27.11.2008 | 23:15
Er nokkuð annað hægt?
Þessi ríkisstjórn hefur gerst sek um mörg alvarleg afglöp, en ég held hún sé að gera rétt með þessu frumvarpi.
Hvað sem líður áróðri um frelsi fjármagnsins, þegar traust á íslensku efnahagslífi og þar með krónunni er svo gott sem horfið og lokað fyrir lánalínur erlendis frá til ríkis, heimila og fyrirtækja, er þá ekki svo til öruggt að þessi risavöxnu lán sem ríkið var neytt til að taka, fari stystu leið úr landi, ef engar hömlur verða settar á fjármagnsflutninga?
Mun stórskaða viðskiptalífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það getur verið miðað við aðstæður en það breytir því ekki að ríkisstjórnin hefur kallað yfir okkur þennan fáránleika og ófrelsi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.11.2008 kl. 23:20
Hvernig dettur þér í hug að misvitir embættismenn séu hæfari í að ákvarða hvert er rétt gengi ísl. kr. en markaðurinn. Að sjálfsögðu mun vera þrýstingur á kr er hún verður sett á flot, en í því felast tækifæri fyrir okkar þjóðarbú að notfæra sér fallið til að greiða upp krónubréfinn á hálfvirði.
haraldurhar, 27.11.2008 kl. 23:30
Blessaður Theodór.
Reynsla annarra þjóða er að fjármagn leyti úr landi við svona aðstæður. Ekki bara erlent heldur líka innlendur sparnaður. Það er nógu slæmt að ríkið tók lán til að gera upp peningamarkaðssjóðina þó þeir peningar verði ekki innleystir í erlendum gjaldeyri sem nota bene ríkisstjórnin tók líka að láni.
Og Jakobína. Eru ekki flestir sammála að ríkistjórnin stjórni landinu og beri því meginábyrgðina. Ný stjórn hlýtur svo að skipa hæfa embættismenn eftir fagkunnáttu en ekki flokksskírteinum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.11.2008 kl. 23:37
Ég held að það sé með þetta eins og svo margt hjá þessari ríkisstjórn að hún sér alls ekki fyrir endann á þessum aðgerðum og hefur ekki hugmynd um hvað þessi lagasetning mun endanlega hafa í för með sér. Þarna er Geir Hilmar í ansi dýru starfsnámi í stjórnun efnahagsmála og þjóðin, mun á endanum þurfa að borga brúsann. Ætli skólagjöldin sem við þurfum að borga fyrir Geir Hilmar séu ekki á bilinu 50 - 100 milljarðar á ári þetta kjörtímabilið og síðan bætist við einhver bakreikningur upp á fáeina hundruði milljarða gæti ég trúað.
Fannar 27.11.2008 kl. 23:41
Bara fjör. Jakobína, það er rétt. Haraldur, var það ekki markaðurinn óheftur sem kom okkur í þessa stöðu? Það er hinsvegar gott að losna við krónubréfin, þó ég vorkenni þeim lítt sem tapa á þeim, því þeir voru að nýta sér í gróðaskyni hina glæpsamlega háu vexti hér á landi.
Fannar rétt, efnahagsstjórnun Geirs Haarde hefur ekki verið traustvekjandi og mjög dýr fyrir þjóðarbúið.
Theódór Norðkvist, 28.11.2008 kl. 00:16
Já, rétt að vekja athygli á því að gjaldeyrishöftin eiga að gilda í tvö ár, enda ekki víst að yfirvöld megi viðhalda þeim lengur vegna EES-samningsins.
Theódór Norðkvist, 28.11.2008 kl. 00:34
Innlitskvitt og blessun.
Ég bið að Guð blessi þig og varðveiti á þessum tímum sem og alltaf.
bk.
Linda.
Linda, 30.11.2008 kl. 00:49
Takk sömuleiðis, Linda mín. Guð blessi þig og þína.
Theódór Norðkvist, 30.11.2008 kl. 17:57
Já, gott að halda því til haga. Ég held við getum margt lært af kreppunni í Argentínu á sínum tíma.
Theódór Norðkvist, 30.11.2008 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.