Færsluflokkur: Bloggar
17.11.2008 | 23:10
Getum við hafnað lánunum og lýst okkur ógreiðsluhæf vegna IceSave?
Í frægu leyniskjali ríkisstjórnarinnar til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem DV birti á vef sínum, kemur fram að lánsfjárþörf ríkisins er 3.200 milljarðar íslenskra króna á núverandi gengi bandaríkjadals til ársloka 2010.
Það eru 10 milljónir á hvern einasta núlifandi Íslending! Gera má ráð fyrir að vaxtagreiðslur einar séu um hálf milljón á hverju ári. Þetta er það sem við verðum að borga fyrir það eitt að fá að gera viðskipti við útlönd.
Hvernig væri að setja hnefann í borðið og neita að gangast undir fjárkúgun ESB að undirlagi Breta og Hollendinga? Við værum þá að lýsa yfir að við höfnum nýlenduhroka fallinna nýlenduvelda og neitum að láta kúga okkur til að setja drápsklyfjar á komandi kynslóðir, sem bera enga sök á fjárglæfrum útrásarmannanna.
Þjóðarframleiðsla okkar er um 1300 milljarðar á ári. Það er ljóst að hún myndi stórminnka, ef skrúfað yrði að mestu leyti fyrir viðskipti okkar við útlönd, en á móti kemur að við höfum möguleika á að gera viðskiptasamninga við Japan, Indland og fleiri Asíuríki.
Við höfum auðlindir, orkuna, vatnið, fiskinn og margt fleira. Á Spáni og Portúgal er orðinn svo alvarlegur vatnsskortur að íslenskum ferðalöngum er jafnvel sagt að sturta aðeins einu sinni niður úr klósettinu á dag. Verði þeim brátt í brók skuli þeir gjöra svo vel að sætta sig við eigin kúkafýlu fram á kvöld.
Sættum okkur við lakari lífskjör í nokkur ár, því við verðum hvort eð er að gera það með óbærilegan skuldabagga Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og ESB ríkjanna. Látum síðan ESB koma til okkar með þurrar kverkar. Sjáum hvort þeir verði eins ákveðnir í því þá að halda Icesave-skuldunum til streitu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2008 | 01:57
Evrópusambandið er hryðjuverkasamtök að þeirra eigin áliti
Á vefsvæði Wikipedia er að finna skilgreiningu ýmissa ríkja og þjóðabandalaga, þar á meðal Evrópusambandsins, á hugtakinu hryðjuverk. Í lauslegri þýðingu er skilgreining ESB á þessa leið:
Hryðjuverk eru afbrot sem eru þess eðlis að þau geti valdið alvarlegu tjóni á landi eða alþjóðlegum samtökum og takmarkið með þeim sé að
- draga kjarkinn úr fólki,
- neyða með óviðeigandi hætti ríkisstjórn eða alþjóðleg samtök til að fremja eða koma í veg fyrir að hún fremji ákveðinn verknað,
- eða valda mikilli eyðileggingu á eða koma verulega úr jafnvægi stjórnmálalegum, stjórnskipunarlegum, efnahagslegum eða félagslegum stoðum lands eða alþjóðlegra samtaka.
Smellið hér til að lesa greinina á Wikipedia.
Með því að nota Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (Alþjóða glæpasjóðinn?) til að þvinga íslensku ríkisstjórnina til að fallast á túlkun sína, eða kannski einungis Breta og Hollendinga, á lagalegu álitamáli, hefur Evrópusambandið gerst hryðjuverkasamtök samkvæmt þeirra eigin skilgreiningu á því hugtaki.
Verði íslenska ríkisstjórnin þvinguð til að setja mörg hundruð, ef ekki þúsund milljarða skuldaklafa á íslenska skattgreiðendur vegna tjóns sem bankar í eigu fáeinna fjárglæframanna hafa valdið, mun það setja atvinnulífið, heilbrigðiskerfið, menntastofnanir, heimilin í landinu og þjóðfélagið allt á annan endann. Stófelldur fólksflótti mun verða hlutskipti Íslands, menntunarstigi mun hraka af þeim sökum, atvinnufyrirtæki og heimili munu verða gjaldþrota þúsundum saman og heilbrigðisvandamálum fjölga.
Varla förum við að gerast aðilar að hryðjuverkasamtökum. Það kann að vera að forráðamenn bankanna telji sig eiga heima í þeim hópi, en ekki þjóðin sjálf. Það ætla ég rétt að vona.
![]() |
Skilaboðin voru skýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.11.2008 | 22:11
Myndir af mótmælunum
Jæja, þá dreif minn sig loksins á mótmæli á laugardaginn var, ásamt mínum ágæta bloggvini, Guðsteini Hauk (Zeriaph.) Kalt í veðri, en mikill fjöldi sem mætti. Læt hér fylgja með nokkrar myndir (stærri myndir fást með því að smella aftur.) Öllum velkomið að nýta myndirnar.
Einhver að auglýsa andlát íslenska lýðveldisins. Ekki veit ég hvað tölustafirnir á alþingishúsinu merkja, en ég giska á að þeir tengist hinu þekkta jólalagi, Jólasveinar einn og átta.....
Á borðanum stóð: Niður með kapítalismann. Rísi réttlætið.
Tveir öflugir bloggarar Guðsteinn Haukur og Anna Karen.
Og loks undirritaður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.11.2008 | 13:34
Tekst hollenska hópnum að draga svör upp úr ráðamönnum og bankaliðinu?
Sú frétt var að berast á Vísi að hópur hollenskra fórnarlamba Icesave-ránsins sé kominn til að knýja á um svör við því hvað varð um spariféð þeirra. Þeir munu funda með fulltrúa Land(rán)sbankans og stjórnmálamönnum.
Vonandi tekst útlendingum betur að þvinga þetta lið til svara en íslendingum. Ég held þeir hljóti að þurfa tangir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.11.2008 | 16:50
Forgangsröð afsagnanna...
... er einföld.
Fyrstur í röðinni er forsætisráðherrann. Hann myndaði ríkisstjórnina sem missti landið í gjaldþrot. Hann er höfuð stjórnarinnar og ber langmestu ábyrgðina. Að hengja einhverja meðreiðarsveina og -meyjar er til þess eins fallið að slá ryki í augun á fólki.
Ef þið eruð ekki sammála getið þið tekið þátt í könnuninni hér vinstra megin, eða gert athugasemdir að sjálfsögðu.
![]() |
Vegið ómaklega að ráðherrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.11.2008 | 22:20
Var úrtakið meðlimaskráin úr Valhöll?
Eða ætti maður að segja meðvirkraskrá?
Ég neita að trúa því að 53% þjóðarinnar séu svona blind.
Það er smá von, því könnunin var gerð áður en- IMF viðræðurnar strönduðu og því var logið að þetta væri allt að smella,
- hneykslisfréttir um að Þorgerður og eiginmaður hennar væru að koma sér undan skuldbindingum sínum með kennitölusvindli höfðu ekki borist
- og aðalbrennuvargurinn sem enn gengur laus var ekki búinn að kaupa sína eigin fjölmiðla út úr brunarústunum.
Einn á afneitunarstiginu.
![]() |
Ríflega helmingur ánægður með Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.11.2008 | 21:37
Sökudólgar og aðrir dólgar
Við megum ekki benda á sökudólga segir vor ástsæli (eða þannig) leiðtogi Geirharður. Ég sem var farinn að hlakka til næstu galdrabrennu.
Mig langar samt að kanna hug lesenda á því hverjir skuldsettu þjóðina til tunglsins. Listinn er hér til hliðar, en til einföldunar birti ég hann hérna líka:
Hverjir settu Ísland á hausinn?
- Ríkisstjórnin
- Seðlabankinn
- Útrásin
- Fjármálaeftirlitið
- EES-samningurinn
- Frjálshyggjan
- Bretar
- Hollendingar
- Lehman-bræður
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Framsóknarflokkurinn
- Samfylkingin
- Vinstri Grænir
- Eyðslugleði almennings
- Guð
- Djöfullinn
- Annað (hvað, hver?)
Gjörið svo vel og veljið uppáhalds sökudólginn ykkar. Bara eitt: Ekki segja Geir Haarde frá!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.11.2008 | 13:59
Flott hjá Óbömu
![]() |
Obama kjörinn forseti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 17:04
Uggvænleg einokun
Það er ekki lengur fákeppni heldur einokun á fjölmiðlamarkaði, nái þessi kaup fjölmiðlarisa á sjálfum sér fram að ganga.
Nauðsynlegt er að setja lög sem hindra fákeppni og einokun á fjölmiðlum, en þeim má ekki vera beint gegn ákveðnu fyrirtæki eða samsteypu. Ég minni á að Morgunblaðið hafði einokun á dagblaðamarkaði áður en Fréttablaðið kom til sögunnar. Ekki sá Sjálfstæðisflokkurinn sig knúinn til lagasetningar um eignarhald fjölmiðla meðan Styrmir og félagar voru einráðir á þessu sviði.
![]() |
Rosabaugur Jóns Ásgeirs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2008 | 16:12
Hvað um spilaskuldirnar?
Sparifjáreigendur og skattgreiðendur eru að tapa hundruðum milljarða á hruni Glitnis og afleiðingum þess. Samt fær sá maður sem ber að stóru leyti ábyrgðina á þessum spilaskuldum að ganga laus, leika sér áfram í spilafíkninni og kaupa upp fjölmiðla landsins eins og ekkert hafi í skorist.
Hvað er í gangi?
![]() |
Löngu ákveðin hlutafjáraukning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
-
zeriaph
-
eeelle
-
tbs
-
rosaadalsteinsdottir
-
baenamaer
-
ulli
-
saemi7
-
skulablogg
-
kuriguri
-
vilhjalmurarnason
-
marinogn
-
hreinn23
-
vonin
-
icekeiko
-
maeglika
-
fun
-
axelpetur
-
prakkarinn
-
rafng
-
kreppan
-
hehau
-
photo
-
sjalfbodaaron
-
mofi
-
hlynurh
-
bjarnimax
-
astromix
-
ea
-
huldumenn
-
muggi69
-
jonnnnni
-
gerdurpalma112
-
gp
-
krist
-
jonvalurjensson
-
bassinn
-
gustafskulason
-
diva73
-
jvj
-
maggiraggi
-
toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar