komið fram með lög um greiðslujöfnun sem leysa engan vanda, en eru aðeins tilraun til að fá fólk til að sætta sig við áframhaldandi skuldaþrældóm, með því að klæða hann í búning villandi útreikninga og sjónhverfinga. Greiðsluverkfallsstjórn ákvað því að boða aftur til greiðsluverkfalls þann 15. nóvember og skyldi það standa til 10. desember. Lántakendur eru hvattir til að greiða ekki af lánum sínum á tímabilinu og taka innistæður út úr ríkisbönkum.
Nú er svo komið að stór hluti heimilanna situr uppi með lán til húsnæðis- og bifreiðakaupa sem hafa allt að því þrefaldast í krónum talið. Verðtryggðu lánin hafa hækkað um tugi prósenta og myntkörfulánin svokölluðu stökkbreyst í kjölfar hruns íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum heimsins. Íslensk heimili hafa lengi þurft að búa við verstu kjör á íbúðar- og bifreiðalánum á Vesturlöndum. Íbúðarkaupandi sem tekur 10 milljón króna lán til 40 ára þarf að greiða til baka sjöfalda þá upphæð jafnvel þó við reiknum með hóflegri verðbólgu. Þeir vextir sem hér tíðkast væru fangelsissök í mörgum öðrum löndum.
Lánaþrældómi yfirvalda og fjármálastofnana má líkja við bónda sem er að flytja byrðar á asnanum sínum. Hann lemur aumingja skepnuna áfram þrátt fyrir að hún sé að örmagnast vegna þess að bóndinn hefur sett meiri byrðar á dýrið en það ræður við að bera. Gallinn við líkinguna er að stjórnvöldum og bankayfirvöldum má frekar líkja við þessa tilteknu skepnu en heimilum landsins. Nema að því leytinu að ég veit ekki um neina asnategund sem kemur sínum byrðum yfir á herðar annarra og kemur sér undan því að axla þær sjálf.
Flest heimili landsins réðu engu um þá efnahagsstefnu sem hér hefur ríkt undanfarna áratugi og keyrði loks fjárhag landsins á kaf. Samt eiga þau að greiða allan herkostnaðinn, meðan þeir sem bera mestu sökina fá niðurfellingar kúlulána og annarra ofurlána til plateignarhaldsfélaga að því er virðist eftir pöntun. Ákveðnir menn og fyrirtæki gátu gengið í sameiginlega sjóði og auðlindir þjóðarinnar, tekið að eigin geðþótta út lán á kjörum sem buðust ekki meðaljóninum, til glórulausra fjárfestinga úti í heimi og skilið eftir tóma banka, ríkissjóð og Seðlabanka með risaskuldir. Þeir eru enn að hirða bestu bitana úr rústunum og velta óreiðuskuldum sínum yfir á herðar almennings.
Heimilin eru grunnstoð samfélagsins. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að þriðja til fjórða hvert heimili komist í varanlegt greiðsluþrot. Fyrir utan hvað það er mikið persónulegt áfall að missa allar eignir og sitja uppi með óviðráðanlegar skuldir mun slík holskefla gjaldþrota hafa djúp samfélagsleg áhrif til hins verra. Hætt er við að unga og menntaða fólkið muni flytja úr landi í tugþúsunda tali þegar við þeim blasir skuldaþrældómur alla ævi og verri lífskjör. Þetta er fólkið sem helst stendur að verðmætasköpun og framþróun þjóðfélagsins og við megum síst við að missa. Gerist það mun landið dragast enn meir niður á við. Sumir halda því fram að Ísland verði ekkert annað en verbúðir eða sumarbústaðaland fyrir ríka Evrópubúa og kannski brottflutta Íslendinga sem koma fótunum undir sig á nýjum slóðum.
Við getum snúið þessari þróun við með samstöðu. Hagsmunasamtök heimilanna hafa verið í forystu þeirra sem berjast fyrir bættum kjörum þeirra sem eru að sligast undan stökkbreyttum fasteignar- og bifreiðalánum í kjölfar hruns íslensku krónunnar og óðaverðbólgu af þeim sökum. Ég hvet þig lesandi góður að leggja okkur lið og skrá þig í samtökin á heimasíðu okkar, heimilin.is. Ég hvet þig líka til að mæta á baráttufund Hagsmunasamtaka heimilanna og samtakanna Nýs Íslands á Austurvelli laugardaginn 28. nóvember kl. 15:00. Sameinuð standa heimilin, sundruð falla þau.
Höfundur er stjórnarmaður í greiðsluverkfallsstjórn Hagsmunasamtaka heimilanna og skuldaþræll.
(Greinin hefur verið send í Morgunblaðið og bíður birtingar)
Viðskipti og fjármál | Breytt 15.1.2010 kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2009 | 23:02
Hollendingar ræna okkur aftur
13 milljarðar á gjalddaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar