26.11.2008 | 22:51
Skuldum við Árna Johnsen afsökunarbeiðni?
Árni Johnsen var á sínum tíma dæmdur til refsivistar fyrir að hafa dregið sér fé í nefndum sem hann sat í sem þingmaður. Ekki man ég fjárhæðirnar, en um var að ræða segldúk, kantsteina og eitthvað fleira sem hann tók út í nafni Þjóðleikhússins, en í ljós kom að hann ætlaði að hirða hlutina sjálfur.
Þessi brot blikna í samanburði við þau afglöp sem ríkisstjórn Geirs Haarde, ásamt Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu hafa gerst sek um og að sjálfsögðu hinir svokölluðu útrásarvíkingar.
Reikningurinn sem verið er að skrifa á skattgreiðendur vegna afglapa þessara aðila er svo himinhár að óvíst er að þjóðinni muni nokkurn tímann takast að greiða hann að fullu.
Eftir að hinn þekkti trúboði Billy Graham skrifaði bók sína Heimur í báli, þar sem hann rekur siðspillingu samtímans á eftirminnilegan hátt, á eiginkona hans að hafa sagt, eftir lestur bókarinnar:
Ef Jesús Kristur fer ekki að koma bráðlega verður Hann að biðja Sódómu og Gómorru afsökunar.
Hvers vegna er enginn af ráðamönnum eða áhrifamönnum úr viðskiptalífinu búinn að sýna iðrun eða kannast við að bera einhverja sök á hremmingum okkar?
Skuldum við Árna Johnsen e.t.v. afsökunarbeiðni fyrir að hafa dæmt hann í fangelsi fyrir sín léttvægu brot?
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Væri það ekki soldið eins og að biðja líkamsárásarmann afsökunar fyrir að hafa dæmt hann þegar við gómum morðinga fyrir að drepa einhvern annann?
Heiða B. Heiðars, 26.11.2008 kl. 23:01
Hver nákvæmlega eru afglöp ríkisstjórnar Geirs Haarde?
Annars er það sjálfsagt við hæfi að þínu mati að biðja Árna afsökunar þegar þú ert nú farinn að réttlæta þjófnað í nafni byltingarinnar. Þjófar eru náttúrulega líka menn og sjálfsagt bara góðir menn.
Grétar 26.11.2008 kl. 23:14
Heiða, þetta var nú meira meint í kaldhæðni en hitt. Öllu gríni fylgir þó einhver alvara og ég er orðinn óþolinmóður yfir því hvað hægt gengur að taka á spillingunni.
Baggalútur alltaf góður.
Theódór Norðkvist, 26.11.2008 kl. 23:19
Afglöp ríkisstjórnar Geirs Haarde eru þessi helst:
Theódór Norðkvist, 26.11.2008 kl. 23:29
Já, eitt enn. Ég skil ekki hvernig Grétar þessi fær út að ég sé að réttlæta þjófnað. Hann verður að útskýra það betur.
Theódór Norðkvist, 26.11.2008 kl. 23:44
æi ég er eitthvað svo alvarleg þessa dagana að ég myndi varla þekkja kaldhæðni þó hún biti mig í rassinn!! :)
En tiltölulega sátt við listann yfir afglöpin
Heiða B. Heiðars, 26.11.2008 kl. 23:46
Takk fyrir það, Heiða. Þú hefur nú heilmikið skopskyn, sé það þegar ég les bloggið hjá þér.
Theódór Norðkvist, 26.11.2008 kl. 23:56
Gépétur er þjófur. EN samt hetja eins og Hrói.
Lifi byltingin.
Grétar 27.11.2008 kl. 00:21
Ég var bara ekkert að tala um G. Pétur í þessari færslu.
Theódór Norðkvist, 27.11.2008 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.