Dauðabúðirnar við Kárahnjúka

Jæja, nú er fimmti maðurinn látinn vegna slælegrar aðstöðu og algers skeytingarleysis í aðbúnaðar- og öryggismálum starfsmanna í þessum þrælabúðum dauðans.

Ég legg til að þessi virkjun verði rifin niður og rústirnar af henni látnar standa sem minnismerki um heimskulegustu fjárfestingu Íslandssögunnar.


mbl.is Lést á leið í sjúkraflugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engir starfsmenn Impregilo hafa latist. Teir sem hafa daid hafa verid ad starfa hja odrum verktokum, Itolunum algjorlega ovidkomandi.

Bloggari 25.6.2007 kl. 15:44

2 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

hefur þú einhverja hugmynd um hvernig aðstæður voru við þetta slys ?

Árni Sigurður Pétursson, 25.6.2007 kl. 16:34

3 identicon

En það er Impregilo sem er yfirverktaki og setur undirverktökum sínum skilyrði. Þeir eiga að sjá til þess að þeir verktakar sem þeir ráða standi við sitt rétt eins og það er Landsvirkjun sem á að fylgjast með því að Impregilo standi við sitt. Þannig að Impregilo ber vissulega vissa ábyrgð.

Heiða 25.6.2007 kl. 17:05

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nákvæmlega Heiða. Impregilo hefur yfirumsjón með þessu verki og eiga að sjá til að hlutirnir séu í lagi. Kannski er þarna komin ástæðan fyrir því að þeir voru með lægsta tilboðið, með því að kasta til höndunum í öryggismálum, borga lúsarlaun og bjóða upp á mat sem er ekki mönnum bjóðandi.

Að sjálfsögðu bera undirverktakar líka sína ábyrgð. Árni ég veit ekki nákvæmlega hvernig aðstæður voru á staðnum, en þetta er fimmta dauðaslysið þarna og það hlýtur að benda til að eitthvað sé að.

Theódór Norðkvist, 25.6.2007 kl. 17:46

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og hvernig líður okkur Íslendingum með þessa framkvæmd, sem á að tryggja okkur betri lífskjör, þegar þeir hugsa til þess að hún hefur kostað fimm mannslíf. Eða hugsum við kannski ekkert.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.6.2007 kl. 17:49

6 identicon

Kjáni getur þú verið, Theódór. Impregilo er ekki með þennan verkhluta, kemur þar hvergi nærri. Þeir byggja aðgöngin og stífluna, en ekki stöðvarhúsið. Nálægustu vinnubúðir Impregilo eru um 30 km í burtu. En auðvitað skipta svona staðreyndir ekki máli fyrir froðusnakk eins og þig....

Bloggari 25.6.2007 kl. 17:49

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það skiptir samt ekki öllu hver það er sem er yfirverktaki á staðnum, það er ekki nógu gott að öll þessi dauðaslys skuli eiga sér stað í tengslum við þessa virkjun, þó ábendingin sé góð og gild.

PS Ég er ekki hrifinn af því að fá athugasemdir frá fólki sem hefur ekki manndóm í sér til að koma fram undir nafni og eru með dónaskap í þokkabót. 

Theódór Norðkvist, 25.6.2007 kl. 18:11

8 identicon

Ojj hvað sumir eru leiðinlegir. 

Guðrún 25.6.2007 kl. 18:12

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég viðurkenni að það fauk í mig við bloggarann í 6. innleggi. Mér finnst samt sjálfsagt að fara fram á að menn tjá sig á bloggsíðum undir nafni. Ef menn treysta sér ekki til þess þá er lágmark að sýna kurteisi.

Theódór Norðkvist, 25.6.2007 kl. 18:20

10 identicon

Sæll Theódór

Nú býðst þér besta tækifæri lífs þíns til að vernda mikilvægasta lífríki jarðarinnar:

http://www.ens-newswire.com/ens/apr2007/2007-04-24-04.asp

30 króna skattur á hvern olíulítra sem fluttur er til Íslands myndi duga fyrir allri upphæðinni.

Ég fór á umhverfisfund hjá Vinstri-Grænum fyrir 10 árum og spurði hver margir ferðuðust á umhverfisvænan hátt. Var sá eini en fékk lófaklapp og loforð um beturumbætur. Það sama gerist síðan aftur tíu árum seinna hjá Magnúsi Bergssyni. Ætli fylgismenn VG meini einhvern tímann það sem þeir segja?

Það deyja 7000 manns í kolanámum í Kína á hverju ári. Látum álverin fara þangað og keyrum þau á kolaorku. Það hlýtur að spara bæði mannslíf og CO2 :)

Ef þú skoðar tölur hagstofunnar yfir innflutning og rekur sögu framleiðslunnar þá muntu finna mörg mannslíf og mikla náttúrueyðingu. Ég hef meira en brjóstvitið fyrir mér í því að Kárahnjúkavirkjun er ein þeirra framkvæmda á Íslandi undanfarið sem helst hefur sparað umhverfi. Því vil ég mótmæla því að þetta sé heimskulegasta fjárfesting Íslandssögunnar en jafnframt finna raunhæfar leiðir til að minnka ágang á náttúruverðmæti.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson 25.6.2007 kl. 20:56

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Guðjón og þakka þér fyrir svarið. Ef ég skildi þessa grein rétt sem þú bendir á, þá var verið að biðja um bætur til Ekvador fyrir að hlífa regnskóg, sem fyrirhugað er að eyðileggja og bora fyrir olíu á svæðinu, til að bæta fyrir tapaðan olíugróða.

Ég hef samt illan bifur á svona söfnunum (ef þetta átti að vera söfnun, það var ekkert reikningsnúmer gefið upp), maður veit ekki nema allur gróðinn fari í vasann á einhverjum glæpamönnum. Annað eins hefur gerst.

Svo má böl bæta með því að benda á annað. Því er oft haldið fram að ef það rís ekki álver á Íslandi þá rísi það bara annars staðar á hnettinum þar sem orkan er fengin með kolabrennslu. Ómar og margir fleiri hafa hrakið þessa röksemd. Það er vatnsorka miklu víðar en á Íslandi.

Kárahnjúkavirkjun er heimskuleg fjárfesting, vegna umhverfisspjallanna, flekkaðs orðspors Íslands sem náttúruperlu, dauðaslysanna í tengslum við virkjunina og vafans á því að þessi framkvæmd sé arðbær vegna lágs orkuverðs.

Theódór Norðkvist, 26.6.2007 kl. 18:51

12 identicon

Sæll aftur

Ég vil hefja söfnun sjálfur til að vernda frumskóginn. Ég vil að við, umhyggjusamir einstaklingar sýnum fordæmi og tökum á okkur ábyrgð en heimtum ekki allt af Ríkinu eða einhverjum ótilteknum.

Varðandi vatnsorkuna þá vil ég opna umræðu um að hámarka lífsgæði með lágmörkun á náttúrueyðingu. Þær afrísku konur sem þurfa í dag að ganga hátt í 10 km eftir brenni til að geta eldað mat hafa mun meira við vatnsorkuna í Afríku að gera en eitthvert álver og vatnsorkan dugar varla handa þeim. Nepalbúi kemst af á 25 lítrum af olíu á ári, sjáðu hvað það dugar þér lengi.

Það er staðreynd að það opnar eitt kolaorkuver á viku í Kína. Skoðaðu heiminn og þú munt sannfærast um að samsæriskenningarnar halda ekki þó að vissulega séu til vondir karlar og kerlingar.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson 26.6.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband