Færsluflokkur: Bloggar
6.10.2008 | 10:25
Stefna ríkisstjórnarinnar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 13:42
Orð dagsins á vel við
Orð dagsins í dag úr Biblíunni á sannarlega vel við ástandið í efnahagsmálum.
Gegn ágirnd ofríkismannaVei þeim sem efna til ranginda, hyggja á ill verk í hvílu sinni og vinna þau þegar dagur rennur, því að þess eru þeir megnugir. Þeir ágirnast akra og ræna þeim, hús og stela þeim. Þeir svipta menn heimilum sínum og fólkið arfleifð sinni. Vegna þessa segir Drottinn: Meiri ógæfu baka ég þessari kynslóð en þér fáið risið undir. Uppréttir munuð þér eigi ganga, slík verður sú hörmungatíð. Á þeim degi verður níð kveðið um yður og harmasöngur hafinn: Vér erum glataðir. Eignum þjóðar minnar er svipt burt, landið tekið af henni og því deilt milli kúgara. Og sannarlega mun enginn yðar kasta mælisnúru yfir land í viðurvist safnaðar Drottins.
Míka 2:1-5
Hvað eru okurlán íslenskra fjármálastofnana, 20-25% hvort sem við erum að tala um verðtryggð lán eða óverðtryggð lán á skuldabréfum og yfirdráttarheimildum, annað en þetta sem spámaðurinn talar um?
Bankar hirða hús skammlaust af bláfátækum alþýðuþrælum, standi þeir ekki í skilum með húsnæðislánin, m.ö.o. stela þeir þeim.
Ef þeir stela þeim ekki sjá þeir svo um hnútana að fólk getur aldrei verið heima hjá sér nema yfir blánóttina, því menn þræla myrkranna á milli til að eiga fyrir næstu afborgunum og eru þannig í raun sviptir heimilislífi.
Er ekki Glitnir að fá að kenna á eigin meðulum með þessari eignaupptöku ríkisins á bankanum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2008 | 10:33
Deiglan.com eða dellan.com?
Meðan helstu postular frjálshyggjunnar ganga með veggjum þessa dagana vegna þess mikla hruns sem kenningar hennar hafa haft í för með sér er einn ungur djarfur maður, Samúel T. Pétursson, sem skrifar grein á vefsvæðinu deiglan.com og leyfir sér að fullyrða að atburðir síðustu daga sýni þvert á móti styrk frjálshyggjunnar.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við greinina aðeins tveimur dögum eftir að hún var birt, en ég get ekki orða bundist yfir fullyrðingum Samúels og langar til að spyrja hann nokkurra spurninga.
Höfundur kemur með eftirfarandi fullyrðingar í greininni:
En þvert ofan í málflutning slíkra aðila eru umbrot sem þau, sem nú ganga yfir, einmitt merki um gagnsemi frjálsra markaðskerfa og þeirrar hugsunar sem að baki þeim liggur. Þótt það hljómi mótsagnakennt er þetta í raun hennar besta stund. Fæstir sjá eitthvað jákvætt við viðlíka ósköp og þau sem nú ganga yfir. En staðreyndin er samt sú að ósköpin eru í raun ein allsherjar markaðsleiðrétting á mikilli skyssu sem hafði fengið að grassera um nokkurt skeið. Þessi skyssa fólst í of mikilli áhættusækni í fjárfestingum, ekki síst á húsnæðismarkaði, neðanmálslánum á röngum kjörum (ekki síst vegna opinbers þrýstings á slíkt), óábyrgri meðferð á ríkisábyrgð (eða hreinlega óþarfa ríkisábyrgð), ógagnsæi skuldabréfavafninga og lélegs eftirlits. Svo eitthvað sé nefnt. Fyrst og fremst í Bandarikjunum auðvitað, en önnur hagkerfi eru síður en svo saklaus.
Greinin má lesa hér í heild sinni.
Er orsök vandamálanna að mati Samúels ekki neitt af þessu:
- Endalaus stofnun nýrra pappírsyrirtækja hvert á fætur öðru, sem hafa selt hvert öðru hlut í sjálfum sér á uppsprengdu verði og búið þannig til gervihagnað sem ekkert er á bak við?
- Ofurlaun og bónusar til útrásarsnillinganna sem verðlaun fyrir þennan gervihagnað sem ekkert var á bak við og fjármagnaðir hafa verið m.a. með okurvöxtum sem eru að sliga allan heilbrigðan atvinnurekstur og húsnæðiseigendur?
- Streymi erlends lánsfjár inn í íslenska hagkerfið vegna vaxtamunarins, sem hefur fest fjölskyldur og fyrirtæki í skuldafeni og okurvöxtum, sem mönnum hefði verið stungið í fangelsi fyrir að innheimta hér áður fyrr?
- Er Samúel að saka íslenskar fjölskyldur sem vilja ekki frjósa úti á götu og vantar þak yfir höfuðið um áhættusækni í fjárfestingum?
- Gjafakvótakerfið sem fulltrúar frjálshyggjunnar hafa varið með kjafti og klóm, en orsakar það að sjávarútvegur er að drukkna í skuldum til að geta borgað kvótagreifunum fyrir að fá að veiða fiskinn í sjónum?
Ég hvet Samúel og hvern sem þorir til að svara þessum spurningum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2008 | 11:42
Klukkaður
Aron Björn Kristinsson, bloggvinur minn og Palestínufari með meiru, klukkaði mig og ég tek að sjálfsögðu áskoruninni:
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.
- Fiskvinnslumaður
- Bankamaður
- Blaðamaður
- Byggingaverkamaður
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.
Fjórir staðir sem ég hef búið á.
- Ísafjörður
- Hafnarfjörður
- Reykjavík
- Hella
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum.
- Portúgal
- Krít
- Mallorca
- Tenerife
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar.
- Silfur Egils
- Monk
- Heilsubælið í Gervahverfi
- Rachael Ray (ruglaðir þættir, en hún er ómótstæðileg)
Síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður)
7. Fernt matarkyns sem ég held uppá.
- Kjúklingur með salati
- Djúpsteiktur fiskur
- Soðinn lax eða silungur með súrum gúrkum, sítrónu og bernaissósu
- Londonlamb
Fjórar bækur/blöð sem ég les oft.
- Morgunblaðið
- Fréttablaðið
- Biblían
- Dagskráin
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna.
- Þórsmörk
- Krít
- Tenerife
- Róm
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Bloggar | Breytt 17.9.2008 kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.9.2008 | 17:02
Harmsaga: Ágúst Magnússon laus aftur og í vafasömum biblíuskóla
Það kemur fram á netmiðlinum Vísi að Ágúst Magnússon, barnaníðingur, sé á reynslulausn og fékk leyfi fangelsisyfirvalda til að hefja nám í biblíuskóla sértrúarsafnaðarins Livets Ord í Svíþjóð.
Fram kemur í fréttum Vísis að Ágúst hafi leigt íbúð með fjórum mönnum í tiltekinn tíma, en sé nú farinn að leigja herbergi hjá hjónum með tvö börn. Það hlýtur að setja hroll að hverjum þeim sem þekkir sögu Ágústs.
Ein forsvarsmanna Blátt áfram samtakanna gagnrýnir harðlega hve slælega er tekið á málum forhertra barnaníðinga. Hún segir að menn sem hafa framið svona alvarlega glæpi eigi alls ekki að fá reynslulausn og að engin raunveruleg úrræði séu í boði að lokinni afplánun.
Ég verð að taka undir gangrýni hennar. Það sem er líka alvarlegt í þessu máli er að umræddur biblíuskóli og sértrúarsöfnuður í Svíþjóð er þekktur fyrir andlegt ofbeldi gagnvart meðlimum sínum og vægast sagt vafasamar kenningar.
Á Wikipedia kemur fram að könnun sýndi eitt sinn að fjórði hver fyrrverandi nemandi skólans hefði reynt sjálfsvíg. Algengt var að nemendurnir (eða fórnarlömb safnaðarins) þjáðust af kvíða, sektarkennd og ýmsum öðrum tilfinningaröskunum.
Það er ljóst að hinn svonefndi Gústi guðsmaður stefni ekki í rétta átt hvað það varðar að taka á sinni brenglun. Það er ekki rétt aðferð fyrir mann í svona miklum vanda að ana beint í klærnar á hættulegum sértrúarsöfnuði. Vonandi fara ekki einhverjir vitleysingar að reyna að lækna hann með því að reka út úr honum illa anda eða muldra óskiljanlegt bull yfir hausamótunum á honum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2008 | 14:22
Krónan orðin dýr. Illa unnin frétt.
Það vantar mjög mikið í þessa frétt. Hvað er lánið til langs tíma og hvaða vextir eru á því? Leikum okkur aðeins að tölum:
Ef við gerum ráð fyrir að vextir séu 10% að teknu tilliti til gengisáhrifa eru aðeins vaxtagreiðslurnar 3 milljarðar, u.þ.b. 10 þúsund kr. á hvern núlifandi Íslending á ári. Sé lánið til 30 ára bætist 1 milljarður við á ári.
Er ekki handónýt efnahagsstefna ríkisstjórna undanfarinna ára að verða okkur frekar dýr, þegar þessi byrði bætist ofan á hæstu vexti í hinum svokallaða siðmenntaða heimi? Á endalaust að beita hrossalækningum í stað þess að taka á meininu, okurvaxtastefnunni?
![]() |
30 milljarða króna lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.8.2008 | 15:21
Yfirborðsleg réttlæting
Alþjóðlega ólympíunefndin gefur mjög auma afsökun fyrir vali sínu á því landi sem fékk það hlutverk að halda þetta stærsta íþróttamót heimsins.
Það er rétt hjá forseta nefndarinnar að ólympíunefndin er stofnun helguð íþróttum og vitanlega er það ekki hlutverk nefndarinnar og ólympíuleikanna að þvinga fram breytingar í sjálfstæðum löndum, hvað þá að leysa vandamál heimsins.
Ég spyr hefur einhver haldið því fram? Það sem baráttufólk mannréttinda eru að setja út á er að land sem er þekkt fyrir að kúga, fangelsa og jafnvel drepa þegna sína skuli fá þá virðingu að vera treyst fyrir svona miklum íþróttaviðburði.
Það sendir mjög slæm skilaboð til annarra harðstjóra blóðugra upp að öxlum. Með því er verið að segja við þá að þeir skuli að halda áfram að drepa og pynta, því þá uppskeri þeir virðingu frá alþjóðlegum stofnunum.
Út frá íþróttalegu sjónarmiði kann að vera að þetta val hafi ekki verið heimskulegt. Alþjóða samfélagið þarf hinsvegar að leita leiða til að koma í veg fyrir það með lögum jafnvel að lönd sem vitað er að brjóta mannréttindi á þegnum sínum og erlendum gestum fái að hýsa alþjóðlega viðburði.
Það er stundum sagt að ekki eigi að blanda saman íþróttum og stjórnmálum. Gleymum samt ekki að harðstjórarnir í Kína nota þessa leika hiklaust til að reyna að bæta og fegra sína blóðugu ímynd. Þess vegna er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að einræðisherrar og -frúr fái að halda alþjóðlega íþróttaviðburði. Þó ekki væri nema vegna þeirra fréttamanna sem hafa verið fangelsaðir eða beittir harðræði á annan hátt.
![]() |
Kína var rétt val |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.8.2008 | 12:45
Var þetta slæmi kaflinn?
Sem var reyndar ekki alslæmur, vörnin þokkaleg, íslenska liðið fékk aðeins 22 mörk á sig gegn einu hraðasta og liprasta liðinu í mótinu, þeir sköpuðu sér fullt af færum en tókst bara ekki að nýta þau.
Þetta lítur ekki illa út ef liðið girðir sig í brók og koma tvíefldir eftir þetta mótlæti gegn Dönum. Ef þetta var lélegi leikurinn er útlitið alls ekki slæmt.
Þegar þetta er ritað voru að berast úrslit í leik Dana og Rússa, en þeir fyrrnefndu sigruðu með eins marks mun, sem þýðir að Danir verða sjálfsagt mjög erfiðir viðureignar. Vonum það besta.
![]() |
Guðmundur: Of mörg mistök í sóknarleiknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er það skrýtið að erlendir ferðamenn kaupi ekki vöru og þjónustu hér á landi ef þeir fá hana á hálfvirði heima hjá sér og geta flutt hana inn? Okrið íslenska hefur að sjálfsögðu skilað sér til leiðsögumannanna og dæmigert fyrir hagsmunasamtök í okrinu að þeim dettur ekki í hug að há verðlagning geti hrakið erlenda ferðamenn til að kaupa þjónustuna annars staðar frá en af innlendu okrurunum. Eina ráðið sem forkólfi leiðsögumanna dettur í hug er að fá einokun í þessum geira eins og ríkir í flestum öðrum atvinnugreinum hér á landi.
![]() |
Uppselt á ferðamannastaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.7.2008 | 09:46
Látum olíufélögin vita af fréttum af lækkunum á heimsmarkaðsverði olíu og styrkingu krónunnar
Ég er búinn að senda olíufélögunum þremur þessa frétt og mun senda þeim allar fréttir sem ég rekst á af styrkingu krónunnar og lækkunum á heimsmarkaðsverði olíu.
Það hefur sálræn áhrif, sérstaklega ef nógu margir gera þetta.
Þetta er mjög einfalt, smella bara á möguleikann Senda frétt (Senda á Visir.is) og setja n1@n1.is, olis@olis.is, eða skeljungur@skeljungur.is. Þeir sem vilja senda Atlantsolíu, en margir telja að þeir séu í raun stokknir um borð í samráðsvagninn, sendi á netfangið atlantsolia@atlantsolia.is.
Athugið að það er aðeins hægt að senda fréttir á eitt netfang í einu og því verður að endurtaka leikinn fyrir hvert olíusamráðsfélagið fyrir sig.
Stöndum nú saman og lækkum olíuverðið. Ef við gerum ekkert halda þeir bara áfram að okra eins og þeir geta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Theódór Norðkvist
Tenglar
Hjálparstarf
Ferðalög
- Samferða - vefsíða fyrir fólk sem vill vera samferða Fyrir þá sem vilja sameinast í bíla og lækka eldsneytiskostnað
- Göngum um Ísland Fróðleikur um gönguferðir. Gagnvirkt Íslandskort
- Ferðafélagið Útivist Félagsskapur sem býður upp á gönguferðir um áhugaverða staði
Líkamsrækt
Tenglar um líkamsrækt
Mannréttindabaráttan
- Félagið Ísland-Palestína Félag sem berst fyrir réttindum Palestínumanna
- Amnesty International á Íslandi Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International
Náttúruvernd
http://www.solistraumi.org/
Bloggvinir
-
zeriaph
-
eeelle
-
tbs
-
rosaadalsteinsdottir
-
baenamaer
-
ulli
-
saemi7
-
skulablogg
-
kuriguri
-
vilhjalmurarnason
-
marinogn
-
hreinn23
-
vonin
-
icekeiko
-
maeglika
-
fun
-
axelpetur
-
prakkarinn
-
rafng
-
kreppan
-
hehau
-
photo
-
sjalfbodaaron
-
mofi
-
hlynurh
-
bjarnimax
-
astromix
-
ea
-
huldumenn
-
muggi69
-
jonnnnni
-
gerdurpalma112
-
gp
-
krist
-
jonvalurjensson
-
bassinn
-
gustafskulason
-
diva73
-
jvj
-
maggiraggi
-
toshiki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar