Þingmaður að brotna undan þunga mótmælanna

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir því í fréttum Sjónvarpsins í kvöld að hún hafi næstum brostið í grát undir mótmælunum við þingsetningu í dag.

Lengi vel taldi ég Ragnheiði vera eina ljósið í því myrkri sem þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er. Sú ljóstýra slokknaði er í ljós (eða myrkur) kom að hún varði hrunvefarann Geir H. Haarde frá því að þurfa að standa ábyrgð vegna afglapa sinna og aðgerðarleysis við stjórn landsins.

Við Ragnheiði segi ég eins og aðra þingmenn með örfáum undantekningum, að það er á hennar valdi að stöðva táraflóðið. Með því að segja af sér.


Gerir tónlist okkur gáfaðri?

Það var mjög athyglivert viðtal í Kastljósi kvöldsins við Vladimir Ashkenazy, hinn þekkta hljómsveitarstjóra og píanóleikara. Skiljanlega barst tónlistarhúsið Harpan í tal. Mér fannst reyndar frekar óviðeigandi að spyrja tónlistarmann og atvinnumann í fremstu röð í greininni að því hvort rétt hefði verið að klára tónlistarhúsið þrátt fyrir kreppuna.

Ashkenazy svaraði spurningunni samt ágætlega. Hann sagðist ekki vera í stjórnmálum og treysti því fólki sem var við völd til að taka rétta ákvörðun. Ég hef hingað til verið því andvígur að stjórnvöld skyldu klára að byggja húsið, en fór að sjá málið í nýju ljósi eftir viðtalið við hljómsveitarstjórann geðþekka. Ashkenazy hefur lengi barist fyrir að reist yrði tónlistarhús á landinu.

Honum varð tíðrætt um jákvæð áhrif tónlistar á gáfnafar og alla okkar líðan. Svona tónlistarhús myndi hafa mjög jákvæð áhrif og ýmislegt byggjast upp út frá því. Ég hef áður heyrt um rannsóknir sem sýna að með því að hlustun eða iðkun sumrar tónlistar hafi góð áhrif á sálina og geti bætt gáfnafar fólks. Vitnisburður hljómsveitarstjórans rennir stoðum undir þær kenningar. Hann benti líka á að börnum og unglingum sem hefja tónlistarnám gangi líka betur í öðrum námsgreinum.

Vladimir Ashkenazy veit hvað hann er að tala um þegar kemur að tónlistinni. Hann nýtur virðingar um allan heim sem frábær hljómsveitarstjóri og það er mikill heiður fyrir okkur að hann tengist Íslandi náið. Eins og kunnugt er þá er Ashkenazy íslenskur ríkisborgari, giftur íslenskri konu og þau hjónin hafa búið í Sviss frá árinu 1972.

Kannski verður tónlistarhúsið okkur lyftistöng og til þess að við komumst fyrr út úr kreppunni. Það er komið undir því að gott tónlistarfólk, ungt sem gamalt, leggi hart að sér við að semja eða flytja góða tónlist og ekki síst þátttöku almennings í tónlistarlífinu sem hægt er að sýna með því að sækja þá tónleika- og listaviðburði sem boðið verður upp á í Hörpunni.


Frétt eða áróður?

Frjálslyndir vilja boða til kosninga og það er gott og blessað. En hvað kemur það málinu við þótt þeir hafi ekki náð manni á þing í síðustu kosningum? Er tillaga þeirra eitthvað ómarktækari fyrir vikið? Eða er málgagn kvótagreifanna að koma höggi á andstæðinga kvótakerfisins?
mbl.is Frjálslyndir krefjast þingrofs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Baldvin flengir flokkssystkini sín

Ingibjörg Sólhrun Gísladóttir fær að finna til tevatnsins í viðtali við Jón Baldvin Hannibalsson á Pressunni nú rétt áðan. Fyrrum formaður Alþýðuflokksins bendir á að hann var í svipuðu hlutverki í Viðeyjarstjórninni 1991-1995 og Ingibjörg var í ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Hann var formaður annars stjórnarflokksins og utanríkisráðherra.

Honum hefði ekki dottið í hug að firra sig ábyrgð bara vegna þess að hann var utanríkisráðherra. Jón Baldvin afhjúpar hvílíkar mannleysur það eru sem skipa þingflokk Samfylkingarinnar. Sem harður krati og að vissu leyti faðir Samfylkingarinnar hlýtur það að vera honum mjög þungbær reynsla.

Ég verð að taka undir með JBH. Þingflokki Sjálfstæðisflokksins má segja til varnar að hann elskar spillinguna svo mikið að hann er tilbúinn að skera andstæðing sinn í stjórnmálum úr snörunni til að bjarga eigin hrunverjum. Ekki er hægt að saka Samfylkinguna um að vera samkvæm sjálfri sér á sama hátt.


Eru hinir hrunráðherrarnir sloppnir?

Þrátt fyrir að Geir H. Haarde beri mestu sökina á því að hafa steypt þjóðfélaginu fram af brúninni í efnahagsmálum sem æðsti yfirmaður efnahagsmála og forvígismaður þeirrar slöku ríkisstjórnar sem þá var við völd, eru það gríðarleg vonbrigði að Samspillingin skuli fyrst nú virkja margumtalaða skjaldborg sína og þá utan um sína eigin spillingarseggi.

Auðvitað áttu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson að fara fyrir Landsdóm ásamt Geir. Eflaust verður þessi lögsókn veikari vegna meðvirkni vissra þingmanna Samfylkingarinnar með spillingunni.

Ég hinsvegar velti því fyrir mér hvort hin þrjú séu alveg sloppin. Þegar málarekstur hefst í máli Landsdóms gegn Geir H. Haarde kemur kannski ýmislegt í ljós um samstarfsráðherra hans. En ég er ekki nógu vel að mér í stjórnskipun landsins til að geta fullyrt hvort hægt verði að draga þá fyrir dóm síðar meir. Allavega er gott ef sannleikurinn kemur í ljós.


mbl.is Eitt hefði átt að ná yfir alla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristján Arason tekinn við FH

Það kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um lið FH. Héðan í frá munu öll leikkerfi liðsins heita 7 hægri. Verst að það er ekki hægt að gera það sama í handboltanum og í viðskiptaheiminum þegar illa gengur. Stofna nýja kennitölu.

Það væri kannski ekki svo vitlaust að lið sem liggur 6-8 mörkum undir gæti bara stofnað nýtt lið með nýju nafni í miðjum leik, með sama mannskapnum og haldið síðan leiknum áfram í stöðunni 0-0. Best væri að framkvæma nafnabreytinguna þegar fáeinar mínútur eða jafnvel sekúndur eru eftir og freista þess að skora sigurmarkið.


mbl.is Að læra að vinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúmlega milljón króna skuld á hvert mannsbarn

Ísafjarðarbær skuldar fjóra milljarða las ég einhvers staðar. Íbúar sveitarfélagsins eru um 3.500. Það jafngildir rúmlega 1100 milljón króna skuld á hvert mannsbarn á Ísafirði, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Séu bara teknir þeir sem eru tvítugir og eldri gerir það 1,6 milljón króna skuldabagga á hvern íbúa vegna skulda bæjarfélagsins.

Það eru miklir peningar. Hverjir aðrir munu þurfa að greiða þessa skuld en íbúarnir sjálfir?


Ákall um að eitthvað þurfi að gera

Það er alltaf leitt þegar flokkar sem hafa mannfjandsamlega stefnu ná fótfestu. Eftir að hafa búið í þrjá mánuði í Malmö er ég samt ekki hissa á uppgangi Svíþjóðardemókratanna.

Þegar ég var að ganga um sum hverfin í borginni var ég ekki viss hvort ég væri staddur í Sádí-Arabíu eða Svíþjóð. Hlutfall innflytjenda nær 90% í sumum hverfum að mér skilst og þar eru múslimar lang fjölmennastir. Gott dæmi um hverfi sem líkist meira Beirút en Svíþjóð er Rosengård.

Flestir, þar á meðal íslenski lektorinn í Malmö  sem rætt er við í fréttinni, gera sér grein fyrir því að núverandi innflytjendastefna gengur ekki upp. Engin stjórn virðist vera á straumi innflytjenda í landið. Ljóst er að eitthvað verður að gera og það mjög fljótt. Þessi kosningaúrslit eru vísbending um að fólk sé búið að fá nóg. A.m.k. á Skáni þar sem innflytjendur eru fjölmennastir.

Mannréttindaákvæði um frelsi fólks til að flytja hvert sem það vill hamla því að hægt sé að loka landinu. Þar sem það eru alltaf skattgreiðendur í Svíþjóð sem þurfa að greiða kostnaðinn við aðlögun hvers nýs innflytjenda segir mér svo hugur að sænska þjóðin hljóti að ráða í hvað hún noti sinn eigin pening.

Væri kannski ráðið að leyfa innflutning áfram, en þeir sem vilji flytja og aðlagast til nýs lands geri það á eigin kostnað? Mér segir svo hugur að það eitt myndi fækka verulega innflytjendum.


mbl.is Nýnasistar á nýjum klæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun

Sýnið mér lánasamning gengistryggðs láns þar sem það stendur svart á hvítu að samningsvextirnir séu tengdir gengistryggingunni órjúfanlegum böndum, þannig að annað geti ekki staðist án hins.

Athugið vandlega að ég vil ekki heyra enn einu sinni blaðrið um anda samninganna, það leiði af samningunum, ágiskanir um hvað lánveitendur voru að hugsa sér eða annað álíka rugl.

Þið getið ekki fullyrt neitt um það nema þið heitið Þórhallur miðill. Með fullri virðingu fyrir honum efast ég þar að auki um að spár Þórhalls stæðust sem vitnisburður fyrir rétti í sakamáli.
mbl.is Höfða verður nýtt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglan er: Það sem er neytendanum sem mest í óhag skal gilda

Í réttarríkjum er neytendaréttur mjög sterkur og vafaatriði almennt túlkuð neytendum í hag.

Ekki á Íslandi.

Í réttarríkjum ríkir frelsi en hver og einn skal taka ábyrgð á sínum gjörðum. Þar með talið samningafrelsi, en þeir sem semja af sér bera skaðann af mistökum sínum sjálfir.

Ekki á Íslandi.

Allavega ekki fyrir lánastofnanir. Hér ríkir frelsi fyrir þær en án ábyrgðar. Allt í lagi fyrir lánastofnanir að semja af sér því niðurstaðan verður alltaf sú sem er verst fyrir lántaka. Hið svokallaða dómsvald kemur, fellir gerða samninga úr gildi og bjargar þeim úr snörunni með því að hengja lántakann í staðinn.

Ég væri mjög feginn ef það gerðist í hvert skipti sem ég sem af mér, t.d. með að selja bíl langt undir markaðsverði að ég gæti alltaf klagað í Héraðsdóm eða Hæstarétt og látið dæma þann sem keypti af mér hlutinn til að borga miklu hærra verð en samið var um.

En það get ég ekki. Ég er ekki banki. Kannski ætti ég bara að vera feginn því það gæti orðið til að ég þroskaðist, ólíkt fjármálamarkaði á Íslandi.


mbl.is Staðfesti dóm héraðsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Theódór Norðkvist

Höfundur

Theódór Norðkvist
Theódór Norðkvist

Vettvangur fyrir það sem mér liggur á hjarta.

Nýjustu myndböndin

Sambataktar í Malmö

Sambataktar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband