Skuldum við Árna Johnsen afsökunarbeiðni?

Árni Johnsen var á sínum tíma dæmdur til refsivistar fyrir að hafa dregið sér fé í nefndum sem hann sat í sem þingmaður. Ekki man ég fjárhæðirnar, en um var að ræða segldúk, kantsteina og eitthvað fleira sem hann tók út í nafni Þjóðleikhússins, en í ljós kom að hann ætlaði að hirða hlutina sjálfur.

Þessi brot blikna í samanburði við þau afglöp sem ríkisstjórn Geirs Haarde, ásamt Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu hafa gerst sek um og að sjálfsögðu hinir svokölluðu útrásarvíkingar.

Reikningurinn sem verið er að skrifa á skattgreiðendur vegna afglapa þessara aðila er svo himinhár að óvíst er að þjóðinni muni nokkurn tímann takast að greiða hann að fullu.

Eftir að hinn þekkti trúboði Billy Graham skrifaði bók sína Heimur í báli, þar sem hann rekur siðspillingu samtímans á eftirminnilegan hátt, á eiginkona hans að hafa sagt, eftir lestur bókarinnar:

Ef Jesús Kristur fer ekki að koma bráðlega verður Hann að biðja Sódómu og Gómorru afsökunar.

Hvers vegna er enginn af ráðamönnum eða áhrifamönnum úr viðskiptalífinu búinn að sýna iðrun eða kannast við að bera einhverja sök á hremmingum okkar?

Skuldum við Árna Johnsen e.t.v. afsökunarbeiðni fyrir að hafa dæmt hann í fangelsi fyrir sín léttvægu brot?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Væri það ekki soldið eins og að biðja líkamsárásarmann afsökunar fyrir að hafa dæmt hann þegar við gómum morðinga fyrir að drepa einhvern annann?

Heiða B. Heiðars, 26.11.2008 kl. 23:01

2 identicon

Hver nákvæmlega eru afglöp ríkisstjórnar Geirs Haarde?

Annars er það sjálfsagt við hæfi að þínu mati að biðja Árna afsökunar þegar þú ert nú farinn að réttlæta þjófnað í nafni byltingarinnar.  Þjófar eru náttúrulega líka menn og sjálfsagt bara góðir menn.

Grétar 26.11.2008 kl. 23:14

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Heiða, þetta var nú meira meint í kaldhæðni en hitt. Öllu gríni fylgir þó einhver alvara og ég er orðinn óþolinmóður yfir því hvað hægt gengur að taka á spillingunni.

Baggalútur alltaf góður.

Theódór Norðkvist, 26.11.2008 kl. 23:19

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Afglöp ríkisstjórnar Geirs Haarde eru þessi helst:

  • Viðvaranir bárust snemma á þessu ári um að bankarnir stæðu ekki traustum fótum. Ráðherrar stjórnarinnar hunsuðu þau og sökuðu þá sem vöruðu við um að vita ekki hvað þeir væru að tala um, samanber t.d. orð Þorgerðar Katrínar um að ákveðinn fræðimaður þyrfti endurmenntunar við.
  • Ingibjörg og Geir fóru í heimsreisu til að tala máli bankanna, vegna dvínandi trausts lánardrottna þeirra. Þau lýstu því yfir að þau myndu standa við bakið á bönkunum. Þess vegna m.a. var erfitt fyrir þau að hafna ábyrgðinni á þjófnaði bankanna á sparifé. Það er augljóst að ríkisstjórnin ábyrgðist þrjóta í nafni þjóðarinnar. Það eitt og sér eru alvarleg afglöp.
  • Ríkisstjórnin hefur heykst á því að láta Davíð Oddsson fara þrátt fyrir að hafa gerst sekur um alvarlegar yfirlýsingar sem flest bendir til að hafi kallað yfir okkur hryðjuverkalög Breta.
  • Geir laug að þjóðinni daginn fyrir hrunið að allt væri í stakasta lagi og fundir hans með seðlabankastjórn og bankastjórum stóru bankanna væru bara venjulegir fundir.

Theódór Norðkvist, 26.11.2008 kl. 23:29

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, eitt enn. Ég skil ekki hvernig Grétar þessi fær út að ég sé að réttlæta þjófnað. Hann verður að útskýra það betur.

Theódór Norðkvist, 26.11.2008 kl. 23:44

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

æi ég er eitthvað svo alvarleg þessa dagana að ég myndi varla þekkja kaldhæðni þó hún biti mig í rassinn!! :)

En tiltölulega sátt við listann yfir afglöpin

Heiða B. Heiðars, 26.11.2008 kl. 23:46

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir það, Heiða. Þú hefur nú heilmikið skopskyn, sé það þegar ég les bloggið hjá þér.

Theódór Norðkvist, 26.11.2008 kl. 23:56

8 identicon

Gépétur er þjófur.  EN samt hetja eins og Hrói.

Lifi byltingin.

Grétar 27.11.2008 kl. 00:21

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég var bara ekkert að tala um G. Pétur í þessari færslu.

Theódór Norðkvist, 27.11.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 104694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband