Færsluflokkur: Bloggar
13.12.2008 | 15:59
Vonbrigði að ekki skuli fleiri mæta
Fjölmiðlar, handstýrðir af auðmönnum og stjórnvöldum hafa vissulega gert í því að tala niður fjölda mótmælenda, en ef mbl.is segir þá vera mörg hundruð eru þeir eflaust ekki fleiri en 1000-1500. Það er frekar léleg mæting miðað við að 6-8000 manns mótmæltu fyrir fáeinum vikum.
Ég vara höfuðborgarbúa við því að ef þeir koma ekki á mótmælafundi eru þeir að biðja um afskriftir skulda fáeinna braskara á kostnað skattgreiðenda, ofurlaun hjá afætunum í ríkisstjórn og embættismannakerfinu, spillingu og ævilangt skuldafangelsi allra heiðarlegra vinnandi manna og kvenna.
Vekjaraklukka fyrir stjórnvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
12.12.2008 | 16:56
Nú skil ég af hverju fyrirbærið heitir Fjármálaeftirlit
Það hefur eftirlit með því að forstjóri þess hafi nógu há laun. Auðvitað.
Ætti kannski frekar að heita Afætur ohf.
Forstjóri Fjármálaeftirlits með 1,7 milljónir í laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 00:45
Les Hörður Torfa bloggið?
Fyrr í kvöld birtist frétt á Eyjunni um að næstu mótmæli verði þögul. Þar segir:
Í stað ræðuflutnings er þeim tilmælum beint til þátttakenda að horfa í átt að Alþingishúsinu þegar klukka Dómkirkjunnar slær þrjú síðdegis, lúta höfði og hafa þögn í nákvæmlega 17 mínútur.
Ég verð að lýsa ánægju minni með þessa hugmynd, sem ég bar sjálfur fram á blogginu hjá Guðsteini Hauki fyrir stuttu síðan. Ég lagði líka til að mótmælafundirnir yrðu í 3-4 tíma, en er ekki viss að mikill hljómgrunnur sé fyrir því þar sem slíkt krefst mikils úthalds.
Ekki veit ég hversu duglegur Hörður Torfa og félagar eru að lesa bloggsíður. Það kann einnig að vera að mörgum þyki fullreynt að ræðuhöld undanfarinna mótmælafunda hafi ekki náð sljóum eyrum ráðamanna, þrátt fyrir margar góðar og hnitmiðaðar ræður. Það sé því tími til kominn til að grípa til annarra ráða.
Allt skal reyna áður en það sýður upp úr fyrir alvöru í þjóðfélaginu. Það er engum til góðs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.12.2008 | 00:37
Sparifjáreigendur tryggðir - íbúðareigendur í lausu lofti
Mikið er talað um að það verði að tryggja sparnað fólks og að nauðsynlegt sé að hann haldi verðgildi sínu. Hinsvegar tala fáir um nauðsyn þess að tryggja verði verðgildi eignarhluts fólks í íbúðum sínum. Hvers vegna ekki?
Einhver kann að svara að verðmyndun fasteigna eigi sér stað á hinum frjálsa markaði. Íbúð er ekki meira virði en fólk er tilbúið að borga fyrir hana, segja sumir.
Er ekki hægt að segja það sama um beinharða peninga? Hvaða fasta verðgildi hafa þeir? Peningar eru ávísun á verðmæti, sem ganga á milli manna vegna þess að einhverjir reiða þá af hendi sem endurgjald fyrir þjónustu, vörur, fasteignir og önnur verðmæti, ímynduð eða raunveruleg.
Höfum það hugfast að þegar talað er um að hinir og þessir hópar þurfi að fá tap sitt bætt þarf alltaf að taka þá peninga einhvers staðar frá. Þar sem bankarnir eru komnir í eigu ríkisins eru það skattgreiðendur sem bæta sparifjáreigendum það tap sem þeir urðu fyrir við bankahrunið, kjósi ríkið að bæta þeim skaðann. Sama má segja um þá sem vilja fá eftirgjöf á vöxtum, verðbótum eða höfuðstól lána sinna.
Hinsvegar ef sparifjáreigendur, lífeyrissjóðseigendur og lánastofnanir eiga að hafa allt sitt á þurru landi og ekki tapa krónu af sínum peningum hlýtur það sama að gilda um íbúðareigendur. Þeir hafa margir hverjir nýtt sitt sparifé til að koma sér þaki yfir höfuðið og hafa í raun aðeins fjárfest í annarskonar verðmætum en hinir.
Allir peningar eru ávaxtaðir með því að fjárfesta í einhverjum verðmætum, atvinnurekstri sem talinn er arðbær, ferðaþjónustu, áliðnaði, sjávarútvegi, matvælaiðnaði, fasteignum, hugviti og öðrum áþreifanlegum sem óáþreifanlegum verðmætum. Peningar eru líka ávaxtaðir með verðbréfaútgáfu, en yfirleitt eru einhver framantalinna verðmæta á bak við verðbréfin. Falli þau verðmæti í verði leiðir það af sér tap fyrir þá sem fjárfestu í þeim.
Það eru engin rök sem mæla með því að peningar ættu að vera tryggðir frekar en önnur verðmæti eða ávísanir á verðmæti. Ef einhver telur þau rök vera til staðar má sá eða sú hin sama gjarnan koma þeim á framfæri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.12.2008 | 10:01
Ég mótmæli allur
Undirritaður á afskaplega erfitt með að skilja ástandið í þjóðfélaginu um þessar mundir. Hann er allavega viss um að það er ekki gott, því annars væri ekki svona mikið af reiðu fólki í sjónvarpinu.
Það eru rosalega margir alltaf niðri í miðbæ Reykjavíkur að mótmæla á laugardögum, en undirritaður er ekki viss hverju þeir eru að mótmæla. Sennilega eru þeir að mótmæla verðbólgu, of háum lánum, of háu matvælaverði, of háum eldsneytiskostnaði o.s.frv.
Nema þeir sem eru að kasta eggjum í alþingishúsið, þeir geta ekki verið að mótmæla of háu matvælaverði. Þeir hljóta að vilja hækka matvælaverð, því síðast þegar undirritaður keypti í matinn voru egg mjög dýr. Kannski eru þetta eggjabændur sem þarna eru að verki að örva söluna hjá sinni stétt.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið beðnir um að mæta á svokallaða borgarafundi í Háskólabíó. Lengi vel vildu þeir ekki koma, sennilega af því þeir eru svo uppteknir við að bjarga Íslandi frá þeim sjálfum. Þeir mættu samt síðast. Einn ráðherrann sagði að þeir sem mættu á mótmælafundi væru ekki þjóðin og því væri ekkert að marka það sem þeir sögðu.
Undirritaður gerir sér grein fyrir því að það má vel vera að að það hafi verið margir Pólverjar, Tælendingar, Filippseyingar, jafnvel Bretar og Hollendingar á fundinum. Þó er hann ekki viss, því þetta fólk er farið heim til sín, þar sem það getur fengið betri kjör í sínum heimalöndum núna vegna hruns krónunnar. Það getur líka verið að Pólverjarnir, Tælendingarnir og Filippseyingarnir hafi ætlað í bíó og lent þannig óvart á fundinum. Þau tala víst fæst íslensku og ekki víst að þau hafi vitað af þessum fundi.
Síðan eru það allir þeir sem mótmæla mótmælunum. Sumir þeirra eru ekki ánægð með ástandið, en myndu mæta á mótmælin ef það væru aðrir ræðumenn. Aðrir eru mjög reiðir þeim sem kasta eggjum í alþingishúsið og ráðast inn á lögreglustöðvar, því það kostar svo mikið að gera við hurðir á lögreglustöðvum og þrífa eggjaklessurnar af alþingishúsinu. Þessir mótmælendur eru mjög hagsýnir, þeir vita að ríkið er búið að taka svo mikil erlend lán til að bæta upp það sem útrásarvíkingarnir eyddu í einkaþotur, sumarbústaði o.fl. að ríkið á sennilega engan pening eftir til að borga iðnaðarmönnum fyrir að þrífa og gera við hurðir.
Þá eru ótaldir þeir sem vildu mótmæla, en hinir mótmælendurnir leyfðu þeim það ekki. Þeir sögðu að mótmælin ættu að vera þverpólitísk og endurspegla þjóðina. Þess vegna mætti enginn frægur eða fyrrum stjórnmálamaður mótmæla. Ástþóri Magnússyni var bannað að mótmæla því hann er frægur, hefur boðið sig fram til forseta og verið í pólitík, barist fyrir friði og svoleiðis.
Undirritaður hélt að Hörður Torfason væri frægur dægurlagasöngvari og baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra. Það er allt í lagi að vera frægur fyrir að syngja og spila á gítar til að mega mótmæla og réttindi samkynhneigðra eru sennilega þverpólitískt fyrirbæri. Það hljóta allir að vilja réttindi þeirra sem mest, nema Árni Johnsen og Gunnar í Krossinum, en hann er nú ekki í pólitík.
Næst þegar undirritaður mótmælir ætlar hann ekki að tala í nafni neinnra annarra en sjálfs sín til að vera öruggur um að vera ekki að tala í nafni þeirra sem eru honum ósammála eða vilja mótmæla á öðrum forsendum. Ég segi þess vegna:
Ég mótmæli allur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.12.2008 | 22:16
Hvers vegna kýs fólk ekki nýja stjórnmálaflokka?
Það heyrist mikið um að núverandi flokkar séu úr takti við nútímann, þeir hafi verið stofnaðir út af málefnum sem eru ekkert lengur til umræðu og því sé þörf á uppstokkun flokkakerfisins.
Vandamálið er að það hafa komið nýir flokkar fram, eins og Þjóðvaki, Frjálslyndi flokkurinn og Íslandshreyfingin. Þeir hafa ekki hlotið almenna hylli þar sem kjósendur hafa þegar á hólminn er komið fylkt sér um gömlu flokkana, eins og beljur sem vilja komast á sinn bás eins og áður og vilja ekki taka áhættu.
Íslandshreyfingin hefur að vísu aðeins boðið fram einu sinni og framboðið kom á sjónarsviðið þegar langt var liðið á kosningabaráttuna árið 2007. Hin framboðið bæði voru klofningsframboð út úr öðrum flokkum, en Frjálslyndi flokkurinn hefur þó fest sig í sessi sem smáflokkur með örfáa þingmenn.
Ég er þó á því að það verði að koma eitthvað nýtt eða ný öfl fram á stjórnmálasviðinu. Kjósendur verða líka að hætta að vera eins og beljur á sínum bás þegar í kjörklefann er komið, kjósa út frá málefnunum og vita hvað þeir vilja.
Að öðrum kosti sitjum við áfram uppi með sömu óhæfu stjórnmálamennina og flokkana.
Vilja nýja stjórnmálaflokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.12.2008 | 10:52
Dregur alla þjóðina á asnaeyrunum
Hvers vegna gat hann ekki mætt fyrir viku síðan og sagt þetta? Var hann það illa haldinn að hann gat ekki stunið út úr sér fimm orðum:
Ég ber fyrir mig bankaleynd?
Hvernig maður er það sem kemst upp með að draga Alþingi, ríkisstjórn og alla þjóðina á asnaeyrunum viku eftir viku, mánuð eftir mánuð?
Davíð ber fyrir sig bankaleynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.12.2008 | 13:16
ESB sýndi ekki fagra hlið á sér við hrun íslensku bankanna
Þegar þeir beinlínis hótuðu Íslandi að segja upp EES-samningnum og að stöðva fyrirgreiðslu lánsins frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Fyrir utan að setja hryðujuverkalög á landið.
Við Íslendingar megum aldrei verða svo bláeyg að við gleymum þessu. Hvað sem líður afglöpum ríkisstjórnarinnar.
Grýtt leið í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.12.2008 | 19:27
Sveltum málgögn auðmannanna til bana
Útrásarglæpamennirnir sem ganga allir enn lausir, þökk sé máttlausri ríkisstjórn, kaupa upp stærstu fjölmiðla landsins til að geta haldið áfram að heilaþvo fólk og þjóna annarlegum hagsmunum sínum. Þeir beita sínum áhrifum á siðspillta stjórnmálamenn til að himinháar skuldir þeirra við ríkisbankana verði afskrifaðar og lendi á herðum skattgreiðenda, skuldugra upp fyrir haus.
Síðan ætla þeir að selja fjölmiðlana þessum sömu skattgreiðendum sem í vanvisku sinni sjá ekkert athugavert við að versla við sömu mennina og eyðilögðu líf þeirra.
Hættið að kaupa sorprit útrásarpakksins. Þá fjarar undan þeim. Netið er orðið alveg nógu góður vettvangur til að fylgjast með fréttum. Áskrifendur Morgunblaðsins og Stöð 2, hvernig dettur ykkur í hug að styrkja með fjármunum ykkar þá sem lögðu efnahag ykkar í rúst?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.11.2008 | 22:04
Vel heppnuð ferð í Bása, Þórsmörk
Minn nýtti helgina til að fara í hina árlegu aðventuferð ferðafélagsins Útivistar. Dagsbirtan var nýtt til gönguferða báða dagana og áður en kom að laugardagskvöldvökunni snæddum við af ljúffengu jólahlaðborði.
Hér eru nokkrar myndir fyrir þá sem misstu af þessari skemmtilegu ferð og vilja fá stemminguna beint í æð sem fæst með hressandi göngum í stórbrotinni náttúrufegurð Þórsmerkursvæðisins.
Sjá má risavaxin grýlukerti efst í fjallinu ef smellt er tvisvar á myndina.
Þessar ljósakrónur, sem seytlandi vatnið og frostið hafa myndað í sameiningu, myndu sóma sér vel í hvaða höll sem er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
- zeriaph
- eeelle
- tbs
- rosaadalsteinsdottir
- baenamaer
- ulli
- saemi7
- skulablogg
- kuriguri
- vilhjalmurarnason
- marinogn
- hreinn23
- vonin
- icekeiko
- maeglika
- fun
- axelpetur
- prakkarinn
- rafng
- kreppan
- hehau
- photo
- sjalfbodaaron
- mofi
- hlynurh
- bjarnimax
- astromix
- ea
- huldumenn
- muggi69
- jonnnnni
- gerdurpalma112
- gp
- krist
- jonvalurjensson
- bassinn
- gustafskulason
- diva73
- jvj
- maggiraggi
- toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar