Ábyrgðarleysi að flytja svona frumvarp

Það er ábyrgðarlaust hjá æðstu ráðamönnum þjóðarinnar að ætla að fara að bæta á áfengisbölið og þau vandamál sem því fylgja.

Það er líka ábyrgðarlaust að sóa tíma og starfsorku þingmanna í svona vitleysu, meðan önnur mikilvæg mál sitja á hakanum, sem verða eflaust afgreidd í tímaþröng á síðustu dögum þingsins og kastað til höndum við afgreiðslu þeirra.

Hvenær munu íslenskir kjósendur hætta að kjósa stjórnmálamenn sem eru alltaf að kaupa sér vinsældir með lýðskrumi og ábyrgðarleysi? 


mbl.is Þrefað um sölu á léttvíni og bjór á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Alltaf gaman af vinstri mönnum sem að vilja hafa vit fyrir fólki ! (Vegna þess að þeir telja sig klárari en sauðsvartur almúginn)

Ég fagna þessu frumvarpi og vona að það gangi í gegn.

Nú bý ég í Danmörku, þar sem mjög litlar hömlur eru á sölu áfengis, gott ef að áfengiskaupa-aldurinn var ekki færður úr 16 í 18 ára í fyrra og sígarettukaupa-aldurinn úr 13-15 ára.

Ég drekk örugglega meira í lítrum talið, en tel mig drekka af meiri skynsemi heldur en maður annars gerði á Íslandi.

Vegna þess hvað hömlur á áfengi eru miklar á Íslandi, þá keppist fólk við að drekka sem allra mest, þegar það loksins fær tækifæri á því.

Vandamálin í kringum miðborgina eru miklu meiri í Reykjavík, heldur en til að mynda í Odense. Líkamsárásir, nauðganir o.fl þekkist ekki í jafnmiklum mæli í DK og á Íslandi.

Það er hægt að telja upp ótalmarga hluti, en þegar öllu er á botninn hvolft, þá snýst þetta um forvarnir.

Það getur hver sem er Lent í/Ákveðið að taka þá stefnu í lífinu að drekka alla daga, missa vinnuna og lenda á götunni. En það sem stoppar flesta, er heilbrigð skynsemi. 

Ingólfur Þór Guðmundsson, 18.10.2007 kl. 14:00

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ertu viss um að ég sé vinstrimaður? Það eru margir flokksbundnir sjálfstæðismenn á móti þessum tilslökunum. Eru þeir þá allir vinstrimenn, úlfar í sauðargærum?

Við erum þá allavega sammála um nauðsyn forvarna, en hluti af forvörnum er að hafa aðgengi að áfengi ekki óheft, einkum til að vernda börn og unglinga frá því að þurfa að búa við drykkjuskap í sínu nánasta umhverfi.

Núorðið er erfitt og krefst mikillar staðfestu fyrir unglinga að segja nei þegar þeim er boðið upp á drykkjuskap. Félagslegi þrýstingurinn er það mikill.

Theódór Norðkvist, 18.10.2007 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband