Var úrtakið meðlimaskráin úr Valhöll?

Eða ætti maður að segja meðvirkraskrá?

Ég neita að trúa því að 53% þjóðarinnar séu svona blind.

Það er smá von, því könnunin var gerð áður en
  • IMF viðræðurnar strönduðu og því var logið að þetta væri allt að smella,
  • hneykslisfréttir um að Þorgerður og eiginmaður hennar væru að koma sér undan skuldbindingum sínum með kennitölusvindli höfðu ekki borist
  • og aðalbrennuvargurinn sem enn gengur laus var ekki búinn að kaupa sína eigin fjölmiðla út úr brunarústunum.

Einn á afneitunarstiginu.


mbl.is Ríflega helmingur ánægður með Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

það eru nokkrar vikur síðan könnunin var gerð og svo er hún blásin upp núna

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 22:42

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nákvæmlega, Jakobína. Flokksmiðillinn Morgunblaðið er að reyna að bjarga sökkvandi fleyi sjálfstæðisflokksins.

Theódór Norðkvist, 10.11.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm, en verst er að svona falskar niðurstöður efla mönnum móð í spillingarkrullinu. Það verður þeim raunar dýrt eins og villandi lánshæfiseinkanir frá gerspilltum matsfyrirtækjum á borð við Moody's og Standard og Poor´s.  Eftir því sem við skulduðum meira og stærð bankanna óx að margfeldi umrfam þjóðarframleiðslu, þess fleiri A birtust í AAA röðinni frá þeim. Annars góður listi þarna yfir sökudólganna hehe. Þetta er eins og í farsa eftir Dario Fo.  Raunar skrifaði hann ansi góðann farsa, sem heitir við borgum ekki, við borgum ekki, sem vert væri að setja á fjalirnar nú.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 03:43

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er málið, Jón Steinar. Ég held reyndar að Geir og fuglarnir hans viti að það er ekkert að marka þessa könnun og þetta sé bara áróðursbragð.

Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 104707

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband