Dekur við blóði drifinn harðstjóra

Ég læt það vera að hinn gamli fulltrúi alræðis öreiganna skuli fljúga í boði stærstu auðjöfra landsins, en það er verra að hann skuli fara fremstur í flokki í dekri við harðstjórana í Kína, sem eru blóðugir upp fyrir axlir af blóði andófsmanna, sem ýmist hefur verið hent í fangelsi eða drepnir, fyrir það eitt að hafa aðrar stjórnmálaskoðanir en herrunum í Peking eru þóknanlegar.

Forsetinn, ásamt flestum stjórnmálamönnum landsins, hefur selt samvisku sína og fyrri yfirlýsingar um mannréttindi og frelsi þegnanna, með því að sleikja upp þessa glæpamenn.

Ekki líst mér betur á það þegar stjórnmálamenn eru að reyna að fá stuðning Kína við framboð Íslands í Öryggisráðið. Hvernig ætlum við að beita atkvæði okkar í Öryggisráðinu ef við komumst þangað, þegar ráðið fjallar um yfirgang Kína í Tíbet, eða mannréttindabrot þeirra gegn sínum eigin þegnum, t.d. Falun Gong? Ætlum við þá að launa stuðninginn og samþykkja glæpi kínversku stjórnarherranna?

Vestræn ríki eiga að sniðganga Kína, efnahagslega og stjórnmálalega, vilji þau ekki fá á sig það orðspor að vera harðstjórasleikjur. 


mbl.is Ólafur Ragnar flaug til Kína í boði Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Bíddu við, hafa Bretar, Bandaríkjamenn, eða Rússar keyrt á skriðdrekum yfir sína eigin þegna síðustu tuttugu árin? Bandaríkjamenn, Rússar og Ísraelar traðka að vísu á þegnum sínum, en mannréttindabrotin eru mun alvarlegri í Kína.

Málið er að það skjálfa flestir af ótta við risaveldið í Kína vegna þess mikla markaðar sem þar er að rísa. 

Theódór Norðkvist, 18.10.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband