Færsluflokkur: Bloggar
27.11.2008 | 23:15
Er nokkuð annað hægt?
Þessi ríkisstjórn hefur gerst sek um mörg alvarleg afglöp, en ég held hún sé að gera rétt með þessu frumvarpi.
Hvað sem líður áróðri um frelsi fjármagnsins, þegar traust á íslensku efnahagslífi og þar með krónunni er svo gott sem horfið og lokað fyrir lánalínur erlendis frá til ríkis, heimila og fyrirtækja, er þá ekki svo til öruggt að þessi risavöxnu lán sem ríkið var neytt til að taka, fari stystu leið úr landi, ef engar hömlur verða settar á fjármagnsflutninga?
Mun stórskaða viðskiptalífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.11.2008 | 22:51
Skuldum við Árna Johnsen afsökunarbeiðni?
Árni Johnsen var á sínum tíma dæmdur til refsivistar fyrir að hafa dregið sér fé í nefndum sem hann sat í sem þingmaður. Ekki man ég fjárhæðirnar, en um var að ræða segldúk, kantsteina og eitthvað fleira sem hann tók út í nafni Þjóðleikhússins, en í ljós kom að hann ætlaði að hirða hlutina sjálfur.
Þessi brot blikna í samanburði við þau afglöp sem ríkisstjórn Geirs Haarde, ásamt Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu hafa gerst sek um og að sjálfsögðu hinir svokölluðu útrásarvíkingar.
Reikningurinn sem verið er að skrifa á skattgreiðendur vegna afglapa þessara aðila er svo himinhár að óvíst er að þjóðinni muni nokkurn tímann takast að greiða hann að fullu.
Eftir að hinn þekkti trúboði Billy Graham skrifaði bók sína Heimur í báli, þar sem hann rekur siðspillingu samtímans á eftirminnilegan hátt, á eiginkona hans að hafa sagt, eftir lestur bókarinnar:
Ef Jesús Kristur fer ekki að koma bráðlega verður Hann að biðja Sódómu og Gómorru afsökunar.
Hvers vegna er enginn af ráðamönnum eða áhrifamönnum úr viðskiptalífinu búinn að sýna iðrun eða kannast við að bera einhverja sök á hremmingum okkar?
Skuldum við Árna Johnsen e.t.v. afsökunarbeiðni fyrir að hafa dæmt hann í fangelsi fyrir sín léttvægu brot?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.11.2008 | 12:03
Eitthvað er bogið við þetta
Bíðum nú við. Hefur útvarpsstjóri eitthvað vald til að hóta fyrrverandi starfsmönnum RÚV og gefa þeim einhvern frest til að skila upptökum? Er útvarpsstjóri lögreglan? Hvað þykist hann ætla að gera ef G. Pétur hlýðir ekki innan tilskilins frests?
Ég er ekki að neita því að G. Pétur hafi brotið höfundarlög. Hann er hinsvegar hetja fyrir það að sýna þjóðinni fram á hvaða mann forsætisráðherra hefur að geyma.
Ef útvarpsstjóri vill fá upptökurnar aftur á hann bara að kæra málið til lögreglu eða þar til gerðra yfirvalda og bíða úrskurðs.
Þannig eru málin útkljáð í réttarríki, en það er greinilega staðið öðruvísi að málum hér á landi.
Krafa um að viðtali við Geir verði skilað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.11.2008 | 22:41
Þrýsting hleypt af kerfinu
Borgarafundinum í Háskólabíó er nú lokið. Það er virðingarvert að ráðamenn skyldu loksins brjóta odd af oflæti sínu og mæta til að svara spurningum sem brenna á flestum landsmönnum.
Ég er ekki frá því að ríkisstjórninni hafi tekist að draga úr reiðibylgjunni í þjóðfélaginu með því að mæta landsmönnum loks augliti til auglitis, allavega flestir ráðherrar og þingmenn. Á næsta fundi munu leiðtogar stéttarfélaga og lífeyrissjóða mæta, en reiði fólks hefur einnig beinst að þeim, meðal annars vegna verðtryggingarinnar.
Eins og góður nemandi tók ég glósur og læt þær fylgja hér með, í frekar hráu formi. Ég er í tómum vandræðum að setja þetta á bloggið, gekk illa að afrita úr Word og Excel og ákvað að setja þetta inn sem myndskjal. Ef einhver kann góða leið við að koma þessu inn á auðveldara formi eru ábendingar vel þegnar.
Bloggar | Breytt 25.11.2008 kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2008 | 21:59
Varið ykkur á tröllunum
Ég tek eftir því að mjög margir þræðir í heitum umræðum snúast um ungan mann sem var handtekinn ólöglega á föstudaginn var til að láta hann afplána sekt sem hann fékk fyrir eignaspjöll þegar hann var að mótmæla náttúruspjöllum fyrir nokkrum árum. Sami maður dró bónusfánann að húni við alþingishúsið á dögunum.
Mig langar að vekja athygli á því að þessir bloggarar, sem eru að mótmæla mótmælunum við lögreglustöðina á laugardaginn, vegna handtöku þessa unga manns, eru það sem kallað er á netmáli tröll.
Tröll eru fyrirbæri á umræðuvefum, sem leitast við að afvegaleiða umræðuna frá því sem skiptir máli yfir í þras um eitthvað sem skiptir litlu máli.
Það hefur gerst hér síðustu mánuðina að nokkrir tugir manna hafa rænt sparifjáreigendur út um alla Evrópu, gamalmenni, góðgerðarsamtök og sveitarfélög þar á meðal, fleiri hundruðum milljarða og stungið af með peninginn.
Yfirvöld landanna sem þjófarnir fóru ránshendi um urðu eðlilega æf og hafa þvingað íslenska ríkið til að bæta skaðann og því sitja skattgreiðendur uppi með skuld sem er hærri en árleg þjóðarframleiðsla landsins.
Auðvitað er fáránlegt að vera að þrasa um nokkrar brotnar rúður þegar svona neyðarástand hefur skapast, allir þjófarnir ganga lausir og eru jafnvel að kaupa upp fjölmiðla og verðmæt fyrirtæki til að geta haldið áfram að ræna fólk.
Ekki láta tröllin plata ykkur. Netfróðir menn telja að besta aðferðin til að berjast við tröll sé að svara þeim ekki. Ég hvet fólk til þess.
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2008 | 23:06
Blóðpeningar
Ég óska Bretum, Þjóðverjum og Hollendingum til hamingju með að hafa endurheimt sparifé sitt, en bendi þeim á eina staðreynd:
Þessir peningar sem þeir nú endurheimta eru blóðpeningar. Það sem gerði það mögulegt að þeir fá greitt sitt sparifé aftur eru væntanleg gjaldþrot, fátækt, sultur og seyra margra fjölskyldna, gamalmenna, sjúklinga og öryrkja sem verða reknir af deildum heilbrigðisstofnana sem verður að loka vegna skuldafjötra sem íslenska ríkið var neytt með fjárkúgun til að taka á sig. Þannig munu margir sem áttu enga sök á þjófnaði útrásarvíkinganna þjást.
Njótið vel, breskir, hollenskir og þýskir sparifjáreigendur.
Vona að þið séuð ánægðir, Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Björgólfur Thor og Guðmundsson og aðrir sem enn lifa í vellystingum þrátt fyrir að hafa lagt fjárhag heillrar þjóðar í rúst.
Til hamingju Sjálfstæðisflokkur, frjálshyggjumenn, Framsóknarflokkur og Samfylking með að hafa lagt samfélagið í rúst. Þið uppskáruð eins og þið sáðuð til. Til hamingju þið sem kusuð þessa flokka.
Greitt af Icesave reikningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.11.2008 | 18:53
Vitlaust lagt saman?
Þessi frétt passar ekki við frétt fyrr í dag um lán til íslenska ríkisins. Þar kemur fram að lánapakkinn líti svona út, samanber færslu mína hér á undan:
Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar lána | 6,3 milljarða dala (5 millj. evra | ||
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn lánar | 2,1 milljarða dala | ||
og Norðurlöndin, Rússar og Pólverjar | 3 milljarða dala | ||
Samtals gerir þetta | 11,4 milljarða dala |
Hvor fréttin er nú rétt?
Heildarlánapakkinn 10,2 milljarðar dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.11.2008 | 12:05
1600 milljarðar, takk fyrir
Hún er blaut tuskan sem ríkisstjórnin slær framan í andlitið á börnum, konum, gamalmennum og öryrkjum þessa lands vegna óstjórnar sinnar í efnahagsmálum og ólifnaðs fjármálasnillinganna.
Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar lána | 6,3 milljarða dala | ||
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn lánar | 2,1 milljarða dala | ||
Norðurlöndin og Pólverjar | 3 milljarða dala | ||
Samtals | 11,4 milljarður dala | ||
Á núverandi gengi dals og evru | 1.600 milljarðar íslenskra króna |
Til hamingju Ísland.
(Sjá leiðréttingu frá Fannari í athugasemd.)
Hollendingar lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2008 | 09:41
Óskiljanleg frétt
Geir H. segir að stjórnin hafi ekki gert upp við sig hvað gert verði í ríkisfjármálum frá 2010. Samt segir í lok fréttarinnar að heimildamaður e24.se haldi því fram a ð Íslendingar hafi kynnt aðgerðaáætlun.
Þetta kemur ekki alveg heim og saman.
Annars til hamingju Ísland með að skulda 109% af þjóðarframleiðslu.
Geir ekki pirraður út í Svía | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Andrea Ólafsdóttir bendir á að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn láti fórnarlömb sín yfirleitt undirrita samkomulag með leynilegum ákvæðum um að láta af hendi auðlindir í hendur auðhringa.
Nánar hér.
Það verður að aflétta leyndinni. Ríkisstjórnin gæti í þessum skrifuðu orðum verið að svíkja land og þjóð í hendur erlendra auðhringa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar